Kött Grá Pje og Jónas Sig með nýtt lag Tinni Sveinsson skrifar 14. nóvember 2014 17:30 Tónlistarmennirnir Kött Grá Pje og Jónas Sigurðsson sendu frá sér fyrr í dag glænýtt lag, Eilífðar smáblóm, sem þeir sömdu fyrir leikritið Útlenski drengurinn. Þetta er brakandi ferskt lag en Jónas semur hljóðmyndina í Útlenska drengnum, sem verður frumsýndur í Tjarnarbíó á sunnudag. Kristjana Stefánsdóttir syngur einnig í laginu en hljóðblöndun og frágangur þess var í höndum Styrmis Haukssonar.Verkið er byggt á hugmynd úr léttlestrarbók sem Þórarinn gerði fyrir námsgagnastofnun 2011.Mynd/totil.comÚtlenski drengurinn er gamanleikur með alvarlegum undirtóni eftir Þórarinn Leifsson rithöfund. Verkið er sett upp af leikhópnum Glennu. Það er ætlað bæði ungu fólki og fullorðnum en þeir sem þekkja til verka Þórarins vita að í þeim leynist oft lúmsk ádeila á íslenskt samfélag. Dóri DNA fer með aðalhlutverkið í sýningunni en í henni leikur hann einmitt Dóra litla. „Dóri er vinsælasti strákurinn í bekknum þangað til hann er látinn taka svokallað Pítsa próf sem snýr öllu lífi hans á hvolf. Hann er sviptur grundvallar mannréttindum og látinn bíða örlaga sinna innilokaður í myrkvaðri skólastofu. Verkið veltir upp spurningum um ríkisfang, einelti og þá tilfinningu að upplifa sig utangarðs,“ segir í lýsingu um Útlenska drenginn. Aðrir leikarar í sýningunni eru Þorsteinn Bachmann, María Heba Þorkelsdóttir, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Benedikt Karl Gröndal. Vigdís Jakobsdóttir leikstýrir. Hér fyrir neðan má sjá mynd af leikhópnum af Facebook-síðu Tjarnarbíós en hægt er að nálgast miða og nánari upplýsingar á midi.is. Post by Tjarnarbíó. Tónlist Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmennirnir Kött Grá Pje og Jónas Sigurðsson sendu frá sér fyrr í dag glænýtt lag, Eilífðar smáblóm, sem þeir sömdu fyrir leikritið Útlenski drengurinn. Þetta er brakandi ferskt lag en Jónas semur hljóðmyndina í Útlenska drengnum, sem verður frumsýndur í Tjarnarbíó á sunnudag. Kristjana Stefánsdóttir syngur einnig í laginu en hljóðblöndun og frágangur þess var í höndum Styrmis Haukssonar.Verkið er byggt á hugmynd úr léttlestrarbók sem Þórarinn gerði fyrir námsgagnastofnun 2011.Mynd/totil.comÚtlenski drengurinn er gamanleikur með alvarlegum undirtóni eftir Þórarinn Leifsson rithöfund. Verkið er sett upp af leikhópnum Glennu. Það er ætlað bæði ungu fólki og fullorðnum en þeir sem þekkja til verka Þórarins vita að í þeim leynist oft lúmsk ádeila á íslenskt samfélag. Dóri DNA fer með aðalhlutverkið í sýningunni en í henni leikur hann einmitt Dóra litla. „Dóri er vinsælasti strákurinn í bekknum þangað til hann er látinn taka svokallað Pítsa próf sem snýr öllu lífi hans á hvolf. Hann er sviptur grundvallar mannréttindum og látinn bíða örlaga sinna innilokaður í myrkvaðri skólastofu. Verkið veltir upp spurningum um ríkisfang, einelti og þá tilfinningu að upplifa sig utangarðs,“ segir í lýsingu um Útlenska drenginn. Aðrir leikarar í sýningunni eru Þorsteinn Bachmann, María Heba Þorkelsdóttir, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Benedikt Karl Gröndal. Vigdís Jakobsdóttir leikstýrir. Hér fyrir neðan má sjá mynd af leikhópnum af Facebook-síðu Tjarnarbíós en hægt er að nálgast miða og nánari upplýsingar á midi.is. Post by Tjarnarbíó.
Tónlist Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira