Björgunarsveitarmenn kallaðir út víða um land Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2014 21:03 Á annað hundrað björgunarmenn sinntu í dag fjölda útkalla í dag á suðvestur- og suðurhorni landsins er stormur gekk þar yfir. Búist er við að það skelli á með ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi í kvöld. Um hádegisbil voru fyrstu björgunarsveitarmennirnir kallaðir út vegna óveðursins. Nú búa björgunarsveitarmenn sig undir kvöldið en tekið er að hvessa á ný. Viðbragðsteymi eru tilbúin um allt land. Björgunarsveitirnar hafa þegar sinnt hátt í sjötíu útköllum þar á meðal við Höfðatorgið í Reykjavík þar sem plötur af grindverki tóku að fjúka í dag. Friðrik Guðjónsson, björgunarsveitarmaður, var einn þeirra sem var kallaður út að Höfðatorginu. Hann segir aðstæður oft geta verið erfiðar þar þegar vindur er mikill „Það myndast strengir hérna í kringum háhýsin,“ segir Friðrik. Þá segir hann björgunarsveitirnar oft fá nokkuð löng og strembin útköll í vondum veðrum við Höfðatorgið og í Skuggahverfinu. Flest útköllin hafi snúið að fjúkandi lausamunum á borð við gáma og trampólín. Síðdegis höfðu björgunarsveitir á Hellu, í Grindavík og Vestmannaeyjum, Árborg og í Vogunum verið kallaðar út. Mörgum viðburðum sem halda átti í dag var aflýst sökum veðurs enda var varað við því að vera á ferli. Veður Tengdar fréttir Búast við hættulegum vindhviðum Búast má við því að vindhviður við fjöll verði hættulegar eftir hádegi og fari jafnvel yfir 50 metra á sekúndu þegar verst lætur. 30. nóvember 2014 11:59 Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14 Óveður í dag Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning. 30. nóvember 2014 09:20 Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Á annað hundrað björgunarmenn sinntu í dag fjölda útkalla í dag á suðvestur- og suðurhorni landsins er stormur gekk þar yfir. Búist er við að það skelli á með ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi í kvöld. Um hádegisbil voru fyrstu björgunarsveitarmennirnir kallaðir út vegna óveðursins. Nú búa björgunarsveitarmenn sig undir kvöldið en tekið er að hvessa á ný. Viðbragðsteymi eru tilbúin um allt land. Björgunarsveitirnar hafa þegar sinnt hátt í sjötíu útköllum þar á meðal við Höfðatorgið í Reykjavík þar sem plötur af grindverki tóku að fjúka í dag. Friðrik Guðjónsson, björgunarsveitarmaður, var einn þeirra sem var kallaður út að Höfðatorginu. Hann segir aðstæður oft geta verið erfiðar þar þegar vindur er mikill „Það myndast strengir hérna í kringum háhýsin,“ segir Friðrik. Þá segir hann björgunarsveitirnar oft fá nokkuð löng og strembin útköll í vondum veðrum við Höfðatorgið og í Skuggahverfinu. Flest útköllin hafi snúið að fjúkandi lausamunum á borð við gáma og trampólín. Síðdegis höfðu björgunarsveitir á Hellu, í Grindavík og Vestmannaeyjum, Árborg og í Vogunum verið kallaðar út. Mörgum viðburðum sem halda átti í dag var aflýst sökum veðurs enda var varað við því að vera á ferli.
Veður Tengdar fréttir Búast við hættulegum vindhviðum Búast má við því að vindhviður við fjöll verði hættulegar eftir hádegi og fari jafnvel yfir 50 metra á sekúndu þegar verst lætur. 30. nóvember 2014 11:59 Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14 Óveður í dag Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning. 30. nóvember 2014 09:20 Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Búast við hættulegum vindhviðum Búast má við því að vindhviður við fjöll verði hættulegar eftir hádegi og fari jafnvel yfir 50 metra á sekúndu þegar verst lætur. 30. nóvember 2014 11:59
Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14
Óveður í dag Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning. 30. nóvember 2014 09:20
Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51