Bjarni segir vinstrimenn ekki skynja skattalækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2014 19:45 Fjármálaráðherra segir vinstrimönnum fyrirmunað á sjá skattalækkanir þegar þær blöstu við þeim. En í umræðum um fjárlagafrumvarpið sem hófust á Alþingi í dag var ráðherrann sagður ætla að standa fyrir mestu einstöku aðgerðinni til skattahækkunar sem boðuð hefði verið eftir hrun. Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á Alþingi í dag og sagði markmið þess að ná stöðugleika í efnahagsmálum, jafnvægi í ríkisfjármálum, áframhaldandi aðhaldi í rekstri, stöðvun skuldasöfnunar, lækkun skatta og hærri ráðstöfunartekjur fólks í landinu. Umdeildasti hluti fjárlagafrumvarpsins er án efa hækkun neðra þreps viðrisaukaskatts úr 7 í 12 prósent, sem eykur tekjur tekjur ríkissjóðs um 11 milljarða króna, en á móti lækkar efra þrepið og almenn vörugjöld verða aflögð. „Ég hef tekið eftir umræðu um það að með þessari þróun telji menn að hér sé hafin einhver ný frjálshyggjutilraun. Jafnvel nefnd dólgarfrjálshyggja. En dæmin sem nefnd eru þessu til stuðnings standast ekki skoðun þegar nánar er að gáð,“ segir Bjarni Benediktsson. Í frumvarpinu væru skerðingar á lífeyrisgreiðslum ellilífeyrisþega og öryrkja leiðréttar, 1,8 milljarður færi í aukin framlög til heilbrigðismála, auðleggðarskattur væri afnuminn og tryggingagjöld lækkuð svo eitthvað væri nefnt. Formaður Vinstri grænna sakaði ríkisstjórnina um að fjarlægjast hina norrænu velferð. „Og mælikvarðinn á það hvort við teljumst áfram að byggja hér upp norrænt velferðarsamfélag, eða yfirhöfuð bara íslenskt velferðarsamfélag eins og við viljum best sjá það, hann er mældur á því hvernig fólkið í landinu hefur það,“ segir fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann sagði árið 2011 að koma þyrfti í veg fyrir hækkun virðisaukaskatts með öllum leiðum enda bitnaði hún mest á þeim lægst launuðu. „Hefur einhver annar fjármálaráðherra gengið í þennan ræðustól og lagt til 11 milljarða skattahækkun á nauðsynjavörur almennings í einni aðgerð? Er þetta ekki stærsta skattahækkun, að minnsta kosti eftir hrun, sem við höfum séð á almening í landinu,“ spurði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðunni um fjárlagafrumvarpið í dag. „Það er svo fjarri vinstrimönnum í þessu landi að geta séð fyrir sér skattalækkun, að þegar hún raunverulega birtist þeim með jafn skýrum hætti og í þessu máli þá bara trúa þeir því ekki að þetta sé hún. Þeir bara afneita henni með öllu. Það bara geti ekki verið að þetta sé hægt. En þetta er hægt,“ sagði Bjarni. Enda fælu breytingar á virðisaukaskttskerfinu í sér fjögurra milljarða lækkun hans í heild sinni. Alþingi Fjárlög Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir vinstrimönnum fyrirmunað á sjá skattalækkanir þegar þær blöstu við þeim. En í umræðum um fjárlagafrumvarpið sem hófust á Alþingi í dag var ráðherrann sagður ætla að standa fyrir mestu einstöku aðgerðinni til skattahækkunar sem boðuð hefði verið eftir hrun. Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár á Alþingi í dag og sagði markmið þess að ná stöðugleika í efnahagsmálum, jafnvægi í ríkisfjármálum, áframhaldandi aðhaldi í rekstri, stöðvun skuldasöfnunar, lækkun skatta og hærri ráðstöfunartekjur fólks í landinu. Umdeildasti hluti fjárlagafrumvarpsins er án efa hækkun neðra þreps viðrisaukaskatts úr 7 í 12 prósent, sem eykur tekjur tekjur ríkissjóðs um 11 milljarða króna, en á móti lækkar efra þrepið og almenn vörugjöld verða aflögð. „Ég hef tekið eftir umræðu um það að með þessari þróun telji menn að hér sé hafin einhver ný frjálshyggjutilraun. Jafnvel nefnd dólgarfrjálshyggja. En dæmin sem nefnd eru þessu til stuðnings standast ekki skoðun þegar nánar er að gáð,“ segir Bjarni Benediktsson. Í frumvarpinu væru skerðingar á lífeyrisgreiðslum ellilífeyrisþega og öryrkja leiðréttar, 1,8 milljarður færi í aukin framlög til heilbrigðismála, auðleggðarskattur væri afnuminn og tryggingagjöld lækkuð svo eitthvað væri nefnt. Formaður Vinstri grænna sakaði ríkisstjórnina um að fjarlægjast hina norrænu velferð. „Og mælikvarðinn á það hvort við teljumst áfram að byggja hér upp norrænt velferðarsamfélag, eða yfirhöfuð bara íslenskt velferðarsamfélag eins og við viljum best sjá það, hann er mældur á því hvernig fólkið í landinu hefur það,“ segir fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann sagði árið 2011 að koma þyrfti í veg fyrir hækkun virðisaukaskatts með öllum leiðum enda bitnaði hún mest á þeim lægst launuðu. „Hefur einhver annar fjármálaráðherra gengið í þennan ræðustól og lagt til 11 milljarða skattahækkun á nauðsynjavörur almennings í einni aðgerð? Er þetta ekki stærsta skattahækkun, að minnsta kosti eftir hrun, sem við höfum séð á almening í landinu,“ spurði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í umræðunni um fjárlagafrumvarpið í dag. „Það er svo fjarri vinstrimönnum í þessu landi að geta séð fyrir sér skattalækkun, að þegar hún raunverulega birtist þeim með jafn skýrum hætti og í þessu máli þá bara trúa þeir því ekki að þetta sé hún. Þeir bara afneita henni með öllu. Það bara geti ekki verið að þetta sé hægt. En þetta er hægt,“ sagði Bjarni. Enda fælu breytingar á virðisaukaskttskerfinu í sér fjögurra milljarða lækkun hans í heild sinni.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?