Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2014 15:00 Frá Stavanger í Noregi. Leyfður halli á skábrautum og göngusvæðum verður aukinn úr 1:20 í 1:15. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á kröfum um aðgengi í byggingarreglugerð í því skyni að draga úr kostnaði við smíði minni íbúða og auðvelda ungu fólki fyrstu íbúðakaup. Breytingarnar taka gildi um áramótin en tilgangurinn er að fjölga litlum íbúðum á markaði. „Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála, Jan Tore Sanner, í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Hann segir að með tímanum hafi tæknilegar kröfur aukist og gert húsnæði dýrara. Sérstaklega sé mikilvægt að einfalda reglurnar gagnvart litlum íbúðum af þeirri stærð sem dæmigerðar eru sem fyrstu íbúðakaup. Nýja reglugerðin veitir undanþágu frá kröfum um aðgengi fyrir helming íbúða, eins og tveggja herbergja, sem eru 50 fermetrar eða minni. Norskt byggingasamvinnufélag áætlar að stærð minni íbúða geti minnkað við þetta um 4-5 fermetra og byggingarkostnaður lækkað um milli 300 og 400 þúsund norskar krónur á hverja íbúð, eða sem nemur 5 til 7 milljónum íslenskra króna.Frá nýbyggingu í Noregi. Áætlað er að byggingarkostnaður geti lækkað um 5-7 milljónir króna á íbúð.„Við þurfum að byggja fleiri íbúðir hraðar. Við vitum einnig að við þurfum meira húsnæði sem er aðgengilegt öllum. Með þessari lausn getum við bæði byggt fleiri íbúðir og jafnframt verða til fleiri íbúðir með aðgengi fyrir alla,“ segir ráðherrann. Sem dæmi um breytingar er að dregið er úr kröfum um snúningsrými hjólastóla, um lágmarksbreidd á göngum, um aðgengi að baðherbergjum, um sjálfvirkar hurðaopnanir og meiri halli verður leyfður á skábrautum og göngusvæðum, sem þýðir minni landslagsbreytingar og að hægt verður að byggja í meiri bratta. Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á kröfum um aðgengi í byggingarreglugerð í því skyni að draga úr kostnaði við smíði minni íbúða og auðvelda ungu fólki fyrstu íbúðakaup. Breytingarnar taka gildi um áramótin en tilgangurinn er að fjölga litlum íbúðum á markaði. „Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála, Jan Tore Sanner, í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Hann segir að með tímanum hafi tæknilegar kröfur aukist og gert húsnæði dýrara. Sérstaklega sé mikilvægt að einfalda reglurnar gagnvart litlum íbúðum af þeirri stærð sem dæmigerðar eru sem fyrstu íbúðakaup. Nýja reglugerðin veitir undanþágu frá kröfum um aðgengi fyrir helming íbúða, eins og tveggja herbergja, sem eru 50 fermetrar eða minni. Norskt byggingasamvinnufélag áætlar að stærð minni íbúða geti minnkað við þetta um 4-5 fermetra og byggingarkostnaður lækkað um milli 300 og 400 þúsund norskar krónur á hverja íbúð, eða sem nemur 5 til 7 milljónum íslenskra króna.Frá nýbyggingu í Noregi. Áætlað er að byggingarkostnaður geti lækkað um 5-7 milljónir króna á íbúð.„Við þurfum að byggja fleiri íbúðir hraðar. Við vitum einnig að við þurfum meira húsnæði sem er aðgengilegt öllum. Með þessari lausn getum við bæði byggt fleiri íbúðir og jafnframt verða til fleiri íbúðir með aðgengi fyrir alla,“ segir ráðherrann. Sem dæmi um breytingar er að dregið er úr kröfum um snúningsrými hjólastóla, um lágmarksbreidd á göngum, um aðgengi að baðherbergjum, um sjálfvirkar hurðaopnanir og meiri halli verður leyfður á skábrautum og göngusvæðum, sem þýðir minni landslagsbreytingar og að hægt verður að byggja í meiri bratta.
Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira