Jóhann Páll forviða vegna velgengni Ófeigs Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2014 13:06 Gamli refurinn Jóhann Páll man ekki eftir öðru eins, en handagangur er í öskjunni hjá Odda sem nú prentar 5. prentun bókar Ófeigs Sigurðssonar. Óvæntasti smellur jólabókaflóðsins er skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi. Hún selst og selst og var Forlagið að panta 5. prentun bókarinnar. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hjá Forlaginu man ekki annað eins og er hann eldri en tvævetur. „Þetta eru stórtíðindi! Oddi prentar 5. prentun á sólarhring. Sennilega hefur það aldrei gerst að endurprentun sé pöntuð á hádegi 22. og afgreidd á hádegi á Þorláksmessu,” segir Jóhann Páll. Og þó þeir sem þekkja til viti að Jóhann Páll er í útgáfunni af lífi og sál, þá er það nú svo að hann er óvenju spenntur fyrir þessu sem má heita óvænt. „Okkur grunaði ekki að hægt væri að fá endurprentun en þegar Oddinn sá að 4 . prentun hvarf í hvelli þá höfðu þeir samband og buðu þetta.“ Það sem gerir þetta sérstakt er að hér er um að ræða höfund sem skrifar það sem flokkast sem fagurbókmenntir. Öræfi eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hún var á dögunum verið valin besta íslenska skáldsagan af starfsfólki bókaverslana víða um land og kaupendur hafa nánast slegist um bókina. Jóhann Páll segir að prentun sé komin upp í 11 þúsund eintök sem eru mjög sérstakt þegar um fagurbókmenntir er að ræða. Vísir greindi frá þessari sigurgöngu bókarinnar síðast í gær, en hér á bæ hafa menn vart undan að uppfæra fréttir af velgengni spútnikks þessarar jólavertíðar: hans Ófeigs. Og Jóhann Páll kann að segja af þessum undrum: „Þegar ég las handritið að Öræfum heillaðist ég gjörsamlega og átti mér þann draum að mér tækist að brjótast í gegn með þessa bók á markaðnum. Það er ekki sjálfgefið að þó bók sé firnagóð að það takist að ná henni í toppsölu en draumur minn rættist. Þetta var stærsti draumur minn á þessari vertíð en ég varast þó almennt að vera með mikla drauma vegna þess að ég þoli illa vonbrigði. Samt bærast þeir auðvitað alltaf í undirmeðvitundinni. Mesta gleði útgefandans er ævinlega þegar tekst að sameina útgáfu á góðri bók og ná henni í metsölu.“ Að öðru leyti þá er það sem helst einkennir þessi bókajól er góð sala barnabóka, og því fagna þeir sem hafa áhyggjur af læsi ungmenna. Ævisögurnar og matreiðslubækurnar, sem voru áberandi í fyrra, eru ekki eins áberandi nú. Og, ekki er hægt að segja annað en glæpasögurnar haldi sínu, því efst á bóksölulista útgefenda tróna svo þau Arnaldur og Yrsa með sína krimma.Meðfylgjandi á hljóðskrá er útvarpsfrétt fréttastofu Bylgjunnar, þar sem rætt er við Bryndísi Loftsdóttur framkvæmdastjóra Félags íslenskra útgefanda um bóksölu almennt, fyrir þessi jólin. Jólafréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Óvæntasti smellur jólabókaflóðsins er skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi. Hún selst og selst og var Forlagið að panta 5. prentun bókarinnar. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hjá Forlaginu man ekki annað eins og er hann eldri en tvævetur. „Þetta eru stórtíðindi! Oddi prentar 5. prentun á sólarhring. Sennilega hefur það aldrei gerst að endurprentun sé pöntuð á hádegi 22. og afgreidd á hádegi á Þorláksmessu,” segir Jóhann Páll. Og þó þeir sem þekkja til viti að Jóhann Páll er í útgáfunni af lífi og sál, þá er það nú svo að hann er óvenju spenntur fyrir þessu sem má heita óvænt. „Okkur grunaði ekki að hægt væri að fá endurprentun en þegar Oddinn sá að 4 . prentun hvarf í hvelli þá höfðu þeir samband og buðu þetta.“ Það sem gerir þetta sérstakt er að hér er um að ræða höfund sem skrifar það sem flokkast sem fagurbókmenntir. Öræfi eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hún var á dögunum verið valin besta íslenska skáldsagan af starfsfólki bókaverslana víða um land og kaupendur hafa nánast slegist um bókina. Jóhann Páll segir að prentun sé komin upp í 11 þúsund eintök sem eru mjög sérstakt þegar um fagurbókmenntir er að ræða. Vísir greindi frá þessari sigurgöngu bókarinnar síðast í gær, en hér á bæ hafa menn vart undan að uppfæra fréttir af velgengni spútnikks þessarar jólavertíðar: hans Ófeigs. Og Jóhann Páll kann að segja af þessum undrum: „Þegar ég las handritið að Öræfum heillaðist ég gjörsamlega og átti mér þann draum að mér tækist að brjótast í gegn með þessa bók á markaðnum. Það er ekki sjálfgefið að þó bók sé firnagóð að það takist að ná henni í toppsölu en draumur minn rættist. Þetta var stærsti draumur minn á þessari vertíð en ég varast þó almennt að vera með mikla drauma vegna þess að ég þoli illa vonbrigði. Samt bærast þeir auðvitað alltaf í undirmeðvitundinni. Mesta gleði útgefandans er ævinlega þegar tekst að sameina útgáfu á góðri bók og ná henni í metsölu.“ Að öðru leyti þá er það sem helst einkennir þessi bókajól er góð sala barnabóka, og því fagna þeir sem hafa áhyggjur af læsi ungmenna. Ævisögurnar og matreiðslubækurnar, sem voru áberandi í fyrra, eru ekki eins áberandi nú. Og, ekki er hægt að segja annað en glæpasögurnar haldi sínu, því efst á bóksölulista útgefenda tróna svo þau Arnaldur og Yrsa með sína krimma.Meðfylgjandi á hljóðskrá er útvarpsfrétt fréttastofu Bylgjunnar, þar sem rætt er við Bryndísi Loftsdóttur framkvæmdastjóra Félags íslenskra útgefanda um bóksölu almennt, fyrir þessi jólin.
Jólafréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira