Facebook-fjárfestir sakar stjórn Twitter um að reykja gras Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. september 2014 16:53 Orð Thiel hafa vakið athygli. Orð fjárfestisins Peter Thiel um stjórnendur samskiptamiðilsins Twitter hafa vakið athygli. Thiel, sem var fyrstur til þess að leggja fé í Facebook, sagði í viðtali á CNBC að svo virtist sem stjórnendur Twitter reyktu mikið gras og það bitnaði á gengi fyrirtæksins. „Það er erfitt að meta Twitter. Fyrirtækið er mjög efnilegt en því er hræðilega illa stýrt. Líklega er mikið gras reykt þar. En vörumerkið er svo sterkt að fyrirtækinu gengur vel þrátt fyrir allt,“ sagði Thiel. Bijan Sabet, sem hefur fjárfest í Twitter, svaraði Thiel í tísti og sagði: „Ég hef aldrei hitti Peter, en orð hans eru mjög ljót, kjánaleg og röng.“ Á vef Business Insider kemur fram að annað ársfjórðungsuppgjör Twitter hafi sýnt góða afkomu; verið betra en menn á Wall Street höfðu búist við. Business Insider bendir einnig á að Thiel hafi mjög fastmótaðar hugmyndir um frumkvöðlastarfsemi. Hann telur að of margir fari í háskóla og hefur sagst vilja búa til frjálslynt ríki á palli úti á hafi. Jason Goldman, stjórnarmaður Twitter, notaði einmitt þessar hugmyndir til þess að svara Thiel: „Hversu skakkur varstu þegar þú vildi búa á palli úti á hafi? „Þetta er eins og...nei þetta *er* Vatnaveröld, maður,““ sagði Goldman í gegnum Twitter. Hér að neðan má sjá Thiel á CNBC og heyra orð hans. Hér má svo sjá tístið frá Goldman: Yo but how high were you when you decided to go live on an ocean platform. "No not like. It *is* Waterworld man." pic.twitter.com/rb3DHOfusQ— Jason Goldman (@goldman) September 17, 2014 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Orð fjárfestisins Peter Thiel um stjórnendur samskiptamiðilsins Twitter hafa vakið athygli. Thiel, sem var fyrstur til þess að leggja fé í Facebook, sagði í viðtali á CNBC að svo virtist sem stjórnendur Twitter reyktu mikið gras og það bitnaði á gengi fyrirtæksins. „Það er erfitt að meta Twitter. Fyrirtækið er mjög efnilegt en því er hræðilega illa stýrt. Líklega er mikið gras reykt þar. En vörumerkið er svo sterkt að fyrirtækinu gengur vel þrátt fyrir allt,“ sagði Thiel. Bijan Sabet, sem hefur fjárfest í Twitter, svaraði Thiel í tísti og sagði: „Ég hef aldrei hitti Peter, en orð hans eru mjög ljót, kjánaleg og röng.“ Á vef Business Insider kemur fram að annað ársfjórðungsuppgjör Twitter hafi sýnt góða afkomu; verið betra en menn á Wall Street höfðu búist við. Business Insider bendir einnig á að Thiel hafi mjög fastmótaðar hugmyndir um frumkvöðlastarfsemi. Hann telur að of margir fari í háskóla og hefur sagst vilja búa til frjálslynt ríki á palli úti á hafi. Jason Goldman, stjórnarmaður Twitter, notaði einmitt þessar hugmyndir til þess að svara Thiel: „Hversu skakkur varstu þegar þú vildi búa á palli úti á hafi? „Þetta er eins og...nei þetta *er* Vatnaveröld, maður,““ sagði Goldman í gegnum Twitter. Hér að neðan má sjá Thiel á CNBC og heyra orð hans. Hér má svo sjá tístið frá Goldman: Yo but how high were you when you decided to go live on an ocean platform. "No not like. It *is* Waterworld man." pic.twitter.com/rb3DHOfusQ— Jason Goldman (@goldman) September 17, 2014
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira