Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 22:02 Jón Arnór var frábær í kvöld. vísir/daníel Jón Arnór Stefánsson kom aftur inn í íslenska körfuboltalandsliðið í kvöld og skoraði 23 stig í 71-69 sigri á Bretum í London. Íslenska liðið átti magnaða endurkomu í seinni hálfleiknum eftir að hafa verið tíu stigum undir í hálfleik. „Það hefur alltaf verið stígandi hjá okkur ár eftir ár og liðið er alltaf að verða betra og betra. Allir í kringum þetta eru að reyna að gera sitt besta. ¬Það væri ólýsanlegt að fara í Evrópukeppnina," sagði Jón Arnór sigurreifur eftir leikinn en aðeins ótrúleg ólukka kemur í veg fyrir að Ísland verði með á EM næsta sumar. „Það var bara geðveikt að berjast í gegnum þetta mótlæti," segir Jón Arnór um endurkomuna í seinni hálfleiknum. "Það sem fór í gang var að við þéttum vörnina, fráköstum alveg eins og ljón og þá kom sóknin í kjölfarið. Okkur vantaði það í fyrri hálfleik. Hössi var frábær og það stigu flestir upp eins og þeir hafa verið að gera í síðustu leikjum," sagði Jón Arnór. „Við erum búnir að vera að standa í þessu í þessi þrjú ár og höfum lent í ýmsu, stórum töpum og þvílíkum spennileikjum sem við höfum tapað í lokin. Núna tökum við Breta heima og úti. Þetta er gott lið og við erum að mæta þeim á útivelli í London með allt undir. Við sýndum það að við vorum klárir í þetta," sagði Jón Arnór og hann sér ekki eftir því að koma til baka „Djöfull er ég sáttur. Það eru margir kannski ekki alveg sáttir við mig og það var smá neikvæðni í kringum það þegar ég dró mig út. Það er ég sem er búinn að vera standa í þessu öll þessi ár og það er ég sem er búinn að leggja mig fram hvert einasta sumar að spila með þessu landsliði. Ég er stoltur af því og því að geta tekið þátt í þessu og eiga möguleika á því að komast á Evrópumót. Það getur enginn tekið það frá mér," sagði Jón Arnór að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson kom aftur inn í íslenska körfuboltalandsliðið í kvöld og skoraði 23 stig í 71-69 sigri á Bretum í London. Íslenska liðið átti magnaða endurkomu í seinni hálfleiknum eftir að hafa verið tíu stigum undir í hálfleik. „Það hefur alltaf verið stígandi hjá okkur ár eftir ár og liðið er alltaf að verða betra og betra. Allir í kringum þetta eru að reyna að gera sitt besta. ¬Það væri ólýsanlegt að fara í Evrópukeppnina," sagði Jón Arnór sigurreifur eftir leikinn en aðeins ótrúleg ólukka kemur í veg fyrir að Ísland verði með á EM næsta sumar. „Það var bara geðveikt að berjast í gegnum þetta mótlæti," segir Jón Arnór um endurkomuna í seinni hálfleiknum. "Það sem fór í gang var að við þéttum vörnina, fráköstum alveg eins og ljón og þá kom sóknin í kjölfarið. Okkur vantaði það í fyrri hálfleik. Hössi var frábær og það stigu flestir upp eins og þeir hafa verið að gera í síðustu leikjum," sagði Jón Arnór. „Við erum búnir að vera að standa í þessu í þessi þrjú ár og höfum lent í ýmsu, stórum töpum og þvílíkum spennileikjum sem við höfum tapað í lokin. Núna tökum við Breta heima og úti. Þetta er gott lið og við erum að mæta þeim á útivelli í London með allt undir. Við sýndum það að við vorum klárir í þetta," sagði Jón Arnór og hann sér ekki eftir því að koma til baka „Djöfull er ég sáttur. Það eru margir kannski ekki alveg sáttir við mig og það var smá neikvæðni í kringum það þegar ég dró mig út. Það er ég sem er búinn að vera standa í þessu öll þessi ár og það er ég sem er búinn að leggja mig fram hvert einasta sumar að spila með þessu landsliði. Ég er stoltur af því og því að geta tekið þátt í þessu og eiga möguleika á því að komast á Evrópumót. Það getur enginn tekið það frá mér," sagði Jón Arnór að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45