Tuttugu ár frá afsögn Guðmundar Árna Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2014 13:23 Tuttugu ár voru í gær liðin frá því að Guðmundur Árni Stefánsson tilkynnti um afsögn sína úr embætti félagsmálaráðherra. Guðmundur Árni hélt þá blaðamannafund þar sem hann tilkynnti um afsögn sína í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í tengslum við hið svokallaða Lekamál. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í samtali við Vísi í morgun, að íslenskir stjórnmálamenn ákveði almennt frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum samanborið við kollega þeirra erlendis. Á blaðamannafundinum þann 11. nóvember 1994 fjallaði Guðmundur Árni um þann hluta skýrslunnar sem fjallar um almenna stjórnsýslu félagsmálaráðuneytisins og að þar hafi Ríkisendurskoðun talið allt vera með felldu. Að því loknu kom hann að þeim hluta skýrslunnar sem fjallaði um þau einstöku embættisverk hans sem helst höfðu verið gagnrýnd. Þar hafi ítarlega verið fjallað um aðdraganda starfsloka Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis í nóvember árið 1993, en hann hafði fengið greiddar þrjár milljónir króna vegna uppgjörs á áunnu námsleyfi gegn því að hann segði upp störfum.Óvönduð, óeðlileg og einhliða umræða Guðmundur Árni sagði það ljóst að hin opinbera umræða hefði ekki snúist um málefni eða efnisatriði, heldur verið með blæ upphrópana og ósannra fullyrðinga óháð málavöxtum. „Ég geri mér ljóst að sú óvandaða og óeðlilega og einhliða umræða mun að óbreyttu halda áfram hvað sem efnisatriðum líður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar, þrátt fyrir afdráttarlausa staðfestingu þar á, að stjórnsýsla mín hafi verið í samræmi við viðurkennda stjórnsýslureglur og venjur, mun að mínu áliti því miður engu breyta þar um.“ Hann sagði það ljóst að við slíkar aðstæður hafi og muni þau mikilvægu störf sem honum hefði verið trúað fyrir í félagsmálaráðuneytinu ekki njóta sannmælis og hugsanlega skaðast. „Jafnframt er ljóst að Alþýðuflokkurinn hefur á sama hátt ekki hlotið sanngjarna umfjöllun. Það sama gildir að hluta um ríkisstjórnina. Með vísan til þessa óska ég því eftir lausn frá störfum félagsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar,“ sagði Guðmundur Árni. Með því að biðjast lausnar frá embætti félagsmálaráðherra sagðist Guðmundur Árni hafa brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og sagt af sér embætti án sakarefna og þrýstings eftir að hafa ráðfært sig við fjölmarga stuðningsmenn sína sem hefðu látið í ljós mjög misjafnar skoðanir á málinu. „Ég horfi til míns flokks, sem á hefur verið hamrað sýknt og heilagt og ég vil freista þess að hann fái sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur sem þingmaður og varaformaður flokksins til að tryggja að svo verði,“ sagði Guðmundur Árni.Skortur á hefðGunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun, að íslenskir stjórnmálamenn ákveði almennt frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum samanborið við kollega þeirra erlendis. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra. Hér er það ekki nógu ljóst hver það er á að knýja þetta fram,“ segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir þetta líklega tengjast skorti á hefð. „Ég myndi segja að eðlilegasta reglan sé að annað hvort flokksformaður eða forsætisráðherra ættu að bera skýra ábyrgð. En strangt til tekið er það auðvitað þingflokkurinn sem velur ráðherra í flestum tilvikum, eða eitthvað sambærilegt apparat. Þannig að í forminu væri hægt að segja að það væri hans að taka þetta upp en í reynd virkar þetta hvergi þannig. Þetta virkar þannig að það er formaðurinn eða forsætisráðherrann sem ber ábyrgðina. Það er ekki hægt að búast við því að við fáum kerfi sem virkar nema að við lítum svo á.“ Lekamálið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Tuttugu ár voru í gær liðin frá því að Guðmundur Árni Stefánsson tilkynnti um afsögn sína úr embætti félagsmálaráðherra. Guðmundur Árni hélt þá blaðamannafund þar sem hann tilkynnti um afsögn sína í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í tengslum við hið svokallaða Lekamál. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í samtali við Vísi í morgun, að íslenskir stjórnmálamenn ákveði almennt frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum samanborið við kollega þeirra erlendis. Á blaðamannafundinum þann 11. nóvember 1994 fjallaði Guðmundur Árni um þann hluta skýrslunnar sem fjallar um almenna stjórnsýslu félagsmálaráðuneytisins og að þar hafi Ríkisendurskoðun talið allt vera með felldu. Að því loknu kom hann að þeim hluta skýrslunnar sem fjallaði um þau einstöku embættisverk hans sem helst höfðu verið gagnrýnd. Þar hafi ítarlega verið fjallað um aðdraganda starfsloka Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis í nóvember árið 1993, en hann hafði fengið greiddar þrjár milljónir króna vegna uppgjörs á áunnu námsleyfi gegn því að hann segði upp störfum.Óvönduð, óeðlileg og einhliða umræða Guðmundur Árni sagði það ljóst að hin opinbera umræða hefði ekki snúist um málefni eða efnisatriði, heldur verið með blæ upphrópana og ósannra fullyrðinga óháð málavöxtum. „Ég geri mér ljóst að sú óvandaða og óeðlilega og einhliða umræða mun að óbreyttu halda áfram hvað sem efnisatriðum líður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar, þrátt fyrir afdráttarlausa staðfestingu þar á, að stjórnsýsla mín hafi verið í samræmi við viðurkennda stjórnsýslureglur og venjur, mun að mínu áliti því miður engu breyta þar um.“ Hann sagði það ljóst að við slíkar aðstæður hafi og muni þau mikilvægu störf sem honum hefði verið trúað fyrir í félagsmálaráðuneytinu ekki njóta sannmælis og hugsanlega skaðast. „Jafnframt er ljóst að Alþýðuflokkurinn hefur á sama hátt ekki hlotið sanngjarna umfjöllun. Það sama gildir að hluta um ríkisstjórnina. Með vísan til þessa óska ég því eftir lausn frá störfum félagsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar,“ sagði Guðmundur Árni. Með því að biðjast lausnar frá embætti félagsmálaráðherra sagðist Guðmundur Árni hafa brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og sagt af sér embætti án sakarefna og þrýstings eftir að hafa ráðfært sig við fjölmarga stuðningsmenn sína sem hefðu látið í ljós mjög misjafnar skoðanir á málinu. „Ég horfi til míns flokks, sem á hefur verið hamrað sýknt og heilagt og ég vil freista þess að hann fái sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur sem þingmaður og varaformaður flokksins til að tryggja að svo verði,“ sagði Guðmundur Árni.Skortur á hefðGunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun, að íslenskir stjórnmálamenn ákveði almennt frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum samanborið við kollega þeirra erlendis. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra. Hér er það ekki nógu ljóst hver það er á að knýja þetta fram,“ segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir þetta líklega tengjast skorti á hefð. „Ég myndi segja að eðlilegasta reglan sé að annað hvort flokksformaður eða forsætisráðherra ættu að bera skýra ábyrgð. En strangt til tekið er það auðvitað þingflokkurinn sem velur ráðherra í flestum tilvikum, eða eitthvað sambærilegt apparat. Þannig að í forminu væri hægt að segja að það væri hans að taka þetta upp en í reynd virkar þetta hvergi þannig. Þetta virkar þannig að það er formaðurinn eða forsætisráðherrann sem ber ábyrgðina. Það er ekki hægt að búast við því að við fáum kerfi sem virkar nema að við lítum svo á.“
Lekamálið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira