Hinn 49 ára gamli Hopkins laminn í klessu í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2014 11:45 Vísir/Getty Bernard Hopkins (49 ára að verða 50 ára) er elsti handhafi heimsmeistaratitils í boxi en í nótt missti hann tvo heimsmeistaratitla í léttþungavigt til Sergej Kovalev í beinni á Stöð 2 Sport. Sergej Kovalev er átján árum yngri en Hopkins og vann einróma sigur en gamli karlinn hélt þó út í tólf lotur. Kovalev lamdi Hopkins niður í fyrstu lotu og fór illa með andstæðinginn sinn sérstaklega í tólftu og síðustu lotunni sem má sjá hér fyrir neðan. Kovalev hefur ekki tapað í hringnum og 23 af 26 bardögum hans hafa endað með rothöggi. Eftir sigurinn í nótt er hann nú handhafi þriggja heimsmeistaratitla í léttþungavigt. Rússinn tók IBF og WBA titlana af Hopkins og var handhafi WBO-titilsins. „Ég vildi sýna aðdáendum mínum að ég kynni að voxa og ég gerði það," sagði Sergej Kovalev eftir bardagann. „Ég reyndi að rota hann í tólftu lotunni en hann varðist frábærlega. Hann er besti boxarinn í mínum flokki," bætti Kovalev við. Kovalev náði 38 höggum á Hopkins í lokalotunni sem má eins og áður sagði sjá hér fyrir neðan. Bernard Hopkins, sem er algjör goðsögn í boxheiminum, er í mögnuðu formi þrátt fyrir að vera að detta í fimmtugt strax eftir áramótin. Hopkins átti þó engin svör í nótt og þetta er líklega síðasti bardaginn hans á ferlinum. Hopkins var dæmdur í fangelsi 17 ára gamall og lærði að boxa í steinunum. Hann kom út fimm árum síðar og fór fljótlega að berjast í hringnum. Árið 2009 varð hann fyrsti boxarinn til að vinna beltin hjá öllum stóru samböndunum, IBF, WBA, WBO og WBC. Hopkins bætti tvisvar sinnum metið yfir elsta heimsmeistaranna, fyrst þegar hann var 46 ára árið 2011 og svo aftur tveimur árum síðar.Tólfta og síðasta lotan í bardaga Kovalev og Hopkins í nótt. (Henry Birgir Gunnarsson lýsir) Box Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Bernard Hopkins (49 ára að verða 50 ára) er elsti handhafi heimsmeistaratitils í boxi en í nótt missti hann tvo heimsmeistaratitla í léttþungavigt til Sergej Kovalev í beinni á Stöð 2 Sport. Sergej Kovalev er átján árum yngri en Hopkins og vann einróma sigur en gamli karlinn hélt þó út í tólf lotur. Kovalev lamdi Hopkins niður í fyrstu lotu og fór illa með andstæðinginn sinn sérstaklega í tólftu og síðustu lotunni sem má sjá hér fyrir neðan. Kovalev hefur ekki tapað í hringnum og 23 af 26 bardögum hans hafa endað með rothöggi. Eftir sigurinn í nótt er hann nú handhafi þriggja heimsmeistaratitla í léttþungavigt. Rússinn tók IBF og WBA titlana af Hopkins og var handhafi WBO-titilsins. „Ég vildi sýna aðdáendum mínum að ég kynni að voxa og ég gerði það," sagði Sergej Kovalev eftir bardagann. „Ég reyndi að rota hann í tólftu lotunni en hann varðist frábærlega. Hann er besti boxarinn í mínum flokki," bætti Kovalev við. Kovalev náði 38 höggum á Hopkins í lokalotunni sem má eins og áður sagði sjá hér fyrir neðan. Bernard Hopkins, sem er algjör goðsögn í boxheiminum, er í mögnuðu formi þrátt fyrir að vera að detta í fimmtugt strax eftir áramótin. Hopkins átti þó engin svör í nótt og þetta er líklega síðasti bardaginn hans á ferlinum. Hopkins var dæmdur í fangelsi 17 ára gamall og lærði að boxa í steinunum. Hann kom út fimm árum síðar og fór fljótlega að berjast í hringnum. Árið 2009 varð hann fyrsti boxarinn til að vinna beltin hjá öllum stóru samböndunum, IBF, WBA, WBO og WBC. Hopkins bætti tvisvar sinnum metið yfir elsta heimsmeistaranna, fyrst þegar hann var 46 ára árið 2011 og svo aftur tveimur árum síðar.Tólfta og síðasta lotan í bardaga Kovalev og Hopkins í nótt. (Henry Birgir Gunnarsson lýsir)
Box Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira