Aníta ætlar að halda ofurkappreið á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2014 11:02 Aníta í Mongólíu. Mynd/Facebook Aníta Margrét Aradóttir, sem tók þátt í Mongol Derby þolreiðinni í Mongólíu í ágúst, hefur stofnað fyrirtækið Icehorse Extreme. Það mun sjá um að skipuleggja kappreið og hestaferðir hér á landi. Til stendur að hafa ofurkappreiðina árið 2016. „,Það eru fjárfestar og samstarfsaðilar með mér í fyrirtækinu sem mun bjóða upp á ævintýraferðir á hestum um landið auk þess sem haldin verður ofurkappreið hér á landi árið 2016. Kappreiðin Icehorse Extreme yrði í anda Mongol Derby en sniðin að íslenska hestinum og íslensku landslagi. Þetta er spennandi dæmi og ég tel að þetta yrði góð kynning fyrir Ísland og íslenska hestinn,” segir Aníta í tilkynningu. „Augljóslega yrði kappreiðin Icehorse Extreme árið 2016 einungis fyrir ofurhuga sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig svipað og keppendurnir í Mongol Derby. Stefnan er að Icehorse Extreme yrði ekki síður erfið en Mongol Derby þótt hún verði auðvitað öðruvísi enda allt aðrar aðstæður á Íslandi en í Mongólíu. Hins vegar er ljóst að íslensk náttúra getur verið mjög erfið viðureignar eins og sú mongólska og sömu sögu má að sjálfsögðu segja um íslenska veðrið,” segir Aníta. Hún bætir við að passað verði vel upp á að fara ekki illa með náttúruna í hestaferðunum og kappreiðinni. Þá segir hún að stefnan sé sett á að ferðirnar yrðu í þremur styrktarflokkum fyrir knapa og miserfiðar og misdýrar. „Erfiðustu ferðirnar yrðu t.d. einungis fyrir mjög vana knapa sem þurfa að standast ákveðnar kröfur til að fá að taka þátt. Knaparnir yrðu að leggja á sig mikið erfiði til að eiga möguleika á að klára ferðina enda verður riðið hratt og langt. Erfiðustu ferðirnar verða dýrastar enda mest í þær lagt. Ferðirnar eru hugsaðar fyrir ævintýrafólk á öllum aldri þótt búast megi við að útlendingar verði að öllum líkindum í miklum meirhluta,” segir Aníta. Aníta segir að þátttakendur Mongol Derby hafi sýnt íslenska hestinum mikinn áhuga. „Þeim fannst íslensk reiðhefð spennandi, og nefndu þá smölun sérstaklega. Það búa klárlega mikil verðmæti í íslenska hestinum sem hægt er að nýta betur. Í mínum huga verður hann alltaf bestur, með sínar fjölbreyttu gangtegundir og einstaka karakter,” segir Aníta og bætir við að nú taki við markaðssetning og skipulagning bæði fyrir hestaferðirnar og kappreiðina.“ Hestar Tengdar fréttir Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31 Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Aníta Margrét Aradóttir, sem tók þátt í Mongol Derby þolreiðinni í Mongólíu í ágúst, hefur stofnað fyrirtækið Icehorse Extreme. Það mun sjá um að skipuleggja kappreið og hestaferðir hér á landi. Til stendur að hafa ofurkappreiðina árið 2016. „,Það eru fjárfestar og samstarfsaðilar með mér í fyrirtækinu sem mun bjóða upp á ævintýraferðir á hestum um landið auk þess sem haldin verður ofurkappreið hér á landi árið 2016. Kappreiðin Icehorse Extreme yrði í anda Mongol Derby en sniðin að íslenska hestinum og íslensku landslagi. Þetta er spennandi dæmi og ég tel að þetta yrði góð kynning fyrir Ísland og íslenska hestinn,” segir Aníta í tilkynningu. „Augljóslega yrði kappreiðin Icehorse Extreme árið 2016 einungis fyrir ofurhuga sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig svipað og keppendurnir í Mongol Derby. Stefnan er að Icehorse Extreme yrði ekki síður erfið en Mongol Derby þótt hún verði auðvitað öðruvísi enda allt aðrar aðstæður á Íslandi en í Mongólíu. Hins vegar er ljóst að íslensk náttúra getur verið mjög erfið viðureignar eins og sú mongólska og sömu sögu má að sjálfsögðu segja um íslenska veðrið,” segir Aníta. Hún bætir við að passað verði vel upp á að fara ekki illa með náttúruna í hestaferðunum og kappreiðinni. Þá segir hún að stefnan sé sett á að ferðirnar yrðu í þremur styrktarflokkum fyrir knapa og miserfiðar og misdýrar. „Erfiðustu ferðirnar yrðu t.d. einungis fyrir mjög vana knapa sem þurfa að standast ákveðnar kröfur til að fá að taka þátt. Knaparnir yrðu að leggja á sig mikið erfiði til að eiga möguleika á að klára ferðina enda verður riðið hratt og langt. Erfiðustu ferðirnar verða dýrastar enda mest í þær lagt. Ferðirnar eru hugsaðar fyrir ævintýrafólk á öllum aldri þótt búast megi við að útlendingar verði að öllum líkindum í miklum meirhluta,” segir Aníta. Aníta segir að þátttakendur Mongol Derby hafi sýnt íslenska hestinum mikinn áhuga. „Þeim fannst íslensk reiðhefð spennandi, og nefndu þá smölun sérstaklega. Það búa klárlega mikil verðmæti í íslenska hestinum sem hægt er að nýta betur. Í mínum huga verður hann alltaf bestur, með sínar fjölbreyttu gangtegundir og einstaka karakter,” segir Aníta og bætir við að nú taki við markaðssetning og skipulagning bæði fyrir hestaferðirnar og kappreiðina.“
Hestar Tengdar fréttir Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31 Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31
Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29
Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06
Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43
Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09