Vegir verða rofnir komi til flóðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2014 16:16 Brú yfir Jökulsá á Fjöllum. Mynd/Vegagerðin Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Vegagerðin er viðbúin því að rjúfa vegi við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum komi til flóðs vegna gossins sem nú er hafið. Vegir verða rofnir til að létta álaginu af brúnum. Tæki eru þegar við brúna á Norðausturvegi (85) í Öxarfirði og tæki á leiðinni að brúnni við Grímsstaði á Hringveginum (1). Vegagerðarmenn höfðu tekið út hvar rétt væri að rjúfa vegina og í einu tilviki varnargarð, til að flóð í Jökulsánni færi sem mest framhjá brúnum við Grímsstaði og í Öxarfirði. Á fundi viðbragshóps Vegagerðarinnar í dag var ákveðið að hefja þegar vinnu við að verja brúarstöpla og akkeri beggja þessara hengibrúa þar sem hætta væri á að mjög stórt flóð myndi grafa undan þeim. Þær aðgerðir höfðu þá þegar verið hannaðar og rissaðar upp og undirbúningur að þeim hafinn. Tilgangurinn er að samhliða rofi á vegi myndu þessar auknu varnir gera það mögulegt að brýrnar stæðust stærra og langvinnara flóð en ella. Rof vegarins skiptir þó mestu í þessu sambandi. Undir lok fundarins í dag komu boð um að gos væri hafið undir Dyngjujökli og þá ákveðið að flytja strax tæki að Jökulsá að Fjöllum við Grímsstaði til að rjúfa veginn, beggja vegna brúar en tæki eru þegar komin að brúnni í Öxarfirði þar sem þarf að rjúfa veg og varnargarð. Á myndunum má meðal annars sjá þá staði þar sem vegir verða rofnir. Einnig myndir af viðbragðshópi Vegagerðarinnar en starfsmenn á Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Fellabæ, Reyðarfirði og Reykjavík tóku þátt í fundinum. Bárðarbunga Tengdar fréttir Ómar fylgist með jöklinum „Ég er búinn að vera hérna að horfa á jökulinn síðan í hádeginu,“ segir Ómar Ragnarsson. 23. ágúst 2014 15:42 Alþjóðaflugið enn opið Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 23. ágúst 2014 15:04 Samhæfingarstöð Almannavarna kallar fólk á vakt Samhhæfingarstöð Almannavarna var með lágmarksmönnun í morgun en hefur nú bætt starfsfólki á vaktina. 23. ágúst 2014 12:56 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan fimm Nýjustu fregnir af eldgosinu. Hægt er að horfa á fréttatímann hér í fréttinni. 23. ágúst 2014 15:54 Jökulsárgljúfur rýmt: Einn fjölmennasti dagur ársins á svæðinu Mikið er af göngu- og hjólafólki vestan megin við Jökulsá og hefur því verið gert að yfirgefa svæðið, vegna ólgunnar undir Dyngjujökli og flóðahættu vegna þess. 23. ágúst 2014 16:16 Undirbúa opnun fjöldahjálparstöðva Undirbúningar er hafinn að því að opna fjöldahjálparstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og í grunnskólanum í Reykjahlíð á Mývatni komi til þess að byggðirnar í Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfirði verði rýmdar. 23. ágúst 2014 15:45 Aukin skjálftavirkni við Bárðarbungu Skjálftavirkni við Bárðarbungu hefur verið að aukast í morgun og hefur aukinn órói komið fram á mælum Veðurstofu Íslands undanfarna klukkustund eða svo. Ekki sjást merki um að kvika sé á leið til yfirborðs. Skjálftarnir eru flestir á 5-10 km dýpi. 23. ágúst 2014 11:56 Fólk í grennd við gosstöðvarnar hvatt til að fylgjast vel með fréttum Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit. 23. ágúst 2014 14:58 Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45 Hraungos hafið undir Dyngjujökli Talið er að lítið hraungos sér hafið undir Dyngjujökli. Talið er að um 150-400 metra þykkur ís sé yfir svæðinu. Litakóði fyrir flug hefur verið færður upp færður úr appelsínugulu í rautt. 23. ágúst 2014 14:17 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Vegagerðin er viðbúin því að rjúfa vegi við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum komi til flóðs vegna gossins sem nú er hafið. Vegir verða rofnir til að létta álaginu af brúnum. Tæki eru þegar við brúna á Norðausturvegi (85) í Öxarfirði og tæki á leiðinni að brúnni við Grímsstaði á Hringveginum (1). Vegagerðarmenn höfðu tekið út hvar rétt væri að rjúfa vegina og í einu tilviki varnargarð, til að flóð í Jökulsánni færi sem mest framhjá brúnum við Grímsstaði og í Öxarfirði. Á fundi viðbragshóps Vegagerðarinnar í dag var ákveðið að hefja þegar vinnu við að verja brúarstöpla og akkeri beggja þessara hengibrúa þar sem hætta væri á að mjög stórt flóð myndi grafa undan þeim. Þær aðgerðir höfðu þá þegar verið hannaðar og rissaðar upp og undirbúningur að þeim hafinn. Tilgangurinn er að samhliða rofi á vegi myndu þessar auknu varnir gera það mögulegt að brýrnar stæðust stærra og langvinnara flóð en ella. Rof vegarins skiptir þó mestu í þessu sambandi. Undir lok fundarins í dag komu boð um að gos væri hafið undir Dyngjujökli og þá ákveðið að flytja strax tæki að Jökulsá að Fjöllum við Grímsstaði til að rjúfa veginn, beggja vegna brúar en tæki eru þegar komin að brúnni í Öxarfirði þar sem þarf að rjúfa veg og varnargarð. Á myndunum má meðal annars sjá þá staði þar sem vegir verða rofnir. Einnig myndir af viðbragðshópi Vegagerðarinnar en starfsmenn á Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Fellabæ, Reyðarfirði og Reykjavík tóku þátt í fundinum.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Ómar fylgist með jöklinum „Ég er búinn að vera hérna að horfa á jökulinn síðan í hádeginu,“ segir Ómar Ragnarsson. 23. ágúst 2014 15:42 Alþjóðaflugið enn opið Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 23. ágúst 2014 15:04 Samhæfingarstöð Almannavarna kallar fólk á vakt Samhhæfingarstöð Almannavarna var með lágmarksmönnun í morgun en hefur nú bætt starfsfólki á vaktina. 23. ágúst 2014 12:56 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan fimm Nýjustu fregnir af eldgosinu. Hægt er að horfa á fréttatímann hér í fréttinni. 23. ágúst 2014 15:54 Jökulsárgljúfur rýmt: Einn fjölmennasti dagur ársins á svæðinu Mikið er af göngu- og hjólafólki vestan megin við Jökulsá og hefur því verið gert að yfirgefa svæðið, vegna ólgunnar undir Dyngjujökli og flóðahættu vegna þess. 23. ágúst 2014 16:16 Undirbúa opnun fjöldahjálparstöðva Undirbúningar er hafinn að því að opna fjöldahjálparstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og í grunnskólanum í Reykjahlíð á Mývatni komi til þess að byggðirnar í Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfirði verði rýmdar. 23. ágúst 2014 15:45 Aukin skjálftavirkni við Bárðarbungu Skjálftavirkni við Bárðarbungu hefur verið að aukast í morgun og hefur aukinn órói komið fram á mælum Veðurstofu Íslands undanfarna klukkustund eða svo. Ekki sjást merki um að kvika sé á leið til yfirborðs. Skjálftarnir eru flestir á 5-10 km dýpi. 23. ágúst 2014 11:56 Fólk í grennd við gosstöðvarnar hvatt til að fylgjast vel með fréttum Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit. 23. ágúst 2014 14:58 Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45 Hraungos hafið undir Dyngjujökli Talið er að lítið hraungos sér hafið undir Dyngjujökli. Talið er að um 150-400 metra þykkur ís sé yfir svæðinu. Litakóði fyrir flug hefur verið færður upp færður úr appelsínugulu í rautt. 23. ágúst 2014 14:17 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Ómar fylgist með jöklinum „Ég er búinn að vera hérna að horfa á jökulinn síðan í hádeginu,“ segir Ómar Ragnarsson. 23. ágúst 2014 15:42
Alþjóðaflugið enn opið Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 23. ágúst 2014 15:04
Samhæfingarstöð Almannavarna kallar fólk á vakt Samhhæfingarstöð Almannavarna var með lágmarksmönnun í morgun en hefur nú bætt starfsfólki á vaktina. 23. ágúst 2014 12:56
Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan fimm Nýjustu fregnir af eldgosinu. Hægt er að horfa á fréttatímann hér í fréttinni. 23. ágúst 2014 15:54
Jökulsárgljúfur rýmt: Einn fjölmennasti dagur ársins á svæðinu Mikið er af göngu- og hjólafólki vestan megin við Jökulsá og hefur því verið gert að yfirgefa svæðið, vegna ólgunnar undir Dyngjujökli og flóðahættu vegna þess. 23. ágúst 2014 16:16
Undirbúa opnun fjöldahjálparstöðva Undirbúningar er hafinn að því að opna fjöldahjálparstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og í grunnskólanum í Reykjahlíð á Mývatni komi til þess að byggðirnar í Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfirði verði rýmdar. 23. ágúst 2014 15:45
Aukin skjálftavirkni við Bárðarbungu Skjálftavirkni við Bárðarbungu hefur verið að aukast í morgun og hefur aukinn órói komið fram á mælum Veðurstofu Íslands undanfarna klukkustund eða svo. Ekki sjást merki um að kvika sé á leið til yfirborðs. Skjálftarnir eru flestir á 5-10 km dýpi. 23. ágúst 2014 11:56
Fólk í grennd við gosstöðvarnar hvatt til að fylgjast vel með fréttum Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit. 23. ágúst 2014 14:58
Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45
Hraungos hafið undir Dyngjujökli Talið er að lítið hraungos sér hafið undir Dyngjujökli. Talið er að um 150-400 metra þykkur ís sé yfir svæðinu. Litakóði fyrir flug hefur verið færður upp færður úr appelsínugulu í rautt. 23. ágúst 2014 14:17