Ný plata á leiðinni frá New Order Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. september 2014 17:30 New Order á tónleikum í New York í ár. Getty Breska nýbylgjusveitin New Order er nú komin á samning hjá hinni goðsagnakenndu plötuútgáfu Mute Records, sem gefið hefur út fjölmargar nýbylgju- og síðpönkplötur frá árinu 1978. Verður því fyrsta plata sveitarinnar í níu ár gefin út af Mute. New Order komu aftur saman fyrir þremur árum en seinasta plata þeirra kom út árið 2005. Hljómsveitin er líklega hvað þekktust fyrir lagið Blue Monday sem sló í gegn árið 1983 en það er mest selda 12 tommu plata allra tíma. Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 af þremur fyrrverandi meðlimum síðpönksveitarinnar Joy Division. Hljómsveitin lagði upp laupana eftir að söngvari hennar, Ian Curtis framdi sjálfsmorð á því ári. „Við gætum ekki ímyndað okkur betri stað handa okkur en á Mute,“ segir hljómsveitin í fréttatilkynningu. „Á margan hátt líður okkur eins og við séum komin aftur heim þar sem við erum að snúa okkur aftur til indí-uppruna okkar.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið fyrir hið sígilda lag Blue Monday. Tónlist Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Breska nýbylgjusveitin New Order er nú komin á samning hjá hinni goðsagnakenndu plötuútgáfu Mute Records, sem gefið hefur út fjölmargar nýbylgju- og síðpönkplötur frá árinu 1978. Verður því fyrsta plata sveitarinnar í níu ár gefin út af Mute. New Order komu aftur saman fyrir þremur árum en seinasta plata þeirra kom út árið 2005. Hljómsveitin er líklega hvað þekktust fyrir lagið Blue Monday sem sló í gegn árið 1983 en það er mest selda 12 tommu plata allra tíma. Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 af þremur fyrrverandi meðlimum síðpönksveitarinnar Joy Division. Hljómsveitin lagði upp laupana eftir að söngvari hennar, Ian Curtis framdi sjálfsmorð á því ári. „Við gætum ekki ímyndað okkur betri stað handa okkur en á Mute,“ segir hljómsveitin í fréttatilkynningu. „Á margan hátt líður okkur eins og við séum komin aftur heim þar sem við erum að snúa okkur aftur til indí-uppruna okkar.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið fyrir hið sígilda lag Blue Monday.
Tónlist Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira