Litlar líkur á að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu Hjörtur Hjartarson skrifar 2. september 2014 19:30 Utanríkisráðherra segir ólíklegt að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á yfirstandandi kjörtímabili um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort tillaga um formleg slit á viðræðunum verði lögð fram á komandi þingi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu á síðasta þingi um að Ísland myndi slíta viðræðunum við ESB. Hávær mótmæli voru við tillögunni og kom á endanum ekki til þess að greitt yrði um hana atkvæði. Gunnar Bragi útilokaði ekki á sínum tíma að tillagan yrði lögð fram að nýju þegar þing kæmi saman í haust. „Það hefur ekkert verið rætt hvort sú tillaga verði lögð fram eða hvort það sé þörf á því. Við höfum nú séð í fréttum og í yfirlýsingum frá Evrópusambandinu til dæmis þar sem Juncker lét hafa eftir sér að það yrði engin frekari stækkun á næstu fimm árum. Við eigum ekkert í viðræðum Evrópusambandið og því held ég að menn verði að velta því fyrir sér hvort það sé einhver þörf á að fara með slíka tillögu inn, hvort þetta sé bara ekki hreinlega búið af hálfu Evrópusambandsins,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar reiknar ekki með að þjóðaratkvæðargreiðsla um áframhald viðræðna verði lögð fram á kjörtímabilinu enda þjóni slíkt litlum tilgangi á meðan fjölgun þjóða í ESB sé ekki á dagskrá hjá sambandinu. „Evrópusambandsaðild eða umsókn er alls ekki í neinum forgangi hér í ráðuneytinu. Það er enginn að vinna í því hér einu sinni. Þannig að ég lít nú svo á að skilaboðin frá Juncker, þau nýjustu, séu þau að Ísland er ekkert að fara að ganga í Evrópusambandið.“ ESB-málið Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ólíklegt að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á yfirstandandi kjörtímabili um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort tillaga um formleg slit á viðræðunum verði lögð fram á komandi þingi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu á síðasta þingi um að Ísland myndi slíta viðræðunum við ESB. Hávær mótmæli voru við tillögunni og kom á endanum ekki til þess að greitt yrði um hana atkvæði. Gunnar Bragi útilokaði ekki á sínum tíma að tillagan yrði lögð fram að nýju þegar þing kæmi saman í haust. „Það hefur ekkert verið rætt hvort sú tillaga verði lögð fram eða hvort það sé þörf á því. Við höfum nú séð í fréttum og í yfirlýsingum frá Evrópusambandinu til dæmis þar sem Juncker lét hafa eftir sér að það yrði engin frekari stækkun á næstu fimm árum. Við eigum ekkert í viðræðum Evrópusambandið og því held ég að menn verði að velta því fyrir sér hvort það sé einhver þörf á að fara með slíka tillögu inn, hvort þetta sé bara ekki hreinlega búið af hálfu Evrópusambandsins,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar reiknar ekki með að þjóðaratkvæðargreiðsla um áframhald viðræðna verði lögð fram á kjörtímabilinu enda þjóni slíkt litlum tilgangi á meðan fjölgun þjóða í ESB sé ekki á dagskrá hjá sambandinu. „Evrópusambandsaðild eða umsókn er alls ekki í neinum forgangi hér í ráðuneytinu. Það er enginn að vinna í því hér einu sinni. Þannig að ég lít nú svo á að skilaboðin frá Juncker, þau nýjustu, séu þau að Ísland er ekkert að fara að ganga í Evrópusambandið.“
ESB-málið Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira