Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2014 14:28 "Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök.“ Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu aðstoðarmanns innanríkisráðherra á hendur tveimur blaðamönnum DV. Telur hann að málinu hafi formlega lokið með leiðréttingu blaðamannana og óskar eftir skilningi á mikilvægi tjáningarfrelsis og fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Þá gagnrýnir hann íslenska dómstóla og segir þá verða að hafa mikilvægi fjölmiðla í huga. „Mér finnst fráleitt yfir höfuð að stefna þessum blaðamönnum. Þeir gerðu mistök og báðust afsökunar á því. Þar með á málinu að vera lokið. Það er sorglegt að viðkomandi telji nauðsynlegt að grípa til þessara ráða,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, krefst þess að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til eins árs fangelsisvistar vegna fréttaskrifa um hana í júní og að þeir greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hjálmar segir íslenska dómstóla ekki standa sig nægilega vel í að standa vörð um tjáningarfrelsi og hlutverk fjölmiðla, líkt og kveðið er á í mannréttindasáttmálum. „Að fjalla um erfið og mikilvæg mál er auðvitað hluti af starfinu. En mér finnst vanta upp á skilning og mikilvægi tjáningarfrelsisins og mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Íslenskir dómstólar mættu standa sig miklu betur og hafa það hugfastara að það er mikilvægur hlutur sem fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Það skiptir máli fyrir okkur öll að búa í gangsæu samfélagi,“ segir Hjálmar. Fréttin tengist lekamálinu svokallaða þar sem haldið var fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, en í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi rökstuddan grun um að „starfsmaður B“ væri sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. DV dró fréttina til baka samdægurs og báðust afsökunar á mistökunum. „Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök og maður auðvitað biðst afsökunar og leiðréttir þau. Mistökin leiðrétta sig ekkert frekar með því að höfða dómsmál. Ég sé ekki að það náist nokkuð fram með því, nema þetta sé hefnigirni eða eitthvað slíkt,“ segir Hjálmar að lokum. Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu aðstoðarmanns innanríkisráðherra á hendur tveimur blaðamönnum DV. Telur hann að málinu hafi formlega lokið með leiðréttingu blaðamannana og óskar eftir skilningi á mikilvægi tjáningarfrelsis og fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Þá gagnrýnir hann íslenska dómstóla og segir þá verða að hafa mikilvægi fjölmiðla í huga. „Mér finnst fráleitt yfir höfuð að stefna þessum blaðamönnum. Þeir gerðu mistök og báðust afsökunar á því. Þar með á málinu að vera lokið. Það er sorglegt að viðkomandi telji nauðsynlegt að grípa til þessara ráða,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, krefst þess að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til eins árs fangelsisvistar vegna fréttaskrifa um hana í júní og að þeir greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hjálmar segir íslenska dómstóla ekki standa sig nægilega vel í að standa vörð um tjáningarfrelsi og hlutverk fjölmiðla, líkt og kveðið er á í mannréttindasáttmálum. „Að fjalla um erfið og mikilvæg mál er auðvitað hluti af starfinu. En mér finnst vanta upp á skilning og mikilvægi tjáningarfrelsisins og mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Íslenskir dómstólar mættu standa sig miklu betur og hafa það hugfastara að það er mikilvægur hlutur sem fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Það skiptir máli fyrir okkur öll að búa í gangsæu samfélagi,“ segir Hjálmar. Fréttin tengist lekamálinu svokallaða þar sem haldið var fram að Þórey væri hinn svokallaði „starfsmaður B“, sem vísað er til í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, en í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi rökstuddan grun um að „starfsmaður B“ væri sá sem lak minnisskjali um Tony Omos, hælisleitanda. DV dró fréttina til baka samdægurs og báðust afsökunar á mistökunum. „Við erum öll mannleg og það er mannlegt að gera mistök og maður auðvitað biðst afsökunar og leiðréttir þau. Mistökin leiðrétta sig ekkert frekar með því að höfða dómsmál. Ég sé ekki að það náist nokkuð fram með því, nema þetta sé hefnigirni eða eitthvað slíkt,“ segir Hjálmar að lokum.
Lekamálið Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25