Snjallsímaframleiðendur slást um Kína Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2014 10:31 Vísir/AFP Hagnaður Samsung dróst saman um 60,1 prósent á þriðja ársfjórðungi og var 3,9 milljarðar dala, eða um 475 milljarðar króna. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er þetta minnsti hagnaður félagsins í þrjú ár og er til kominn vegna minnkandi sölu fyrirtækisins á snjallsímum. Til að bæta stöðuna, hafa forsvarsmenn tæknifyrirtækisins litið til Kína, þar sem innlendi framleiðandinn Xiaomi Inc felldi Samsung úr efsta sætinu þar í landi. Greinendur sem Reuters hafa rætt við segja Samsung símana ekki hafa verið nægilega ódýra miðað við síma Xiaomi og Lenovo, sem hafa verið að auka sölutölur sinar í landinu. Samsung hefur nú gefið út tvo nýja síma sem ætlað er að ná forskoti fyrirtækisins aftur. Þá er gert ráð fyrir að fyrirtækið muni senda út enn fleiri ný tæki á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins viðurkenndu nýverið að þeir hafi verið of lengi að bregðast við breyttum samkeppnisaðstæðum og sögðust ætla að gefa út fleiri týpur. Heimsmarkaður snjallsíma keyrir nú á ódýrustu símunum og greinendur Reuters segja fyrirtækin vera að keppa við að ná botninum. Nema Apple sem stýrt getur sínu eigin verði. Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hagnaður Samsung dróst saman um 60,1 prósent á þriðja ársfjórðungi og var 3,9 milljarðar dala, eða um 475 milljarðar króna. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er þetta minnsti hagnaður félagsins í þrjú ár og er til kominn vegna minnkandi sölu fyrirtækisins á snjallsímum. Til að bæta stöðuna, hafa forsvarsmenn tæknifyrirtækisins litið til Kína, þar sem innlendi framleiðandinn Xiaomi Inc felldi Samsung úr efsta sætinu þar í landi. Greinendur sem Reuters hafa rætt við segja Samsung símana ekki hafa verið nægilega ódýra miðað við síma Xiaomi og Lenovo, sem hafa verið að auka sölutölur sinar í landinu. Samsung hefur nú gefið út tvo nýja síma sem ætlað er að ná forskoti fyrirtækisins aftur. Þá er gert ráð fyrir að fyrirtækið muni senda út enn fleiri ný tæki á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins viðurkenndu nýverið að þeir hafi verið of lengi að bregðast við breyttum samkeppnisaðstæðum og sögðust ætla að gefa út fleiri týpur. Heimsmarkaður snjallsíma keyrir nú á ódýrustu símunum og greinendur Reuters segja fyrirtækin vera að keppa við að ná botninum. Nema Apple sem stýrt getur sínu eigin verði.
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira