Menntamálaráðherra sigraði Steinda Jr. og Fjallið í troðslukeppni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. nóvember 2014 16:32 Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og ráðherra íþróttamála í landinu, vann troðslukeppni á vegum Körfuknattleikssambands Íslands í dag. Illugi lagði þar ekki ómerkari menn en Steinda Jr. grínista og Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og fyrrum körfuboltamann. Menntamálaráðherra þrumaði niður fallegri troðslu, klæddur í skyrtu og með bindi. Hann notaði þó trampólín sér til hjálpar.Hægt er að sjá myndbönd af troðslunum neðst í fréttinni.Steindi setti tunguna út í loftinu að hætti Michael Jordan.vísir/pjeturSteindi Jr. tróð einnig með tilþrifum og hékk í hringnum og öskraði. Steindi var klæddur í Los Angeles Lakers treyju, merkta Kobe Bryant. Steindi þótti á sínum tíma ansi liðtækur í handbolta en var ekki frægur fyrir körfuknattleiksiðkun. Steindi er úr Mosfellsbæ og þar hefur handboltinn notið vinsælda, eins og rapparinn Dóri DNA kom inn á í lagi sínu Mosó. „Í Mosó ertu góður í skóla eða góður í handbolta.“Fjallið tróð af miklum styrk.vísir/pjeturHafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, þurfti ekkert trampólín fyrir sína troðslu. Hann vippaði sér upp og tróð með tilþrifum, enda var hann ákaflega efnilegur spilari hér um árið.Hafþór, Illugi og Steindi voru léttir.vísir/pjeturHafþór lék meðal annars með Breiðablik, FSu og KR. Hann var í yngri landsliðum Íslands og hafa einhverjir stungið upp á því í gamni að hann ætti að gefa kost á sér í landsliðið sem tekur þátt í úrslitum Evrópukeppninnar næsta sumar. Tilefnið að þessari troðslukeppni var kynning á nýjum styrktaraðila KKÍ. DHL Express mun styðja landsliðið til þriggja ára og kemur styrkurinn sér væntanlega vel fyrir komandi verkefni, en næstu opinberu leikir landsliðsins eru á Evrópumótinu. Árangur landsliðsins hefur vakið mikla athygli erlendis, enda þykir mönnum fréttnæmt að jafn lítil þjóð geti náð jafn miklum árangri í jafn vinsælli og útbreiddri íþrótt. Illugi treður með tilþrifum.vísir/pjeturTroðsla Illuga: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Steinda: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Hafþórs: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og ráðherra íþróttamála í landinu, vann troðslukeppni á vegum Körfuknattleikssambands Íslands í dag. Illugi lagði þar ekki ómerkari menn en Steinda Jr. grínista og Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og fyrrum körfuboltamann. Menntamálaráðherra þrumaði niður fallegri troðslu, klæddur í skyrtu og með bindi. Hann notaði þó trampólín sér til hjálpar.Hægt er að sjá myndbönd af troðslunum neðst í fréttinni.Steindi setti tunguna út í loftinu að hætti Michael Jordan.vísir/pjeturSteindi Jr. tróð einnig með tilþrifum og hékk í hringnum og öskraði. Steindi var klæddur í Los Angeles Lakers treyju, merkta Kobe Bryant. Steindi þótti á sínum tíma ansi liðtækur í handbolta en var ekki frægur fyrir körfuknattleiksiðkun. Steindi er úr Mosfellsbæ og þar hefur handboltinn notið vinsælda, eins og rapparinn Dóri DNA kom inn á í lagi sínu Mosó. „Í Mosó ertu góður í skóla eða góður í handbolta.“Fjallið tróð af miklum styrk.vísir/pjeturHafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, þurfti ekkert trampólín fyrir sína troðslu. Hann vippaði sér upp og tróð með tilþrifum, enda var hann ákaflega efnilegur spilari hér um árið.Hafþór, Illugi og Steindi voru léttir.vísir/pjeturHafþór lék meðal annars með Breiðablik, FSu og KR. Hann var í yngri landsliðum Íslands og hafa einhverjir stungið upp á því í gamni að hann ætti að gefa kost á sér í landsliðið sem tekur þátt í úrslitum Evrópukeppninnar næsta sumar. Tilefnið að þessari troðslukeppni var kynning á nýjum styrktaraðila KKÍ. DHL Express mun styðja landsliðið til þriggja ára og kemur styrkurinn sér væntanlega vel fyrir komandi verkefni, en næstu opinberu leikir landsliðsins eru á Evrópumótinu. Árangur landsliðsins hefur vakið mikla athygli erlendis, enda þykir mönnum fréttnæmt að jafn lítil þjóð geti náð jafn miklum árangri í jafn vinsælli og útbreiddri íþrótt. Illugi treður með tilþrifum.vísir/pjeturTroðsla Illuga: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Steinda: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Hafþórs: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira