Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2014 11:58 Á fyrri myndinni sést þegar þyrla LHG sóttu mennina á hálendið. Seinni myndin sýnir þá í "dulargervi“. Þrír menn sem kærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi eiga að öllum líkindum yfir höfði sér himinháa sekt sem hleypur á hundruðum þúsunda. Þeir láta hins vegar fátt stöðva sig og fóru þangað, öðru sinni, í leyfisleysi á dögunum. Í þetta sinn þó í dulargervi og komust þangað inn óáreittir. Létu þeir útbúa sérstaka merkimiða á bíl þeirra með yfirskriftinni „Íslenskar jarðrannsóknir“, settu á sig hjálm og fóru í vesti. Mennirnir vildu lítið tjá sig um málið þegar eftir því var óskað en hafa þeir fjallað töluvert um það á síðunni Ferðafrelsi á Facebook. Á þeirri síðu fara meðal annars fram margvíslegar umræður um ferðamenn og ferðamennsku á Íslandi. Þar gagnrýna þeir harðlega að lokanir við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls eigi einungis við um einstaka aðila. Í samtali við fréttastofu segir Jóhannes Jensson, einn mannanna, þá alla vera þaulvana ferðamenn, útbúna öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru í ferðir sem þessar. Því sé það óskiljanlegt að þegar svæðinu sé lokað að það skuli ekki eiga við alla sem þangað vilja fara.„Fáránleikinn algjör“ „Það virðist hinsvegar vera í góðu lagi að flestir aðrir séu á þessu lokaða hættusvæði, "fréttamenn", "ljósmyndarar", erlendir nemar, bílstjórar, aðstoðarmenn, ásamt vel tengdum vinum og vandamönnum. Þessir aðilar virðast mega valsa óhindrað um hættusvæðið, aka utanvega, taka montmyndir af sjálfum sér, flytja æsifréttir og gefa hinum puttann. Þeir eru oft á vanbúnum bílum og eru dæmi þess að þeir hafi þurft að skilja þá eftir fasta eða bensínlausa á leiðinni uppeftir,“ skrifar Jóhannes á Facebook. „Fáránleikinn er bara algjör,“ segir hann í samtali við Vísi.Mikill urgur meðal ferðamanna Þá deilir Gunnar Árnason, einn mannanna, jafnframt þeirri upplifun sem fylgdi því að hafa verið sóttur inn á hálendi Íslands af sérsveitarmönnum. „Það er ákveðin upplifun í því að vera sóttur af sérsveitarmönnum í skotheldum vestum á þyrlu Landhelgisgæslunnar (AppelSynunni) inn á hálendi Íslands og meðhöndlaður eins og stórglæpamaður fyrir það eitt að njóta náttúrunnar,“ skrifar Gunnar. Pirrings gætir jafnframt hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og dæmi eru um að fyrirtæki hafi boðið upp á ferðir að gosstöðvunum, þrátt fyrir lokanir. Jóhannes segir mikinn urg á meðal íslenskra ferðamanna, upplifunin sem fylgi því að fara að gosstöðvunum sé stórfengleg. Vísindamenn, lögregla og fjölmiðlar eru þeir einu sem hafa fengið takmarkað leyfi almannavarna til þess að vera inni á hættusvæðinu, þau skipti sem því hefur verið lokað og allt er það háð sérstökum skilmálum frá almannavörnum.Í tilkynningu frá almannavörnum frá 12. september síðastliðnum segir svæðið við eldsumbrotasvæðið sé mjög óstöðugt og að hætta á flóðum vegna eldgosa undir jökli sé yfirvofandi. Því hafi verið ákveðið að loka svæðinu norðan jökulsins. Eiturgufur séu áhyggjuefni og bráð lífshætta stafi af gasinu. Því sé ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Innlegg frá Jóhannes Jensson. Innlegg frá Gunnar Árnason. Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýjar gossprungur myndast Gosið færist nú nær jökli, nýjar gossprungur eru að myndast miðja vegu milli gömlu sprungunnar og jökuls. 5. september 2014 08:29 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30 Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum Ákvörðunin er tekin í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag. 3. september 2014 20:47 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Þrír menn sem kærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi eiga að öllum líkindum yfir höfði sér himinháa sekt sem hleypur á hundruðum þúsunda. Þeir láta hins vegar fátt stöðva sig og fóru þangað, öðru sinni, í leyfisleysi á dögunum. Í þetta sinn þó í dulargervi og komust þangað inn óáreittir. Létu þeir útbúa sérstaka merkimiða á bíl þeirra með yfirskriftinni „Íslenskar jarðrannsóknir“, settu á sig hjálm og fóru í vesti. Mennirnir vildu lítið tjá sig um málið þegar eftir því var óskað en hafa þeir fjallað töluvert um það á síðunni Ferðafrelsi á Facebook. Á þeirri síðu fara meðal annars fram margvíslegar umræður um ferðamenn og ferðamennsku á Íslandi. Þar gagnrýna þeir harðlega að lokanir við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls eigi einungis við um einstaka aðila. Í samtali við fréttastofu segir Jóhannes Jensson, einn mannanna, þá alla vera þaulvana ferðamenn, útbúna öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru í ferðir sem þessar. Því sé það óskiljanlegt að þegar svæðinu sé lokað að það skuli ekki eiga við alla sem þangað vilja fara.„Fáránleikinn algjör“ „Það virðist hinsvegar vera í góðu lagi að flestir aðrir séu á þessu lokaða hættusvæði, "fréttamenn", "ljósmyndarar", erlendir nemar, bílstjórar, aðstoðarmenn, ásamt vel tengdum vinum og vandamönnum. Þessir aðilar virðast mega valsa óhindrað um hættusvæðið, aka utanvega, taka montmyndir af sjálfum sér, flytja æsifréttir og gefa hinum puttann. Þeir eru oft á vanbúnum bílum og eru dæmi þess að þeir hafi þurft að skilja þá eftir fasta eða bensínlausa á leiðinni uppeftir,“ skrifar Jóhannes á Facebook. „Fáránleikinn er bara algjör,“ segir hann í samtali við Vísi.Mikill urgur meðal ferðamanna Þá deilir Gunnar Árnason, einn mannanna, jafnframt þeirri upplifun sem fylgdi því að hafa verið sóttur inn á hálendi Íslands af sérsveitarmönnum. „Það er ákveðin upplifun í því að vera sóttur af sérsveitarmönnum í skotheldum vestum á þyrlu Landhelgisgæslunnar (AppelSynunni) inn á hálendi Íslands og meðhöndlaður eins og stórglæpamaður fyrir það eitt að njóta náttúrunnar,“ skrifar Gunnar. Pirrings gætir jafnframt hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og dæmi eru um að fyrirtæki hafi boðið upp á ferðir að gosstöðvunum, þrátt fyrir lokanir. Jóhannes segir mikinn urg á meðal íslenskra ferðamanna, upplifunin sem fylgi því að fara að gosstöðvunum sé stórfengleg. Vísindamenn, lögregla og fjölmiðlar eru þeir einu sem hafa fengið takmarkað leyfi almannavarna til þess að vera inni á hættusvæðinu, þau skipti sem því hefur verið lokað og allt er það háð sérstökum skilmálum frá almannavörnum.Í tilkynningu frá almannavörnum frá 12. september síðastliðnum segir svæðið við eldsumbrotasvæðið sé mjög óstöðugt og að hætta á flóðum vegna eldgosa undir jökli sé yfirvofandi. Því hafi verið ákveðið að loka svæðinu norðan jökulsins. Eiturgufur séu áhyggjuefni og bráð lífshætta stafi af gasinu. Því sé ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Innlegg frá Jóhannes Jensson. Innlegg frá Gunnar Árnason.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýjar gossprungur myndast Gosið færist nú nær jökli, nýjar gossprungur eru að myndast miðja vegu milli gömlu sprungunnar og jökuls. 5. september 2014 08:29 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30 Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum Ákvörðunin er tekin í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag. 3. september 2014 20:47 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Nýjar gossprungur myndast Gosið færist nú nær jökli, nýjar gossprungur eru að myndast miðja vegu milli gömlu sprungunnar og jökuls. 5. september 2014 08:29
Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15
Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30
Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum Ákvörðunin er tekin í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag. 3. september 2014 20:47
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent