Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2014 20:30 Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný þegar borgarbúar, gjarnan afkomendur síðustu bænda, uppgötva þau sem verðmætar uppsprettur gæðastunda í frítíma. Eitt dæmi um þetta frá Vestfjörðum var sýnt í fréttum Stöðvar 2, jörðin Bær á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð, en þaðan er um tveggja stunda akstur í næstu verslun. Bær á Bæjarnesi fór í eyði árið 1962 og var gamla íbúðarhúsið komið í niðurníðslu þegar hjónin Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir fóru að gera það upp fyrir rúmum tuttugu árum. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ en Hjalti er frá Reyðará á Siglunesi. Þau giska á að þau verji um 40 dögum þar á hverju sumri. Það breyti engu þótt langt sé í þjónustu og stundum rok og rigning.Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir á veröndinni á Bæ á Bæjarnesi. Mynni Kollafjarðar í baksýn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þarna er Hjalti með sitt eigið verkstæði í skemmu en hjónin hafa nú eftirlátið börnum sínum rekstur Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar, sem þau stofnuðu í bílskúr í Hafnarfirði fyrir 43 árum. Það er nú orðið 550 manna fyrirtæki, og það stærsta á sínu sviði á Íslandi. Nánar verður rætt við Hjalta og Kristjönu og fjallað um lífið á Bæjarnesi fyrr og nú í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.25.Íbúðarhúsið á Bæ. Búsetu lauk þar árið 1962.Mynd/Úr einkasafni. Hafnarfjörður Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra. 18. nóvember 2014 20:45 Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný þegar borgarbúar, gjarnan afkomendur síðustu bænda, uppgötva þau sem verðmætar uppsprettur gæðastunda í frítíma. Eitt dæmi um þetta frá Vestfjörðum var sýnt í fréttum Stöðvar 2, jörðin Bær á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð, en þaðan er um tveggja stunda akstur í næstu verslun. Bær á Bæjarnesi fór í eyði árið 1962 og var gamla íbúðarhúsið komið í niðurníðslu þegar hjónin Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir fóru að gera það upp fyrir rúmum tuttugu árum. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ en Hjalti er frá Reyðará á Siglunesi. Þau giska á að þau verji um 40 dögum þar á hverju sumri. Það breyti engu þótt langt sé í þjónustu og stundum rok og rigning.Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir á veröndinni á Bæ á Bæjarnesi. Mynni Kollafjarðar í baksýn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þarna er Hjalti með sitt eigið verkstæði í skemmu en hjónin hafa nú eftirlátið börnum sínum rekstur Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar, sem þau stofnuðu í bílskúr í Hafnarfirði fyrir 43 árum. Það er nú orðið 550 manna fyrirtæki, og það stærsta á sínu sviði á Íslandi. Nánar verður rætt við Hjalta og Kristjönu og fjallað um lífið á Bæjarnesi fyrr og nú í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.25.Íbúðarhúsið á Bæ. Búsetu lauk þar árið 1962.Mynd/Úr einkasafni.
Hafnarfjörður Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra. 18. nóvember 2014 20:45 Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra. 18. nóvember 2014 20:45
Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00