„Sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2014 21:42 Barnungur systursonur fanga sem situr á Litla-Hrauni þótti ekki æskilegur gestur í afmælisveislu vinar síns vegna brota frænda síns. Ágúst Georg Csillag var árið 2012 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl en hann var gestur Lóu Pind í öðrum þætti Bresta sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. „Það var ein mamman sem sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf og að fólk væri að deyja af eiturlyfjum,“ sagði Ágúst, sem kýs að láta kalla sig Áka. Áki, sem er 22 ára, leiddist ungur inn í heim fíkniefna og afbrota en tólf ára gamall byrjaði hann að reykja hass. Hann reykti síðustu jónuna í Danmörku árið 2012, rétt áður en hann var handtekinn og sendur í meðferð. Hann segist aldrei ætla aftur í meðferð. „Maður fer á nokkra fundi og þarf að tala um tilfinningar sínar. Ég nenni því ekki. Og þú veist ekki hvort þú getir treyst liðinu þarna inni. Ég hef brennt mig á þessu.“ Áki er bæði í námi og vinnu á Litla-Hrauni en segir stærstu áskorun tilverunnar vera að fá tímann til að líða. Þá segir hann réttindi fanga of lítil og telur fangelsi á Íslandi langt á eftir sínum samtíma. „Þegar ég kom hingað fyrst þá fékk ég ekki einu sinni öskubakka. Ég þurfti að aska í flösku eins og róni,“ segir Áki. „Það vantar alla umbun. Til dæmis í Frakklandi geta fangar fengið gæludýr. Gullfisk eða páfagauk. “ Kynferðisbrotamenn eru að hans sögn neðst í fæðukeðjunni en segir hann þeim umbunað um of í fangelsinu. Þeir fái forgang í verslun, líkamsrækt og alla þá þjónustu sem föngum er boðið upp á. „Það þarf að níðast á barni til að fá réttindi í þessu fangelsi.“ Ágúst var ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Stutt brot úr þættinum má sjá hér fyrir ofan. Brestir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Barnungur systursonur fanga sem situr á Litla-Hrauni þótti ekki æskilegur gestur í afmælisveislu vinar síns vegna brota frænda síns. Ágúst Georg Csillag var árið 2012 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl en hann var gestur Lóu Pind í öðrum þætti Bresta sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. „Það var ein mamman sem sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf og að fólk væri að deyja af eiturlyfjum,“ sagði Ágúst, sem kýs að láta kalla sig Áka. Áki, sem er 22 ára, leiddist ungur inn í heim fíkniefna og afbrota en tólf ára gamall byrjaði hann að reykja hass. Hann reykti síðustu jónuna í Danmörku árið 2012, rétt áður en hann var handtekinn og sendur í meðferð. Hann segist aldrei ætla aftur í meðferð. „Maður fer á nokkra fundi og þarf að tala um tilfinningar sínar. Ég nenni því ekki. Og þú veist ekki hvort þú getir treyst liðinu þarna inni. Ég hef brennt mig á þessu.“ Áki er bæði í námi og vinnu á Litla-Hrauni en segir stærstu áskorun tilverunnar vera að fá tímann til að líða. Þá segir hann réttindi fanga of lítil og telur fangelsi á Íslandi langt á eftir sínum samtíma. „Þegar ég kom hingað fyrst þá fékk ég ekki einu sinni öskubakka. Ég þurfti að aska í flösku eins og róni,“ segir Áki. „Það vantar alla umbun. Til dæmis í Frakklandi geta fangar fengið gæludýr. Gullfisk eða páfagauk. “ Kynferðisbrotamenn eru að hans sögn neðst í fæðukeðjunni en segir hann þeim umbunað um of í fangelsinu. Þeir fái forgang í verslun, líkamsrækt og alla þá þjónustu sem föngum er boðið upp á. „Það þarf að níðast á barni til að fá réttindi í þessu fangelsi.“ Ágúst var ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Stutt brot úr þættinum má sjá hér fyrir ofan.
Brestir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira