Alfreð fékk ekki margar mínútur í tapi Sociedad Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 00:01 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason þurfti að sætta sig að byrja á bekknum og það að koma ekki inná fyrr en á 84. mínútu þegar lið hans Real Sociedad tapaði 0-1 í kvöld á heimavelli á móti Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staða Real Sociedad í botnbaráttunni batnaði ekki við þetta en liðið hefur nú ekki unnið í síðustu átta deildarleikjum sínum og aðeins náð í samtals sex stig í fyrstu tíu umferðunum. Stuðningsmenn liðsins púuðu líka á sína menn í San Sebastián í kvöld. Alfreð var búinn að byrja tvo síðustu leiki Real Sociedad en hann á enn eftir að skora fyrir liðið og það breytist að sjálfsögðu ekki á meðan hann þarf að dúsa svona mikið á bekknum. Jagoba Arrasate, þjálfari Real Sociedad, lét Carlos Vela byrja sem fremsta mann en framherjarnir Alfreð og Imanol Agirretxe byrjuðu báðir á bekknum. Fyrri hálfleikurinn var hrútleiðinlegur og bauð ekki upp á neitt spennandi en það var meira um að vera í seinni hálfleiknum. Juanmi skoraði mark Málága á 72. mínútu eftir skyndisókn og frábæran undirbúning Marokkómannsins Nordin Amrabat. Arrasate setti Imanol Agirretxe inn á völlinn á 67. mínútu og færði Carlos Vela út á kantinn en þjálfarinn var lengi að bæta við manni í sóknina. Alfreð hitaði heillengi upp á hliðarlínunni og fékk loksins að koma inná völlinn á 84. mínútu. Íslenski framherjinn fékk fimm mínútna uppbótartíma en tókst ekki að skora frekar en félögum hans. Alfreð lét strax finna fyrir sér og Real Sociedad skoraði fljótlega en markið var dæmt af vegna þess að Alfreð var dæmdur brotlegur. Málaga fékk besta færið eftir að Alfreð kom inná völlinn en Sergi Darder skaut þá í stöngina í uppbótartíma. Þjálfarastóll Jagoba Arrasate er nú orðinn sjóðheitur og það eru háværar sögusagnir í gangi um að hann verði rekinn og David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, taki við baskaliðinu í staðinn. Spænski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason þurfti að sætta sig að byrja á bekknum og það að koma ekki inná fyrr en á 84. mínútu þegar lið hans Real Sociedad tapaði 0-1 í kvöld á heimavelli á móti Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staða Real Sociedad í botnbaráttunni batnaði ekki við þetta en liðið hefur nú ekki unnið í síðustu átta deildarleikjum sínum og aðeins náð í samtals sex stig í fyrstu tíu umferðunum. Stuðningsmenn liðsins púuðu líka á sína menn í San Sebastián í kvöld. Alfreð var búinn að byrja tvo síðustu leiki Real Sociedad en hann á enn eftir að skora fyrir liðið og það breytist að sjálfsögðu ekki á meðan hann þarf að dúsa svona mikið á bekknum. Jagoba Arrasate, þjálfari Real Sociedad, lét Carlos Vela byrja sem fremsta mann en framherjarnir Alfreð og Imanol Agirretxe byrjuðu báðir á bekknum. Fyrri hálfleikurinn var hrútleiðinlegur og bauð ekki upp á neitt spennandi en það var meira um að vera í seinni hálfleiknum. Juanmi skoraði mark Málága á 72. mínútu eftir skyndisókn og frábæran undirbúning Marokkómannsins Nordin Amrabat. Arrasate setti Imanol Agirretxe inn á völlinn á 67. mínútu og færði Carlos Vela út á kantinn en þjálfarinn var lengi að bæta við manni í sóknina. Alfreð hitaði heillengi upp á hliðarlínunni og fékk loksins að koma inná völlinn á 84. mínútu. Íslenski framherjinn fékk fimm mínútna uppbótartíma en tókst ekki að skora frekar en félögum hans. Alfreð lét strax finna fyrir sér og Real Sociedad skoraði fljótlega en markið var dæmt af vegna þess að Alfreð var dæmdur brotlegur. Málaga fékk besta færið eftir að Alfreð kom inná völlinn en Sergi Darder skaut þá í stöngina í uppbótartíma. Þjálfarastóll Jagoba Arrasate er nú orðinn sjóðheitur og það eru háværar sögusagnir í gangi um að hann verði rekinn og David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, taki við baskaliðinu í staðinn.
Spænski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira