Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2014 14:01 Michael Lynton, framkvæmdastjóri kvikmyndadeildar Sony, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP Árás var gerð á tölvukerfi Sony fyrir um viku síðan og meðal annars var minnst fimm kvikmyndum stolið. Sumar þeirra hafa enn ekki birst í kvikmyndahúsum. Myndunum hefur er nú komnar í dreifingu á internetinu. Meðal myndanna sem um ræðir eru Fury, Still Alice, Annie og To Write Love on Her Arms. Fyrir helgi voru uppi kenningar um að mögulega væru yfirvöld í Norður Kóreu að baki árásinni. Her landsins hefur komið upp deild sem sérhæfir sig í netárásum og margt líkt var með árásinni á Sony og árás á fjölda banka og sjónvarpsstöðva í Suður-Kóreu í síðasta mánuði, samkvæmt Guardian. Þegar erindreki Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum var spurður hvort Norður-Kórea hefði komið að árásinni sagði hann að óvinveitt öfl væru sífellt að saka þjóð sína um eitthvað. Hann bætti þó við: „Ég bið ykkur um að bíða og sjá.“ Yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust ókvæða við í sumar þegar söguþráður myndarinnar The Interview var gerð opinber. Hún fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og eru fengnir til að drepa hann af CIA.Stríðsyfirlýsing Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, barst þá bréf frá Norður-Kóreu þar sem myndin var sögð vera stuðningsyfirlýsing við hryðjuverk og stríðsyfirlýsing. Bandaríkjunum var hótað „miskunnarlausum“ viðbrögðum, kæmu þeir ekki í veg fyrir útgáfu myndarinnar. Þrátt fyrir að yfirvöld í Pyongyang virðist vera sátt við að vera á lista grunaðra, segja sérfræðingar sem Guardian hefur rætt við að engin sönnunargögn liggi fyrir sem bendli þau við málið. Auk kvikmynda stálu hakkararnir töluverðu magni skjala. Þar fundust kennitölur starfsmanna, launakjör heimilisföng og margt fleira. Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Árás var gerð á tölvukerfi Sony fyrir um viku síðan og meðal annars var minnst fimm kvikmyndum stolið. Sumar þeirra hafa enn ekki birst í kvikmyndahúsum. Myndunum hefur er nú komnar í dreifingu á internetinu. Meðal myndanna sem um ræðir eru Fury, Still Alice, Annie og To Write Love on Her Arms. Fyrir helgi voru uppi kenningar um að mögulega væru yfirvöld í Norður Kóreu að baki árásinni. Her landsins hefur komið upp deild sem sérhæfir sig í netárásum og margt líkt var með árásinni á Sony og árás á fjölda banka og sjónvarpsstöðva í Suður-Kóreu í síðasta mánuði, samkvæmt Guardian. Þegar erindreki Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum var spurður hvort Norður-Kórea hefði komið að árásinni sagði hann að óvinveitt öfl væru sífellt að saka þjóð sína um eitthvað. Hann bætti þó við: „Ég bið ykkur um að bíða og sjá.“ Yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust ókvæða við í sumar þegar söguþráður myndarinnar The Interview var gerð opinber. Hún fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og eru fengnir til að drepa hann af CIA.Stríðsyfirlýsing Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, barst þá bréf frá Norður-Kóreu þar sem myndin var sögð vera stuðningsyfirlýsing við hryðjuverk og stríðsyfirlýsing. Bandaríkjunum var hótað „miskunnarlausum“ viðbrögðum, kæmu þeir ekki í veg fyrir útgáfu myndarinnar. Þrátt fyrir að yfirvöld í Pyongyang virðist vera sátt við að vera á lista grunaðra, segja sérfræðingar sem Guardian hefur rætt við að engin sönnunargögn liggi fyrir sem bendli þau við málið. Auk kvikmynda stálu hakkararnir töluverðu magni skjala. Þar fundust kennitölur starfsmanna, launakjör heimilisföng og margt fleira.
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira