Landsliðsþjálfarinn Helena Sverrisdóttir: Nýtt hlutverk fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2014 19:00 Helena Sverrisdóttir. Vísir/Valli Valtýr Björn Valtýsson heimsótti Helenu Sverrisdóttur á æfingu fimmtán ára landsliðs kvenna í körfubolta í dag en fyrirliði kvennalandsliðsins hefur tekið að sér þjálfun stelpnanna í samvinnu við Ingvar Þór Guðjónsson. Helena er á fullu með pólska atvinnumannaliðinu CCC Polkowice en náði að fara til Íslands í jólafrí. Hún gaf sér tíma í að vera með tvær æfingar á dag frá laugardegi til mánudags. „Þetta er nýtt hlutverk fyrir mig," sagði Helena við Valtý Björn þegar hann mætti í íþróttahúsið á Álftanesi og forvitnaðist um það hvernig það kom til að 26 ára gamall fyrirliði landsliðsins væri einnig farin að þjálfa eitt af yngri landsliðunum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjálfun. Ég veit alveg að ég er ung og ég vil halda áfram að spila. Það kom upp tækifæri til að taka við þessum ungu dömum og mér leyst mjög vel á það," sagði Helena. „Ég er búin að vera með körfuboltabúðir á sumrin í um tíu ár og ég veit að þetta verður örugglega framhaldið hjá mér. Mér lýst mjög vel á það og af hverju ekki að byrja strax," sagði Helena. „Það á bara eftir að koma í ljós hvernig þjálfari ég verð. Ég er allavega með frábæran þjálfara með mér núna, hann Ingvar (Þór Guðjónsson). Ég læri af þeim þjálfurum sem ég hef spilað fyrir, bæði af góðu og slæmu hlutunum og svo kemur inn eitthvað sem ég þekki sjálf sem leikmaður," segir Helena. „Ég á samt alveg eftir að mótast sem þjálfari en eins og staðan er núna þá finnst mér mjög gaman að þjálfa ungar stelpur og hjálpa þeim að finna réttu leiðina," segir Helena. Er næsta skref hjá Helenu að verða spilandi þjálfari? „Ég hef hugsað út í það en ég er ekki tilbúin í það strax. Ég er ennþá bara 26 ára en það aldrei að vita þegar ég hætti að spila í Evrópu og kem heim. Þá kemur kannski upp tækifæri til að gera eitthvað slíkt," segir Helena. Helena fer aftur út til Póllands 1. janúar en hún notar stóran hluta af jólafríinu sínu í að það að þjálfa stelpurnar í fimmtán ára landsliðinu. „Ég þarf að passa mig á því að finna tíma til að æfa sjálf. Ég æfði á milli æfinga í gær einmitt. Ég er búin að vera í íþróttahúsinu frá því að ég man eftir mér og annaðhvort er ég með bolta í hendinni eða er að setja boltann í höndina á einhverjum öðrum," sagði Helena. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Helenu hér fyrir neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Valtýr Björn Valtýsson heimsótti Helenu Sverrisdóttur á æfingu fimmtán ára landsliðs kvenna í körfubolta í dag en fyrirliði kvennalandsliðsins hefur tekið að sér þjálfun stelpnanna í samvinnu við Ingvar Þór Guðjónsson. Helena er á fullu með pólska atvinnumannaliðinu CCC Polkowice en náði að fara til Íslands í jólafrí. Hún gaf sér tíma í að vera með tvær æfingar á dag frá laugardegi til mánudags. „Þetta er nýtt hlutverk fyrir mig," sagði Helena við Valtý Björn þegar hann mætti í íþróttahúsið á Álftanesi og forvitnaðist um það hvernig það kom til að 26 ára gamall fyrirliði landsliðsins væri einnig farin að þjálfa eitt af yngri landsliðunum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjálfun. Ég veit alveg að ég er ung og ég vil halda áfram að spila. Það kom upp tækifæri til að taka við þessum ungu dömum og mér leyst mjög vel á það," sagði Helena. „Ég er búin að vera með körfuboltabúðir á sumrin í um tíu ár og ég veit að þetta verður örugglega framhaldið hjá mér. Mér lýst mjög vel á það og af hverju ekki að byrja strax," sagði Helena. „Það á bara eftir að koma í ljós hvernig þjálfari ég verð. Ég er allavega með frábæran þjálfara með mér núna, hann Ingvar (Þór Guðjónsson). Ég læri af þeim þjálfurum sem ég hef spilað fyrir, bæði af góðu og slæmu hlutunum og svo kemur inn eitthvað sem ég þekki sjálf sem leikmaður," segir Helena. „Ég á samt alveg eftir að mótast sem þjálfari en eins og staðan er núna þá finnst mér mjög gaman að þjálfa ungar stelpur og hjálpa þeim að finna réttu leiðina," segir Helena. Er næsta skref hjá Helenu að verða spilandi þjálfari? „Ég hef hugsað út í það en ég er ekki tilbúin í það strax. Ég er ennþá bara 26 ára en það aldrei að vita þegar ég hætti að spila í Evrópu og kem heim. Þá kemur kannski upp tækifæri til að gera eitthvað slíkt," segir Helena. Helena fer aftur út til Póllands 1. janúar en hún notar stóran hluta af jólafríinu sínu í að það að þjálfa stelpurnar í fimmtán ára landsliðinu. „Ég þarf að passa mig á því að finna tíma til að æfa sjálf. Ég æfði á milli æfinga í gær einmitt. Ég er búin að vera í íþróttahúsinu frá því að ég man eftir mér og annaðhvort er ég með bolta í hendinni eða er að setja boltann í höndina á einhverjum öðrum," sagði Helena. Það er hægt að sjá allt viðtal Valtýs við Helenu hér fyrir neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn