Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2014 15:00 Frá Stavanger í Noregi. Leyfður halli á skábrautum og göngusvæðum verður aukinn úr 1:20 í 1:15. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á kröfum um aðgengi í byggingarreglugerð í því skyni að draga úr kostnaði við smíði minni íbúða og auðvelda ungu fólki fyrstu íbúðakaup. Breytingarnar taka gildi um áramótin en tilgangurinn er að fjölga litlum íbúðum á markaði. „Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála, Jan Tore Sanner, í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Hann segir að með tímanum hafi tæknilegar kröfur aukist og gert húsnæði dýrara. Sérstaklega sé mikilvægt að einfalda reglurnar gagnvart litlum íbúðum af þeirri stærð sem dæmigerðar eru sem fyrstu íbúðakaup. Nýja reglugerðin veitir undanþágu frá kröfum um aðgengi fyrir helming íbúða, eins og tveggja herbergja, sem eru 50 fermetrar eða minni. Norskt byggingasamvinnufélag áætlar að stærð minni íbúða geti minnkað við þetta um 4-5 fermetra og byggingarkostnaður lækkað um milli 300 og 400 þúsund norskar krónur á hverja íbúð, eða sem nemur 5 til 7 milljónum íslenskra króna.Frá nýbyggingu í Noregi. Áætlað er að byggingarkostnaður geti lækkað um 5-7 milljónir króna á íbúð.„Við þurfum að byggja fleiri íbúðir hraðar. Við vitum einnig að við þurfum meira húsnæði sem er aðgengilegt öllum. Með þessari lausn getum við bæði byggt fleiri íbúðir og jafnframt verða til fleiri íbúðir með aðgengi fyrir alla,“ segir ráðherrann. Sem dæmi um breytingar er að dregið er úr kröfum um snúningsrými hjólastóla, um lágmarksbreidd á göngum, um aðgengi að baðherbergjum, um sjálfvirkar hurðaopnanir og meiri halli verður leyfður á skábrautum og göngusvæðum, sem þýðir minni landslagsbreytingar og að hægt verður að byggja í meiri bratta. Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á kröfum um aðgengi í byggingarreglugerð í því skyni að draga úr kostnaði við smíði minni íbúða og auðvelda ungu fólki fyrstu íbúðakaup. Breytingarnar taka gildi um áramótin en tilgangurinn er að fjölga litlum íbúðum á markaði. „Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála, Jan Tore Sanner, í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Hann segir að með tímanum hafi tæknilegar kröfur aukist og gert húsnæði dýrara. Sérstaklega sé mikilvægt að einfalda reglurnar gagnvart litlum íbúðum af þeirri stærð sem dæmigerðar eru sem fyrstu íbúðakaup. Nýja reglugerðin veitir undanþágu frá kröfum um aðgengi fyrir helming íbúða, eins og tveggja herbergja, sem eru 50 fermetrar eða minni. Norskt byggingasamvinnufélag áætlar að stærð minni íbúða geti minnkað við þetta um 4-5 fermetra og byggingarkostnaður lækkað um milli 300 og 400 þúsund norskar krónur á hverja íbúð, eða sem nemur 5 til 7 milljónum íslenskra króna.Frá nýbyggingu í Noregi. Áætlað er að byggingarkostnaður geti lækkað um 5-7 milljónir króna á íbúð.„Við þurfum að byggja fleiri íbúðir hraðar. Við vitum einnig að við þurfum meira húsnæði sem er aðgengilegt öllum. Með þessari lausn getum við bæði byggt fleiri íbúðir og jafnframt verða til fleiri íbúðir með aðgengi fyrir alla,“ segir ráðherrann. Sem dæmi um breytingar er að dregið er úr kröfum um snúningsrými hjólastóla, um lágmarksbreidd á göngum, um aðgengi að baðherbergjum, um sjálfvirkar hurðaopnanir og meiri halli verður leyfður á skábrautum og göngusvæðum, sem þýðir minni landslagsbreytingar og að hægt verður að byggja í meiri bratta.
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira