Allt að 90% verðmunur á lausasölulyfjum Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2014 11:26 Lægsta verðið var oftast að finna hjá Lyfjaveri Suðurlandsbraut, eða í 24 tilvikum af 68, og Garðs Apóteki Sogavegi í 22 tilvikum. Vísir Mikill verðmunur er á lausasölulyfjum í apótekum landsins, en verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 68 algengum lyfjum sem seld eru án lyfseðils víðsvegar á landinu. Könnunin var gerð 3. nóvember 2014 þegar farið var í 21 apótek, en Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni. „Verðmunur á lausasölulyfjum var frá 18% upp í 89%, en oftast var fjórðungs til helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Lyfjaveri Suðurlandsbraut, eða í 24 tilvikum af 68, og Garðs Apóteki Sogavegi í 22 tilvikum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Lyfju Ísafirði eða í 19 tilvikum af 68 og hjá Lyfsalanum Álfheimum í 16 tilvikum. „Mestur verðmunur í könnuninni var á 15 stk. af Ovestin hormóni sem var dýrast á 2.443 kr. hjá Apóteki Vesturlands en ódýrast á 1.290 kr. hjá Siglufjarðar Apóteki sem er 1.153 kr. verðmunur eða 89%. Minnstur verðmunur í könnuninni var á Nicorette Invisibel forðaplástri (7 stk. 25 mg./16 klst.) sem var dýrastur á 4.135 kr. hjá Lyf og heilsu Hveragerði en ódýrastur á 3.490 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 645 kr. verðmunur eða 18%. Af öðrum algengum lausasölulyfjum sem til eru hjá öllum söluaðilum má nefna verkjalyfið Pinex junior (250 mg. – 10 stk.) sem var dýrast á 469 kr. hjá Lyfju en ódýrast á 354 kr. hjá Apótekinu Hólagarði, sem er 32 % verðmunur. Neyðargetnaðarvörnin Postinor (1 stk. 1,5 mg.) var dýrust á 3.140 kr. hjá Lyfju en ódýrust á 1.660 kr. hjá Apóteki Suðurnesja sem er 1.480 kr verðmunur eða 89%. Frunsukremið Vectavir (1%, 2 gr.) var dýrast á 1.708 kr. hjá Lyfsalanum Álfheimum en ódýrast á 1.230 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 39% verðmunur. Endaþarmslausnin Microlax (5 ml. 4 stk.) var dýrust á 1.433 kr. hjá Lyfju en ódýrust á 1.060 kr. hjá Lyfjaveri sem er 35% verðmunur. Athygli vekur að lyfsölukeðjur sem ætla mætti að í krafti stærðarhagkvæmni gætu boðið upp á hagstæðari verð en smærri aðilar á markaði eru ekki að gera það. Verðlagseftirlitið vill hvetja neytendur til að spyrja um samheitalyf, sem gætu verið á hagstæðara verði og athuga með afsláttakjör. Könnunin var gerð í eftirtöldum apótekum: Apóteki Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11; Apótekarinn Hafnarstræti 95, Akureyri; Apótekinu Hólagarði, Lóuhólum 2-6; Garðs Apóteki, Sogavegi 108; Lyf og heilsa Hveragerði; Borgar Apóteki, Borgartúni; Lyfju Ísafirði; Lyfjavali Álftamýri, Álftamýri 1-5; Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22; Reykjavíkur Apóteki, Seljavegi 2; Rima Apóteki, Langarima 21; Skipholts Apóteki, Skipholti 50B; Urðarapóteki, Vínlandsleið 16; Akureyrarapóteki, Kaupangi við Mýrarveg; Apóteki Vesturlands, Smiðjuvöllum 32, Akranesi; Siglufjarðar Apóteki, Norðurgötu 4B; Apóteki Garðabæjar, Litlatúni 3; Apóteki Suðurnesja, Reykjanesbæ; Gamla apótekinu Melhaga 20-22; Lyfsalanum, Álfheimum 74; Austurbæjar Apóteki, Ögurhvarfi 3. Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu eins og áður segir þátttöku í könnuninni. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila,“ segir í tilkynningunni.Nánar má lesa um könnunina á vef ASÍ. Lyf Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Mikill verðmunur er á lausasölulyfjum í apótekum landsins, en verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 68 algengum lyfjum sem seld eru án lyfseðils víðsvegar á landinu. Könnunin var gerð 3. nóvember 2014 þegar farið var í 21 apótek, en Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni. „Verðmunur á lausasölulyfjum var frá 18% upp í 89%, en oftast var fjórðungs til helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Lyfjaveri Suðurlandsbraut, eða í 24 tilvikum af 68, og Garðs Apóteki Sogavegi í 22 tilvikum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Lyfju Ísafirði eða í 19 tilvikum af 68 og hjá Lyfsalanum Álfheimum í 16 tilvikum. „Mestur verðmunur í könnuninni var á 15 stk. af Ovestin hormóni sem var dýrast á 2.443 kr. hjá Apóteki Vesturlands en ódýrast á 1.290 kr. hjá Siglufjarðar Apóteki sem er 1.153 kr. verðmunur eða 89%. Minnstur verðmunur í könnuninni var á Nicorette Invisibel forðaplástri (7 stk. 25 mg./16 klst.) sem var dýrastur á 4.135 kr. hjá Lyf og heilsu Hveragerði en ódýrastur á 3.490 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 645 kr. verðmunur eða 18%. Af öðrum algengum lausasölulyfjum sem til eru hjá öllum söluaðilum má nefna verkjalyfið Pinex junior (250 mg. – 10 stk.) sem var dýrast á 469 kr. hjá Lyfju en ódýrast á 354 kr. hjá Apótekinu Hólagarði, sem er 32 % verðmunur. Neyðargetnaðarvörnin Postinor (1 stk. 1,5 mg.) var dýrust á 3.140 kr. hjá Lyfju en ódýrust á 1.660 kr. hjá Apóteki Suðurnesja sem er 1.480 kr verðmunur eða 89%. Frunsukremið Vectavir (1%, 2 gr.) var dýrast á 1.708 kr. hjá Lyfsalanum Álfheimum en ódýrast á 1.230 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 39% verðmunur. Endaþarmslausnin Microlax (5 ml. 4 stk.) var dýrust á 1.433 kr. hjá Lyfju en ódýrust á 1.060 kr. hjá Lyfjaveri sem er 35% verðmunur. Athygli vekur að lyfsölukeðjur sem ætla mætti að í krafti stærðarhagkvæmni gætu boðið upp á hagstæðari verð en smærri aðilar á markaði eru ekki að gera það. Verðlagseftirlitið vill hvetja neytendur til að spyrja um samheitalyf, sem gætu verið á hagstæðara verði og athuga með afsláttakjör. Könnunin var gerð í eftirtöldum apótekum: Apóteki Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11; Apótekarinn Hafnarstræti 95, Akureyri; Apótekinu Hólagarði, Lóuhólum 2-6; Garðs Apóteki, Sogavegi 108; Lyf og heilsa Hveragerði; Borgar Apóteki, Borgartúni; Lyfju Ísafirði; Lyfjavali Álftamýri, Álftamýri 1-5; Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22; Reykjavíkur Apóteki, Seljavegi 2; Rima Apóteki, Langarima 21; Skipholts Apóteki, Skipholti 50B; Urðarapóteki, Vínlandsleið 16; Akureyrarapóteki, Kaupangi við Mýrarveg; Apóteki Vesturlands, Smiðjuvöllum 32, Akranesi; Siglufjarðar Apóteki, Norðurgötu 4B; Apóteki Garðabæjar, Litlatúni 3; Apóteki Suðurnesja, Reykjanesbæ; Gamla apótekinu Melhaga 20-22; Lyfsalanum, Álfheimum 74; Austurbæjar Apóteki, Ögurhvarfi 3. Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu eins og áður segir þátttöku í könnuninni. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila,“ segir í tilkynningunni.Nánar má lesa um könnunina á vef ASÍ.
Lyf Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira