Hógværi huldumaðurinn á Höfðatorgi fundinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. desember 2014 17:01 Myndband af manni sem keyrði um á Cherokee Jeppa og bjargaði fólki sem var komið í ógöngur vegna vinds og hálku við Höfðatorg hefur gengið um netið í dag. Ríkisútvarpið birti meðal annars frétt um málið undir fyrirsögninni „Huldumaður á Cherokee bjargar fólki í neyð“. Huldumaðurinn sem þarna var á ferðinni er í raun Albert Ómar Guðbrandsson, umsjónarmaður fasteigna, sem sér meðal annars um turninn við Höfðatorg. Albert var hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður hafði samband við hann og fannst það sjálfsagt mál að bjarga fólki sem var í erfiðleikum vegna mikils vinds. „Við reynum yfirleitt að hjálpa fólki sem lendir í vandræðum," segir hann í samtali við Vísi. Annars vildi Albert gera sem minnst úr þessu. „Það getur orðið ansi vindasamt þarna. Fólk var reyndar beðið um að vera ekki á ferðinni og sú viðvörun var ekkert gefin út af ástæðulausu."Fékk viðurnefnið Höfðatorgshetjan fyrir tveimur árum Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Albert á Cherokee-jeppa koma fólki til bjargar sem getur lítið komist úr spori vegna hálku og vinds á svæðinu. Myndbandið tók Vilhelm Gauti Bergsveinsson sem getið hefur sér gott orðspor í gegnum árin fyrir framgöngu sína á handboltavellinum. Vísir birti í dag myndband af ferðamönnum sem lentu í vandræðum á svipuðum slóðum. Ari Sigurðsson og félagi hans reyndu að koma þeim til bjargar sem lauk með því að allir fuku niður í hinn margfræga bílakjallara við Höfðatorg.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Albert bjargar fólki við erfiðar aðstæður á Höfðatorgi. Þá fékk hann viðurnefnið Höfðatorgshetjan. Hér að neðan má sjá myndband frá árinu 2012 þegar hann kom fólki í skjól frá miklum vindi. Í samtali við Vísi sagði Albert þá: „Ástandið er bara búið að vera mjög slæmt, eins og veðrið. Það er allt í lagi inni en fyrir utan er þetta slæmt. Menn halda áfram að berjast í vindinum, jafnvel þó þeir komist ekki neitt - og jafnvel þó það sé búið að vara fólk við en við Íslendingar erum bara svona. Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig." Veður Tengdar fréttir Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig "Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag. 2. nóvember 2012 16:26 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Myndband af manni sem keyrði um á Cherokee Jeppa og bjargaði fólki sem var komið í ógöngur vegna vinds og hálku við Höfðatorg hefur gengið um netið í dag. Ríkisútvarpið birti meðal annars frétt um málið undir fyrirsögninni „Huldumaður á Cherokee bjargar fólki í neyð“. Huldumaðurinn sem þarna var á ferðinni er í raun Albert Ómar Guðbrandsson, umsjónarmaður fasteigna, sem sér meðal annars um turninn við Höfðatorg. Albert var hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður hafði samband við hann og fannst það sjálfsagt mál að bjarga fólki sem var í erfiðleikum vegna mikils vinds. „Við reynum yfirleitt að hjálpa fólki sem lendir í vandræðum," segir hann í samtali við Vísi. Annars vildi Albert gera sem minnst úr þessu. „Það getur orðið ansi vindasamt þarna. Fólk var reyndar beðið um að vera ekki á ferðinni og sú viðvörun var ekkert gefin út af ástæðulausu."Fékk viðurnefnið Höfðatorgshetjan fyrir tveimur árum Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Albert á Cherokee-jeppa koma fólki til bjargar sem getur lítið komist úr spori vegna hálku og vinds á svæðinu. Myndbandið tók Vilhelm Gauti Bergsveinsson sem getið hefur sér gott orðspor í gegnum árin fyrir framgöngu sína á handboltavellinum. Vísir birti í dag myndband af ferðamönnum sem lentu í vandræðum á svipuðum slóðum. Ari Sigurðsson og félagi hans reyndu að koma þeim til bjargar sem lauk með því að allir fuku niður í hinn margfræga bílakjallara við Höfðatorg.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Albert bjargar fólki við erfiðar aðstæður á Höfðatorgi. Þá fékk hann viðurnefnið Höfðatorgshetjan. Hér að neðan má sjá myndband frá árinu 2012 þegar hann kom fólki í skjól frá miklum vindi. Í samtali við Vísi sagði Albert þá: „Ástandið er bara búið að vera mjög slæmt, eins og veðrið. Það er allt í lagi inni en fyrir utan er þetta slæmt. Menn halda áfram að berjast í vindinum, jafnvel þó þeir komist ekki neitt - og jafnvel þó það sé búið að vara fólk við en við Íslendingar erum bara svona. Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig."
Veður Tengdar fréttir Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig "Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag. 2. nóvember 2012 16:26 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig "Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag. 2. nóvember 2012 16:26