Óttast að missa af því að spila með Sinfó Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2014 17:51 Enn hafa samningar ekki tekist í kjaradeilu tónlistarskólakennara við sveitarfélögin en þeir hafa nú verið í verkfalli í hálfan mánuð. Ungir tónlistarmenn í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts óttast að missa af því að spila á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands vegna þessa. Tónlistarskólakennarar sem ekki eru í FÍH hófu verkfall hinn 22. október og krefjast þess að fá sömu laun og samið hefur verið um við grunnskólakennara, en ekkert hefur gengið í að ná samningum og ætla kennararnir að minna á sig fyrir tónleika Sinfónínunnar í Hörpu í kvöld. Það er almennt talið að ungmenni hafi gott af því að læra tónlist en þessa dagana fá þúsundir þeirra enga kennslu vegna verkfalls tónlistarkennara. Við hittum þau Sævar Breka Einarsson básúnuleikara og Láru Björk Birgisdóttur þar sem þau spiluðu fyrir okkur í Mjóddinni í dag. „Ég fæ smá kennslu í tónlistarskóla Sigursveins,“ segir Sævar Breki en kennarar hjá Sigursveini eru í FÍH en ekki Kennnarasambandinu og eru því ekki í verkfalli. Lára Björk sem er í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með Sævari Breka hefur hins vegar enga kennslu fengið í tvær vikur. „Þetta hefur mjög mikil áhrif sérstaklega á okkur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, þar sem við munum hugsanlega missa af tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni. Það er mjög mikið að eyðileggjast,“ segir Lára Björk. En krakkarnir hafa nú þegar æft sig mikið fyrir tónleikana og foreldrar, ættingjar og vinir fjárfest í miðum til að sjá þau. Krakkarnir segja tónlistarnámið gefa þeim mikið og styrkja í öðru námi. „Já tónlistin er mjög mikilvæg bæði í námi og leik. Maður kynnist mikið af krökkum í gegnum tónlistina og síðan getur hún hjálpað manni mjög mikið í námi upp á einbeitingu og svona,“ segir Sævar Breki. Og skilaboð ungu tónlistarmannanna eru einföld. „Reynum að semja sem fyrst á friðsamlegum nótum,“ segir Sævar Breki. „Já, sammála, semja strax,“ segir Lára Björk. En ef þau og krakkarnir sem eru með þeim í skólahljómsveitinni geta ekki byrjað að æfa fyrir 15. nóvember næst komandi, eru allar líkur á að ekkert verði af því að krakkarnir fái að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum hennar. Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Enn hafa samningar ekki tekist í kjaradeilu tónlistarskólakennara við sveitarfélögin en þeir hafa nú verið í verkfalli í hálfan mánuð. Ungir tónlistarmenn í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts óttast að missa af því að spila á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands vegna þessa. Tónlistarskólakennarar sem ekki eru í FÍH hófu verkfall hinn 22. október og krefjast þess að fá sömu laun og samið hefur verið um við grunnskólakennara, en ekkert hefur gengið í að ná samningum og ætla kennararnir að minna á sig fyrir tónleika Sinfónínunnar í Hörpu í kvöld. Það er almennt talið að ungmenni hafi gott af því að læra tónlist en þessa dagana fá þúsundir þeirra enga kennslu vegna verkfalls tónlistarkennara. Við hittum þau Sævar Breka Einarsson básúnuleikara og Láru Björk Birgisdóttur þar sem þau spiluðu fyrir okkur í Mjóddinni í dag. „Ég fæ smá kennslu í tónlistarskóla Sigursveins,“ segir Sævar Breki en kennarar hjá Sigursveini eru í FÍH en ekki Kennnarasambandinu og eru því ekki í verkfalli. Lára Björk sem er í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með Sævari Breka hefur hins vegar enga kennslu fengið í tvær vikur. „Þetta hefur mjög mikil áhrif sérstaklega á okkur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, þar sem við munum hugsanlega missa af tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni. Það er mjög mikið að eyðileggjast,“ segir Lára Björk. En krakkarnir hafa nú þegar æft sig mikið fyrir tónleikana og foreldrar, ættingjar og vinir fjárfest í miðum til að sjá þau. Krakkarnir segja tónlistarnámið gefa þeim mikið og styrkja í öðru námi. „Já tónlistin er mjög mikilvæg bæði í námi og leik. Maður kynnist mikið af krökkum í gegnum tónlistina og síðan getur hún hjálpað manni mjög mikið í námi upp á einbeitingu og svona,“ segir Sævar Breki. Og skilaboð ungu tónlistarmannanna eru einföld. „Reynum að semja sem fyrst á friðsamlegum nótum,“ segir Sævar Breki. „Já, sammála, semja strax,“ segir Lára Björk. En ef þau og krakkarnir sem eru með þeim í skólahljómsveitinni geta ekki byrjað að æfa fyrir 15. nóvember næst komandi, eru allar líkur á að ekkert verði af því að krakkarnir fái að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum hennar.
Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira