Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2014 10:18 "Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Vísir/Valli Ólöf Nordal verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll fyrir stundu. Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum. Bjarni Benediktsson greindi frá því í samtali við fjölmiðla að fundinum loknum að daginn sem Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína hefði hann haft samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Einar afþakkaði hins vegar ráðherrastöðuna. Það var svo um kvöldmatarleytið í gær sem Bjarni tilkynnti Ólöfu ákvörðun sína. „Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún mun gegna öllum þeim skyldum sem Hanna Birna gegndi eftir síðustu kosningar og Ögmundur Jónasson á undan henni. Það er, öllum þeim verkefnum sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.Frá þingflokksfundinum í morgun í Valhöll.Vísir/GVATuttugasti utanþingsráðherrann Ólöf er lögfræðimenntuð og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Þá er hún fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur glímt við erfið veikindi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar í sumar. Hún mun hins vegar hafa náð fullri heilsu og er klár í slaginn. Ólöf er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið hér á landi. Tveir síðustu voru Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar að Bessastöðum klukkan 13 í dag. Þar mun Hanna Birna formlega segja af sér embætti innanríkisráðherra og Ólöf taka við embætti. Sem kunnugt er óskaði hún eftir því að láta af embætti í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að leka persónulegum upplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu.Tilkynningin frá SjálfstæðisflokknumÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að skipa Ólöfu Nordal í embætti innanríkisráðherra. Ólöf tekur við ráðherradómi af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins á ríkisráðsfundi í dag. Samhliða skipun Ólafar færast dómsmálin í innanríkisráðuneytið að nýju.Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007–2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009–2013. Ólöf er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA–gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Á þingi sat Ólöf meðal annars í samgöngunefnd sem varaformaður, í allsherjarnefnd, utanríkismálanefnd, stjórnskipunar– og eftirlitsnefnd, fjármálanefnd, kjörbréfanefnd og sérnefnd um stjórnarskrármál.Áður en hún tók sæti á Alþingi var hún framkvæmdastjóri Orkusölunnar og þar áður framkvæmdastjóri sölusviðs RARIK, 2004–2005 og yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, 2002–2004.Ólöf var deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst, frá 2001–2002 auk þess sem hún sinnti stundakennslu við skólann 1999–2002 samhliða starfi sínu sem lögfræðingur Verðbréfaþings Íslands á árunum 1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi deildarstjóra í samgönguráðuneytinu og starfaði í lögfræðideild Landsbanka Íslands 1995–1996.Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og eiga þau fjögur börn. Tengdar fréttir Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Ólöf Nordal verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll fyrir stundu. Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum. Bjarni Benediktsson greindi frá því í samtali við fjölmiðla að fundinum loknum að daginn sem Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína hefði hann haft samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Einar afþakkaði hins vegar ráðherrastöðuna. Það var svo um kvöldmatarleytið í gær sem Bjarni tilkynnti Ólöfu ákvörðun sína. „Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún mun gegna öllum þeim skyldum sem Hanna Birna gegndi eftir síðustu kosningar og Ögmundur Jónasson á undan henni. Það er, öllum þeim verkefnum sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.Frá þingflokksfundinum í morgun í Valhöll.Vísir/GVATuttugasti utanþingsráðherrann Ólöf er lögfræðimenntuð og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Þá er hún fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur glímt við erfið veikindi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar í sumar. Hún mun hins vegar hafa náð fullri heilsu og er klár í slaginn. Ólöf er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið hér á landi. Tveir síðustu voru Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar að Bessastöðum klukkan 13 í dag. Þar mun Hanna Birna formlega segja af sér embætti innanríkisráðherra og Ólöf taka við embætti. Sem kunnugt er óskaði hún eftir því að láta af embætti í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að leka persónulegum upplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu.Tilkynningin frá SjálfstæðisflokknumÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að skipa Ólöfu Nordal í embætti innanríkisráðherra. Ólöf tekur við ráðherradómi af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins á ríkisráðsfundi í dag. Samhliða skipun Ólafar færast dómsmálin í innanríkisráðuneytið að nýju.Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007–2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009–2013. Ólöf er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA–gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Á þingi sat Ólöf meðal annars í samgöngunefnd sem varaformaður, í allsherjarnefnd, utanríkismálanefnd, stjórnskipunar– og eftirlitsnefnd, fjármálanefnd, kjörbréfanefnd og sérnefnd um stjórnarskrármál.Áður en hún tók sæti á Alþingi var hún framkvæmdastjóri Orkusölunnar og þar áður framkvæmdastjóri sölusviðs RARIK, 2004–2005 og yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, 2002–2004.Ólöf var deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst, frá 2001–2002 auk þess sem hún sinnti stundakennslu við skólann 1999–2002 samhliða starfi sínu sem lögfræðingur Verðbréfaþings Íslands á árunum 1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi deildarstjóra í samgönguráðuneytinu og starfaði í lögfræðideild Landsbanka Íslands 1995–1996.Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og eiga þau fjögur börn.
Tengdar fréttir Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37