Mengun á Austfjörðum: Fólk þarf að vera meðvitað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2014 12:26 Vísir/Egill Styrkur brennisteinstvíildis á Reyðarfirði er um tíu sinnum lægri í dag en hann var í hádeginu í gær. Fólk á Austfjörðum þarf þó áfram að vera meðvitað um mengun í lofti og vera tilbúið að koma sér úr aðstæðum finni það fyrir einkennum. Þetta segir Guðfinnur Sigurvinsson upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Börnum var ráðlagt að halda sig innandyra á Austfjörðum í gær og sömuleiðis þeir sem ekki ganga fullkomlega heilir til skógar. Þá var fólki ráðlagt frá því að stunda líkamsrækt utandyra. Magn SO2 í lofti mældist 2600 µg/m3 á Reyðarfirði í gær en í morgun var magnið um 250 µg/m3. Styrkur í hreinu andrúmslofti er áætlaður u.þ.b. 1 µg/m3 Guðfinnur, sem sat fund með sérfræðingum Umhverfisstofnunar í morgun, segir mengun enn til staðar og fólk þurfi að vera meðvitað um hana. Magn SO2 á Egilsstöðum mældist 155 µg/m3 í morgun. Guðfinnur leggur áherslu á að þótt mælt gildi í gær hafi verið á Reyðarfirði þá nái ráðleggingar Umhverfisstofnunar til nærliggjandi svæða líka. Það sé einfaldlega þannig að mælirinn sé á Reyðarfirði og þaðan komi því upplýsingarnar um mengun. Nú sé hins vegar einnig mælir á Egilsstöðum sem hjálpi til. „Verið er að vinna í því að flytja mæli frá Mývatni til Akureyrar og svo er í skoðun að fá fleiri færanlega mæla til að geta tekið stöðuna á fleiri stöðum,“ segir Guðfinnur.Hraunið rennur í Jökulsá á Fjöllum.Vísir/Egill AðalsteinssonSvara spurningum landsmanna Til stendur að opna undirsíðu á vef Umhverfisstofnunar í dag þar sem almenningi gefst kostur á að fá svör við spurningum sem upp koma í tengslum við mengunina. „Við verðum vör við að fólk hafi samband með alls kyns spurningar sem við getum ekki svarað í gegnum tilkynningar frá Almannavörnum,“ segir Guðfinnur. Á nýju síðunni verða allar helstu upplýsingar um hvernig eigi að bregðast við, hver einkenni séu og fleira í þeim dúrnum. Þá verði þar liðurinn spurt og svarað þar sem algengar spurningar landsmanna verða teknar saman. Reiknað er með því að opna undirsíðuna síðar í dag en þangað til er landsmönnum bent á að spyrja spurninga á Fésbókarsíðu Umhverfisstofnunar. Þá er hægt að senda póst á gos@ust.is. Bárðarbunga Tengdar fréttir Bráð lífshætta stafar af gasinu í kringum eldstöðina Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. 11. september 2014 12:16 Sagan geymir afar öflug þeytigos Sig Bárðarbunguöskjunnar um rúmlega 20 metra á stuttum tíma, og fjöldi stórra jarðskjálfta, veldur jarðvísindamönnum miklum áhyggjum. Það er ekki að ástæðulausu segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem þekkir sögu eldstöðvakerfisins út í hörgul. 11. september 2014 09:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Styrkur brennisteinstvíildis á Reyðarfirði er um tíu sinnum lægri í dag en hann var í hádeginu í gær. Fólk á Austfjörðum þarf þó áfram að vera meðvitað um mengun í lofti og vera tilbúið að koma sér úr aðstæðum finni það fyrir einkennum. Þetta segir Guðfinnur Sigurvinsson upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Börnum var ráðlagt að halda sig innandyra á Austfjörðum í gær og sömuleiðis þeir sem ekki ganga fullkomlega heilir til skógar. Þá var fólki ráðlagt frá því að stunda líkamsrækt utandyra. Magn SO2 í lofti mældist 2600 µg/m3 á Reyðarfirði í gær en í morgun var magnið um 250 µg/m3. Styrkur í hreinu andrúmslofti er áætlaður u.þ.b. 1 µg/m3 Guðfinnur, sem sat fund með sérfræðingum Umhverfisstofnunar í morgun, segir mengun enn til staðar og fólk þurfi að vera meðvitað um hana. Magn SO2 á Egilsstöðum mældist 155 µg/m3 í morgun. Guðfinnur leggur áherslu á að þótt mælt gildi í gær hafi verið á Reyðarfirði þá nái ráðleggingar Umhverfisstofnunar til nærliggjandi svæða líka. Það sé einfaldlega þannig að mælirinn sé á Reyðarfirði og þaðan komi því upplýsingarnar um mengun. Nú sé hins vegar einnig mælir á Egilsstöðum sem hjálpi til. „Verið er að vinna í því að flytja mæli frá Mývatni til Akureyrar og svo er í skoðun að fá fleiri færanlega mæla til að geta tekið stöðuna á fleiri stöðum,“ segir Guðfinnur.Hraunið rennur í Jökulsá á Fjöllum.Vísir/Egill AðalsteinssonSvara spurningum landsmanna Til stendur að opna undirsíðu á vef Umhverfisstofnunar í dag þar sem almenningi gefst kostur á að fá svör við spurningum sem upp koma í tengslum við mengunina. „Við verðum vör við að fólk hafi samband með alls kyns spurningar sem við getum ekki svarað í gegnum tilkynningar frá Almannavörnum,“ segir Guðfinnur. Á nýju síðunni verða allar helstu upplýsingar um hvernig eigi að bregðast við, hver einkenni séu og fleira í þeim dúrnum. Þá verði þar liðurinn spurt og svarað þar sem algengar spurningar landsmanna verða teknar saman. Reiknað er með því að opna undirsíðuna síðar í dag en þangað til er landsmönnum bent á að spyrja spurninga á Fésbókarsíðu Umhverfisstofnunar. Þá er hægt að senda póst á gos@ust.is.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Bráð lífshætta stafar af gasinu í kringum eldstöðina Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. 11. september 2014 12:16 Sagan geymir afar öflug þeytigos Sig Bárðarbunguöskjunnar um rúmlega 20 metra á stuttum tíma, og fjöldi stórra jarðskjálfta, veldur jarðvísindamönnum miklum áhyggjum. Það er ekki að ástæðulausu segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem þekkir sögu eldstöðvakerfisins út í hörgul. 11. september 2014 09:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Bráð lífshætta stafar af gasinu í kringum eldstöðina Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. 11. september 2014 12:16
Sagan geymir afar öflug þeytigos Sig Bárðarbunguöskjunnar um rúmlega 20 metra á stuttum tíma, og fjöldi stórra jarðskjálfta, veldur jarðvísindamönnum miklum áhyggjum. Það er ekki að ástæðulausu segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem þekkir sögu eldstöðvakerfisins út í hörgul. 11. september 2014 09:36