Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2014 14:45 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vissu ekki um ákvörðun Hönnu Birnu. Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að segja af sér innanríkisráðherra kemur flatt upp á aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Vísir hefur nú þegar rætt við Brynjar Níelsson, Guðlaug Þór Þórðarson, Harald Benediktsson, Elínu Hirst og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Ekkert þeirra gat sagt neitt um málið; þessi tíðindi komu þeim í opna skjöldu. Ekki hefur verið boðað til þingflokksfundar að sögn Guðlaugs Þórs, starfandi þingflokksformanns, og Brynjari, fráfarandi starfandi þingflokksformanni, var ekki kunnugt um neitt slíkt. Samkvæmt heimildum Vísis hafa engar umræður farið fram innan flokksins um hver taki við sem ráðherra af Hönnu Birnu. Enda koma þessi tíðindi á óvart innan þingliðs Sjálfstæðisflokksins. Þeir litu svo á að Hanna Birna væri ekki á förum. Það kemur til kasta formanns flokksins að stjórna öllum breytingum í ráðherra liði hans. Eins og fram hefur komið lýsti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins, sem og allur þingflokkurinn yfir eindregnum stuðningi við Hönnu Birnu. Það var í kjölfar þess að Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði á sig umdeildan leka. Sá stuðningur kom mörgum á óvart, vegna þess að játning Gísla Freys hlýtur að hafa valdið straumhvörfum í málinu. Heimildamenn Vísis, innan úr Sjálfstæðisflokknum, meta það sem svo að hendur Bjarna hafi að einhverju leyti verið bundnar vegna þess að Hanna Birna er varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem gerir málið miklu flóknara en ef um óbreyttan þingmann hafi verið að ræða. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Helgi Hrafn: „Vona innilega að hún segi af sér“ Flestir þingmenn koma af fjöllum aðspurðir um væntanlega uppsögn innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 14:40 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að segja af sér innanríkisráðherra kemur flatt upp á aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Vísir hefur nú þegar rætt við Brynjar Níelsson, Guðlaug Þór Þórðarson, Harald Benediktsson, Elínu Hirst og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Ekkert þeirra gat sagt neitt um málið; þessi tíðindi komu þeim í opna skjöldu. Ekki hefur verið boðað til þingflokksfundar að sögn Guðlaugs Þórs, starfandi þingflokksformanns, og Brynjari, fráfarandi starfandi þingflokksformanni, var ekki kunnugt um neitt slíkt. Samkvæmt heimildum Vísis hafa engar umræður farið fram innan flokksins um hver taki við sem ráðherra af Hönnu Birnu. Enda koma þessi tíðindi á óvart innan þingliðs Sjálfstæðisflokksins. Þeir litu svo á að Hanna Birna væri ekki á förum. Það kemur til kasta formanns flokksins að stjórna öllum breytingum í ráðherra liði hans. Eins og fram hefur komið lýsti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins, sem og allur þingflokkurinn yfir eindregnum stuðningi við Hönnu Birnu. Það var í kjölfar þess að Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði á sig umdeildan leka. Sá stuðningur kom mörgum á óvart, vegna þess að játning Gísla Freys hlýtur að hafa valdið straumhvörfum í málinu. Heimildamenn Vísis, innan úr Sjálfstæðisflokknum, meta það sem svo að hendur Bjarna hafi að einhverju leyti verið bundnar vegna þess að Hanna Birna er varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem gerir málið miklu flóknara en ef um óbreyttan þingmann hafi verið að ræða.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Helgi Hrafn: „Vona innilega að hún segi af sér“ Flestir þingmenn koma af fjöllum aðspurðir um væntanlega uppsögn innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 14:40 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41
Helgi Hrafn: „Vona innilega að hún segi af sér“ Flestir þingmenn koma af fjöllum aðspurðir um væntanlega uppsögn innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 14:40