Helgi: Þarf þessa sigra þar sem ég er Knicksari og Arsenalmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2014 08:00 Helgi Már Magnússon. Vísir/Vilhelm Helgi Már Magnússon fór fyrir liði KR í gær sem fagnaði sínum sjöunda sigri í sjö leikjum í vetur með því að vinna Hauka örugglega 93-78. Helgi Már var með 19 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar í sigrinum og sló meðal annars á létta strengi í viðtali við Jón Björn Ólafsson á karfan.is eftir leikinn. „Mér fannst við vera aðeins of værukærir eins og við værum á einhverju „cruise control" á tímabili. Við vorum kannski á réttum stað í vörninni en þetta var aðeins of hægt og aðeins of mjúkt"," sagði Helgi Már við Jón Björn eftir leikinn. „Við erum í góðu standi en mér finnst það þreytandi að hafa tíu daga á milli leikja. Maður vill spila og sem betur fer er næsti leikur á fimmtudaginn. Það er flott og þá sjáum við hvort við séum orðnir of gamlir eða ekki," sagði Helgi í léttum tón. KR er búið að vinna alla sjö leiki sína til þessa en Helgi kallar samt eftir meiri ákefð í liðinu. „Það vantar stundum upp á grimmdina í liðinu. Ég vil sjá einn leik hjá okkur þar sem við erum á milljón allan tímann. Það væri ótrúlega gaman og ég er forvitinn að sjá hvernig við lítum út þá. Við erum með reynslumikið lið og förum ekkert að örvænta neitt þótt að lið nái 10-0 spretti á okkur. Það gerist og menn aðalaga sig," sagði Helgi Már. „Við erum alveg meðvitaðir um það að það þarf ekkert mikið að fara úrskeiðis til að við töpum leik sem yrði svo sem enginn heimsendir. Þar sem ég er nú Knicksari og Arsenalmaður þá þarf ég á þessum sigrum að halda til þess að halda geðheilsunni", sagði Helgi léttur en það má sjá þetta viðtal með því að smella hér. New York Knicks tapaði á móti Houston Rockets í nótt og hefur tapað 11 af 15 leikjum sínum á leiktíðinni. Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og hefur aðeins náð að vinna 4 af fyrstu 12 leikjum sínum á tímabilinu. KR vann sinn fyrsta leik af sjö í Dominos-deildinni 9. október síðastliðinn og frá þeim tíma hafa Arsenal og Knicks „bara" unnið sjö leiki samanlagt í öllum keppnum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband Haukamaðurinn ungi með frábæra vörslu gegn KR-ingnum Michael Craion. 24. nóvember 2014 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. 24. nóvember 2014 15:56 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Helgi Már Magnússon fór fyrir liði KR í gær sem fagnaði sínum sjöunda sigri í sjö leikjum í vetur með því að vinna Hauka örugglega 93-78. Helgi Már var með 19 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar í sigrinum og sló meðal annars á létta strengi í viðtali við Jón Björn Ólafsson á karfan.is eftir leikinn. „Mér fannst við vera aðeins of værukærir eins og við værum á einhverju „cruise control" á tímabili. Við vorum kannski á réttum stað í vörninni en þetta var aðeins of hægt og aðeins of mjúkt"," sagði Helgi Már við Jón Björn eftir leikinn. „Við erum í góðu standi en mér finnst það þreytandi að hafa tíu daga á milli leikja. Maður vill spila og sem betur fer er næsti leikur á fimmtudaginn. Það er flott og þá sjáum við hvort við séum orðnir of gamlir eða ekki," sagði Helgi í léttum tón. KR er búið að vinna alla sjö leiki sína til þessa en Helgi kallar samt eftir meiri ákefð í liðinu. „Það vantar stundum upp á grimmdina í liðinu. Ég vil sjá einn leik hjá okkur þar sem við erum á milljón allan tímann. Það væri ótrúlega gaman og ég er forvitinn að sjá hvernig við lítum út þá. Við erum með reynslumikið lið og förum ekkert að örvænta neitt þótt að lið nái 10-0 spretti á okkur. Það gerist og menn aðalaga sig," sagði Helgi Már. „Við erum alveg meðvitaðir um það að það þarf ekkert mikið að fara úrskeiðis til að við töpum leik sem yrði svo sem enginn heimsendir. Þar sem ég er nú Knicksari og Arsenalmaður þá þarf ég á þessum sigrum að halda til þess að halda geðheilsunni", sagði Helgi léttur en það má sjá þetta viðtal með því að smella hér. New York Knicks tapaði á móti Houston Rockets í nótt og hefur tapað 11 af 15 leikjum sínum á leiktíðinni. Arsenal tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og hefur aðeins náð að vinna 4 af fyrstu 12 leikjum sínum á tímabilinu. KR vann sinn fyrsta leik af sjö í Dominos-deildinni 9. október síðastliðinn og frá þeim tíma hafa Arsenal og Knicks „bara" unnið sjö leiki samanlagt í öllum keppnum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband Haukamaðurinn ungi með frábæra vörslu gegn KR-ingnum Michael Craion. 24. nóvember 2014 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. 24. nóvember 2014 15:56 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Mögnuð tilþrif Hjálmars gegn KR | Myndband Haukamaðurinn ungi með frábæra vörslu gegn KR-ingnum Michael Craion. 24. nóvember 2014 22:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 93-78 | Fátt virðist geta stöðvað KR KR er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos deildar karla í körfubolta eftir öruggan 93-78 sigur á Haukum á heimavelli sínum í kvöld. 24. nóvember 2014 15:56