Brady hafði betur gegn Manning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2014 08:21 Vísir/Getty Fátt virðist geta stöðvað Tom Brady og félaga hans í New England Patriots í NFL-deildinni en í nótt hafði liðið betur gegn meistaraefnunum í Denver Broncos á heimavelli, 43-21. Ættjarðarvinirnir gerðu snemma út um leikinn en eftir að Broncos skoraði fyrsta snertimarkið í leiknum komu 24 stig í röð frá New England. Margir eru á þeirri skoðun að Payton Manning, hinn magnaði leikstjórnandi Broncos, eigi erfitt uppdráttar í köldu veðri en hann kastaði engu að síður yfir 400 jarda í leiknum og fyrir tveimur snertimörkum. Hann kastaði þó boltanum einnig tvisvar í hendur andstæðingsins. Brady var með 333 sendingajarda í leiknum og hefur nú unnið ellefu af sextán viðureignum sínum gegn Manning. Sigurhlutfall Patriots er nú 7-2 og liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Brady hefur verið algjörlega magnaður á þessum kafla eftir að hann fór rólega af stað í byrjun tímabilsins. Broncos stendur í 6-2 en bæði lið leika í AFC-deildinni. Aðeins eitt lið er með betra sigurhlutfall en Patriots en það er Arizona Cardinals (7-1) sem vann Dallas Cowboys, 28-17. Dallas er eitt af betri liðum deildarinnar en saknaði leikstjórnandans Tony Romo sárlega en hann er frá vegna bakmeiðsla. Það var að auki margt um að vera að venju í deildinni en spennan var hvergi meiri en í San Francisco þar sem St. Louis Rams hafði betur gegn heimamönnum, 13-10. 49ers fékk þó tækifæri til að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en leikstjórnandinn Colin Kaepernick tapaði boltanum við endalínuna á dramatískan máta. Pittsburgh vann svo í nótt sannfærandi sigur á Baltimore, 43-23, þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger varð fyrsti maðurinn í sögunni til að gefa sex snertimarkssendingar í tveimur leikjum í röð. Hann hafði fyrir síðasta leik gefið tíu snertimarkssendingar allt tímabilið. Meistararnir í Seattle Seahawks ráku svo af sér slyðruorðið með 30-24 sigri á Oakland og eru nú 5-3 á leiktíðinni eftir tvo sigra í röð. Oakland er eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Úrslit gærdagsins: Cleveland - Tampa Bay 22-17 Dallas - Arizona 17-28 Houston - Philadelphia 21-31 Kansas City - NY Jets 24-10 Cincinnati - Jacksonville 33-23 Miami - San Diego 37-0 Minnesota - Washington 29-26 San Francisco - St. Louis 10-13 New England - Denver 43-21 Seattle - Oakland 30-24 Pittsburgh - Baltimore 43-23 Staðan: AFC austur: New England 7-2 Buffalo 5-3 Miami 5-3 NY Jets 1-8 AFC norður: Cincinnati 5-2-1 Pittsburgh 6-3 Cleveland 5-3 Baltimore 5-4 AFC suður: Indianapolis 5-3 Houston 4-5 Tennessee 2-6 Jacksonville 1-8 AFC vestur: Denver 6-2 Kansas City 5-3 San Diego 5-4 Oakland 0-8 NFC austur: Philadelphia 6-2 Dallas 6-3 NY Giants 3-4 Washington 3-6 NFC norður: Detroit 6-2 Green Bay 5-3 Minnesota 4-5 Chicago 3-5 NFC suður: New Orleans 4-4 Carolina 3-5-1 Atlanta 2-6 Tampa Bay 1-7 NFC vestur: Arizona 7-1 Seattle 5-3 San Francisco 4-4 St. Louis 3-5 NFL Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Fátt virðist geta stöðvað Tom Brady og félaga hans í New England Patriots í NFL-deildinni en í nótt hafði liðið betur gegn meistaraefnunum í Denver Broncos á heimavelli, 43-21. Ættjarðarvinirnir gerðu snemma út um leikinn en eftir að Broncos skoraði fyrsta snertimarkið í leiknum komu 24 stig í röð frá New England. Margir eru á þeirri skoðun að Payton Manning, hinn magnaði leikstjórnandi Broncos, eigi erfitt uppdráttar í köldu veðri en hann kastaði engu að síður yfir 400 jarda í leiknum og fyrir tveimur snertimörkum. Hann kastaði þó boltanum einnig tvisvar í hendur andstæðingsins. Brady var með 333 sendingajarda í leiknum og hefur nú unnið ellefu af sextán viðureignum sínum gegn Manning. Sigurhlutfall Patriots er nú 7-2 og liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Brady hefur verið algjörlega magnaður á þessum kafla eftir að hann fór rólega af stað í byrjun tímabilsins. Broncos stendur í 6-2 en bæði lið leika í AFC-deildinni. Aðeins eitt lið er með betra sigurhlutfall en Patriots en það er Arizona Cardinals (7-1) sem vann Dallas Cowboys, 28-17. Dallas er eitt af betri liðum deildarinnar en saknaði leikstjórnandans Tony Romo sárlega en hann er frá vegna bakmeiðsla. Það var að auki margt um að vera að venju í deildinni en spennan var hvergi meiri en í San Francisco þar sem St. Louis Rams hafði betur gegn heimamönnum, 13-10. 49ers fékk þó tækifæri til að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en leikstjórnandinn Colin Kaepernick tapaði boltanum við endalínuna á dramatískan máta. Pittsburgh vann svo í nótt sannfærandi sigur á Baltimore, 43-23, þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger varð fyrsti maðurinn í sögunni til að gefa sex snertimarkssendingar í tveimur leikjum í röð. Hann hafði fyrir síðasta leik gefið tíu snertimarkssendingar allt tímabilið. Meistararnir í Seattle Seahawks ráku svo af sér slyðruorðið með 30-24 sigri á Oakland og eru nú 5-3 á leiktíðinni eftir tvo sigra í röð. Oakland er eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Úrslit gærdagsins: Cleveland - Tampa Bay 22-17 Dallas - Arizona 17-28 Houston - Philadelphia 21-31 Kansas City - NY Jets 24-10 Cincinnati - Jacksonville 33-23 Miami - San Diego 37-0 Minnesota - Washington 29-26 San Francisco - St. Louis 10-13 New England - Denver 43-21 Seattle - Oakland 30-24 Pittsburgh - Baltimore 43-23 Staðan: AFC austur: New England 7-2 Buffalo 5-3 Miami 5-3 NY Jets 1-8 AFC norður: Cincinnati 5-2-1 Pittsburgh 6-3 Cleveland 5-3 Baltimore 5-4 AFC suður: Indianapolis 5-3 Houston 4-5 Tennessee 2-6 Jacksonville 1-8 AFC vestur: Denver 6-2 Kansas City 5-3 San Diego 5-4 Oakland 0-8 NFC austur: Philadelphia 6-2 Dallas 6-3 NY Giants 3-4 Washington 3-6 NFC norður: Detroit 6-2 Green Bay 5-3 Minnesota 4-5 Chicago 3-5 NFC suður: New Orleans 4-4 Carolina 3-5-1 Atlanta 2-6 Tampa Bay 1-7 NFC vestur: Arizona 7-1 Seattle 5-3 San Francisco 4-4 St. Louis 3-5
NFL Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira