Vilja færa og stækka Jökulsárbrú svo hún standist Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2014 20:15 Gamla brúin er einbreið og frá árinu 1947. Ljósmynd/Pjetur. Vegagerðin hefur vegna ógnar frá Bárðarbungu ákveðið að endurhanna nýja brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Velja á nýtt brúarstæði og smíða stærri brú sem líklegri er til að standast hamfarir.Svona átti nýja brúin að líta út. Nú er stefnt að því að hún verði lengri og hærri.Mynd/Vegagerðin.Það má kannski segja að gamla brúin sé orðin löggilt gamalmenni, 67 ára gömul, hún er einbreið og ber ekki þyngstu trukka. Vegagerðin var því búin að hanna nýja brú, sem átti að verða 230 metra löng og um hálfum kílómetra ofar í ánni og stóð til að bjóða verkið út nú í haust.Áformað var að nýja brúin kæmi hálfum kílómetra ofar í Jökulsá. Nú er rætt um að hún færist enn ofar.Mynd/Vegagerðin.Óróinn í Bárðarbungu varð hins vegar til þess að Vegagerðin ákvað að bíða með útboðið, enda er þetta talinn líklegastur farvegur jökulhlaups vegna eldgoss undir jökli, og nú hefur verið ákveðið endurskoða áformin.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Stöð 2 að sú vinna sé þegar hafin. Bæði sé verið að skoða aðra útfærslu á brúnni og annað brúarstæði með tilliti til þeirra atburða sem séu í gangi og hugsanlegra flóða. Markmiðið er að ný brú á þessari mikilvægu samgönguæð, sjálfum hringveginum, geti staðið af sér hlaup og því vilja menn finna stað þar sem meira pláss verður til að beina vatninu framhjá brúnni. „Það er aðeins ofar í farveginum og lengri og hærri brú, sem miklu meiri líkur væri á að myndi standast hlaup, bæði meira pláss undir brúnni og líka auðveldara fyrir vatnið að fara sitt hvoru megin við hana,“ segir vegamálastjóri.Hraunið hefur nú í sex vikur verið að mjakast út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Kverkfjöll í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24 Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Vegagerðin hefur vegna ógnar frá Bárðarbungu ákveðið að endurhanna nýja brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Velja á nýtt brúarstæði og smíða stærri brú sem líklegri er til að standast hamfarir.Svona átti nýja brúin að líta út. Nú er stefnt að því að hún verði lengri og hærri.Mynd/Vegagerðin.Það má kannski segja að gamla brúin sé orðin löggilt gamalmenni, 67 ára gömul, hún er einbreið og ber ekki þyngstu trukka. Vegagerðin var því búin að hanna nýja brú, sem átti að verða 230 metra löng og um hálfum kílómetra ofar í ánni og stóð til að bjóða verkið út nú í haust.Áformað var að nýja brúin kæmi hálfum kílómetra ofar í Jökulsá. Nú er rætt um að hún færist enn ofar.Mynd/Vegagerðin.Óróinn í Bárðarbungu varð hins vegar til þess að Vegagerðin ákvað að bíða með útboðið, enda er þetta talinn líklegastur farvegur jökulhlaups vegna eldgoss undir jökli, og nú hefur verið ákveðið endurskoða áformin.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Stöð 2 að sú vinna sé þegar hafin. Bæði sé verið að skoða aðra útfærslu á brúnni og annað brúarstæði með tilliti til þeirra atburða sem séu í gangi og hugsanlegra flóða. Markmiðið er að ný brú á þessari mikilvægu samgönguæð, sjálfum hringveginum, geti staðið af sér hlaup og því vilja menn finna stað þar sem meira pláss verður til að beina vatninu framhjá brúnni. „Það er aðeins ofar í farveginum og lengri og hærri brú, sem miklu meiri líkur væri á að myndi standast hlaup, bæði meira pláss undir brúnni og líka auðveldara fyrir vatnið að fara sitt hvoru megin við hana,“ segir vegamálastjóri.Hraunið hefur nú í sex vikur verið að mjakast út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Kverkfjöll í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24 Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24
Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16
Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30
Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00