LeBron gæti fengið "Popovich“ meðhöndlun hjá David Blatt Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. október 2014 22:30 Skytturnar þrjár hjá Cavaliers vísir/afp David Blatt þjálfari Cleveland Cavaliers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum segir koma til greina að hvíla LeBron James reglulega á keppnistímabilinu sem hefst síðustu vikuna í október. Undirbúningstímabilið er ný hafið hjá liðunum í NBA og hefur LeBron sem gekk til liðs við Cavaliers að nýju í sumar átt við bakmeiðsli að stríða. LeBron fékk hvíld frá æfingum í gær og sagði Blatt að hann væri opinn fyrir þeirri hugmynd að hvíla stórstjörnu sína reglulega á tímabilinu til að tryggja að hann verði í sínu besta formi þegar í úrslitakeppnina er komið. Blatt gerði lítið úr meiðslum LeBron og benti á að aðrir af reyndari leikmönnum liðsins, Mike Miller, Anderson Varejao og Shawn Marion, hafi einnig fengið hvíld frá álaginu sem fylgir fyrstu æfingum undirbúningstímabilsins. „Þetta hefur ekki verið skipulagt á þessum tímapunkti. Við höfum ekki farið yfir það hvaða leikjum eða hvaða æfingum hann mun sleppa. Ef þetta gerist mun það snúast um þörf,“ sagði Blatt um hugsanlegar hvíldi LeBon James. Cavaliers mætir Maccabi Tel-Aviv, fyrrum lærisveinum Blatt, í fyrsta æfingaleik sínum á morgun sunnudag og er talið að LeBron verði með í leiknum. LeBron hefur leikið 842 af 886 leikjum liða sinna í deildarkeppni NBA á 11 ára ferli sínum í deildinni en hann verður þrítugur í desember og líkaminn mun ekki þola þetta mikla álag til lengdar. „Ég hef tekið eftir því hvað Pop (Gregg Popovich þjálfari San Antonio Spurs) gerir því hann gerir þetta vel,“ sagði Blatt. „Leikmenn eru hér til að spila og það er okkar starf að sjá til þess að þeir séu tilbúnir og að halda þeim heilum. Stundum þarftu að vita hvenær þú átt að hvíla leikmenn án þess að það komi niður á liðinu.“ NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
David Blatt þjálfari Cleveland Cavaliers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum segir koma til greina að hvíla LeBron James reglulega á keppnistímabilinu sem hefst síðustu vikuna í október. Undirbúningstímabilið er ný hafið hjá liðunum í NBA og hefur LeBron sem gekk til liðs við Cavaliers að nýju í sumar átt við bakmeiðsli að stríða. LeBron fékk hvíld frá æfingum í gær og sagði Blatt að hann væri opinn fyrir þeirri hugmynd að hvíla stórstjörnu sína reglulega á tímabilinu til að tryggja að hann verði í sínu besta formi þegar í úrslitakeppnina er komið. Blatt gerði lítið úr meiðslum LeBron og benti á að aðrir af reyndari leikmönnum liðsins, Mike Miller, Anderson Varejao og Shawn Marion, hafi einnig fengið hvíld frá álaginu sem fylgir fyrstu æfingum undirbúningstímabilsins. „Þetta hefur ekki verið skipulagt á þessum tímapunkti. Við höfum ekki farið yfir það hvaða leikjum eða hvaða æfingum hann mun sleppa. Ef þetta gerist mun það snúast um þörf,“ sagði Blatt um hugsanlegar hvíldi LeBon James. Cavaliers mætir Maccabi Tel-Aviv, fyrrum lærisveinum Blatt, í fyrsta æfingaleik sínum á morgun sunnudag og er talið að LeBron verði með í leiknum. LeBron hefur leikið 842 af 886 leikjum liða sinna í deildarkeppni NBA á 11 ára ferli sínum í deildinni en hann verður þrítugur í desember og líkaminn mun ekki þola þetta mikla álag til lengdar. „Ég hef tekið eftir því hvað Pop (Gregg Popovich þjálfari San Antonio Spurs) gerir því hann gerir þetta vel,“ sagði Blatt. „Leikmenn eru hér til að spila og það er okkar starf að sjá til þess að þeir séu tilbúnir og að halda þeim heilum. Stundum þarftu að vita hvenær þú átt að hvíla leikmenn án þess að það komi niður á liðinu.“
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira