Allt að 90% verðmunur á lausasölulyfjum Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2014 11:26 Lægsta verðið var oftast að finna hjá Lyfjaveri Suðurlandsbraut, eða í 24 tilvikum af 68, og Garðs Apóteki Sogavegi í 22 tilvikum. Vísir Mikill verðmunur er á lausasölulyfjum í apótekum landsins, en verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 68 algengum lyfjum sem seld eru án lyfseðils víðsvegar á landinu. Könnunin var gerð 3. nóvember 2014 þegar farið var í 21 apótek, en Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni. „Verðmunur á lausasölulyfjum var frá 18% upp í 89%, en oftast var fjórðungs til helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Lyfjaveri Suðurlandsbraut, eða í 24 tilvikum af 68, og Garðs Apóteki Sogavegi í 22 tilvikum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Lyfju Ísafirði eða í 19 tilvikum af 68 og hjá Lyfsalanum Álfheimum í 16 tilvikum. „Mestur verðmunur í könnuninni var á 15 stk. af Ovestin hormóni sem var dýrast á 2.443 kr. hjá Apóteki Vesturlands en ódýrast á 1.290 kr. hjá Siglufjarðar Apóteki sem er 1.153 kr. verðmunur eða 89%. Minnstur verðmunur í könnuninni var á Nicorette Invisibel forðaplástri (7 stk. 25 mg./16 klst.) sem var dýrastur á 4.135 kr. hjá Lyf og heilsu Hveragerði en ódýrastur á 3.490 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 645 kr. verðmunur eða 18%. Af öðrum algengum lausasölulyfjum sem til eru hjá öllum söluaðilum má nefna verkjalyfið Pinex junior (250 mg. – 10 stk.) sem var dýrast á 469 kr. hjá Lyfju en ódýrast á 354 kr. hjá Apótekinu Hólagarði, sem er 32 % verðmunur. Neyðargetnaðarvörnin Postinor (1 stk. 1,5 mg.) var dýrust á 3.140 kr. hjá Lyfju en ódýrust á 1.660 kr. hjá Apóteki Suðurnesja sem er 1.480 kr verðmunur eða 89%. Frunsukremið Vectavir (1%, 2 gr.) var dýrast á 1.708 kr. hjá Lyfsalanum Álfheimum en ódýrast á 1.230 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 39% verðmunur. Endaþarmslausnin Microlax (5 ml. 4 stk.) var dýrust á 1.433 kr. hjá Lyfju en ódýrust á 1.060 kr. hjá Lyfjaveri sem er 35% verðmunur. Athygli vekur að lyfsölukeðjur sem ætla mætti að í krafti stærðarhagkvæmni gætu boðið upp á hagstæðari verð en smærri aðilar á markaði eru ekki að gera það. Verðlagseftirlitið vill hvetja neytendur til að spyrja um samheitalyf, sem gætu verið á hagstæðara verði og athuga með afsláttakjör. Könnunin var gerð í eftirtöldum apótekum: Apóteki Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11; Apótekarinn Hafnarstræti 95, Akureyri; Apótekinu Hólagarði, Lóuhólum 2-6; Garðs Apóteki, Sogavegi 108; Lyf og heilsa Hveragerði; Borgar Apóteki, Borgartúni; Lyfju Ísafirði; Lyfjavali Álftamýri, Álftamýri 1-5; Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22; Reykjavíkur Apóteki, Seljavegi 2; Rima Apóteki, Langarima 21; Skipholts Apóteki, Skipholti 50B; Urðarapóteki, Vínlandsleið 16; Akureyrarapóteki, Kaupangi við Mýrarveg; Apóteki Vesturlands, Smiðjuvöllum 32, Akranesi; Siglufjarðar Apóteki, Norðurgötu 4B; Apóteki Garðabæjar, Litlatúni 3; Apóteki Suðurnesja, Reykjanesbæ; Gamla apótekinu Melhaga 20-22; Lyfsalanum, Álfheimum 74; Austurbæjar Apóteki, Ögurhvarfi 3. Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu eins og áður segir þátttöku í könnuninni. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila,“ segir í tilkynningunni.Nánar má lesa um könnunina á vef ASÍ. Lyf Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Mikill verðmunur er á lausasölulyfjum í apótekum landsins, en verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 68 algengum lyfjum sem seld eru án lyfseðils víðsvegar á landinu. Könnunin var gerð 3. nóvember 2014 þegar farið var í 21 apótek, en Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni. „Verðmunur á lausasölulyfjum var frá 18% upp í 89%, en oftast var fjórðungs til helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Lyfjaveri Suðurlandsbraut, eða í 24 tilvikum af 68, og Garðs Apóteki Sogavegi í 22 tilvikum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Lyfju Ísafirði eða í 19 tilvikum af 68 og hjá Lyfsalanum Álfheimum í 16 tilvikum. „Mestur verðmunur í könnuninni var á 15 stk. af Ovestin hormóni sem var dýrast á 2.443 kr. hjá Apóteki Vesturlands en ódýrast á 1.290 kr. hjá Siglufjarðar Apóteki sem er 1.153 kr. verðmunur eða 89%. Minnstur verðmunur í könnuninni var á Nicorette Invisibel forðaplástri (7 stk. 25 mg./16 klst.) sem var dýrastur á 4.135 kr. hjá Lyf og heilsu Hveragerði en ódýrastur á 3.490 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 645 kr. verðmunur eða 18%. Af öðrum algengum lausasölulyfjum sem til eru hjá öllum söluaðilum má nefna verkjalyfið Pinex junior (250 mg. – 10 stk.) sem var dýrast á 469 kr. hjá Lyfju en ódýrast á 354 kr. hjá Apótekinu Hólagarði, sem er 32 % verðmunur. Neyðargetnaðarvörnin Postinor (1 stk. 1,5 mg.) var dýrust á 3.140 kr. hjá Lyfju en ódýrust á 1.660 kr. hjá Apóteki Suðurnesja sem er 1.480 kr verðmunur eða 89%. Frunsukremið Vectavir (1%, 2 gr.) var dýrast á 1.708 kr. hjá Lyfsalanum Álfheimum en ódýrast á 1.230 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 39% verðmunur. Endaþarmslausnin Microlax (5 ml. 4 stk.) var dýrust á 1.433 kr. hjá Lyfju en ódýrust á 1.060 kr. hjá Lyfjaveri sem er 35% verðmunur. Athygli vekur að lyfsölukeðjur sem ætla mætti að í krafti stærðarhagkvæmni gætu boðið upp á hagstæðari verð en smærri aðilar á markaði eru ekki að gera það. Verðlagseftirlitið vill hvetja neytendur til að spyrja um samheitalyf, sem gætu verið á hagstæðara verði og athuga með afsláttakjör. Könnunin var gerð í eftirtöldum apótekum: Apóteki Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11; Apótekarinn Hafnarstræti 95, Akureyri; Apótekinu Hólagarði, Lóuhólum 2-6; Garðs Apóteki, Sogavegi 108; Lyf og heilsa Hveragerði; Borgar Apóteki, Borgartúni; Lyfju Ísafirði; Lyfjavali Álftamýri, Álftamýri 1-5; Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22; Reykjavíkur Apóteki, Seljavegi 2; Rima Apóteki, Langarima 21; Skipholts Apóteki, Skipholti 50B; Urðarapóteki, Vínlandsleið 16; Akureyrarapóteki, Kaupangi við Mýrarveg; Apóteki Vesturlands, Smiðjuvöllum 32, Akranesi; Siglufjarðar Apóteki, Norðurgötu 4B; Apóteki Garðabæjar, Litlatúni 3; Apóteki Suðurnesja, Reykjanesbæ; Gamla apótekinu Melhaga 20-22; Lyfsalanum, Álfheimum 74; Austurbæjar Apóteki, Ögurhvarfi 3. Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu eins og áður segir þátttöku í könnuninni. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila,“ segir í tilkynningunni.Nánar má lesa um könnunina á vef ASÍ.
Lyf Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira