Rappari býr til lög með því að slá í rúður og sæti í lestum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. nóvember 2014 10:45 MC Mooks hefur slegið í gegn. Rappari frá Ástralíu hefur slegið í gegn á netinu með því að rappa yfir takta sem hann býr til með því að slá í sæti og glugga í lestum og strætisvögnum. Hann kallar sig MC Mooks, en var skírður Geoffrey Granz og er frá Brisbane í Ástralíu. Hér að neðan má sjá hans vinsælasta myndband, en horft hefur verið á það í næstum milljón skipta. Það birtist á vefnum í mars á síðasta ári, en MC Mooks er enn að eins og sjá má hér að neðan. Hann setur myndbönd á Facebook, Twitter og Youtube og hefur þannig náð til mikils fjölda fólks. Til að mynda hefur verið horft á myndböndin hans í næstum 1,5 milljón skipta á Youtube. 42 þúsund manns fylgja honum á Facebook þar sem hann er duglegur að birta fréttir að sjálfum sér, ný lög og fleira tengt hans ferli. Hans vinsælasta myndband varð til fyrir algjöra tilviljun, eins og Granz hefur sagt áströlskum fjölmiðlum. Granz kynntist manni sem vildi fá að taka upp eitt lagið hans, þegar þeir ferðuðust í lest í Brisbane. Granz sló til og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um netið og hefur rapparinn byggt feril sinn upp með sitt fyrsta myndband að vopni. „Ég er rapparinn sem rappaði í lestinni og sló í gegn á netinu,“ segir hann á Facebook-síðu sinni. Hér að neðan má svo sjá fleiri lög og myndbönd með MC Mooks. Post by MC.Mooks. Post by MC.Mooks. Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rappari frá Ástralíu hefur slegið í gegn á netinu með því að rappa yfir takta sem hann býr til með því að slá í sæti og glugga í lestum og strætisvögnum. Hann kallar sig MC Mooks, en var skírður Geoffrey Granz og er frá Brisbane í Ástralíu. Hér að neðan má sjá hans vinsælasta myndband, en horft hefur verið á það í næstum milljón skipta. Það birtist á vefnum í mars á síðasta ári, en MC Mooks er enn að eins og sjá má hér að neðan. Hann setur myndbönd á Facebook, Twitter og Youtube og hefur þannig náð til mikils fjölda fólks. Til að mynda hefur verið horft á myndböndin hans í næstum 1,5 milljón skipta á Youtube. 42 þúsund manns fylgja honum á Facebook þar sem hann er duglegur að birta fréttir að sjálfum sér, ný lög og fleira tengt hans ferli. Hans vinsælasta myndband varð til fyrir algjöra tilviljun, eins og Granz hefur sagt áströlskum fjölmiðlum. Granz kynntist manni sem vildi fá að taka upp eitt lagið hans, þegar þeir ferðuðust í lest í Brisbane. Granz sló til og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um netið og hefur rapparinn byggt feril sinn upp með sitt fyrsta myndband að vopni. „Ég er rapparinn sem rappaði í lestinni og sló í gegn á netinu,“ segir hann á Facebook-síðu sinni. Hér að neðan má svo sjá fleiri lög og myndbönd með MC Mooks. Post by MC.Mooks. Post by MC.Mooks.
Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira