Vísindamenn þreyttir á fundum vegna Bárðarbungu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2014 11:41 Holuhraun með Urðarháls í forgrunni. Mynd/Jarðvísindastofnun HÍ Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Hraunið flæðir nú í lokaðri rás allt að jaðri hraunbreiðunnar austanverðar, 15 km frá gígaröðinni. Hraun rennur einnig til norðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vísindamannaráði almannavarna. Þar kemur einnig fram að ráðið hafi fundað alls áttatíu sinnum og hefði ekkert á móti því að fundum færi að fækka. Þeir muni þó standa vaktina áfram svo lengi sem þarf. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug, en heldur hefur þó dregið úr henni. Stærsti skjálftinn frá hádegi á föstudag mældist 4,5 stig að stærð í gær klukkan 16:12 á suðurbarmi öskjunnar. Sex skjálftar mældust stærri en fjögur stig og um 25 skjálftar á milli þrjú og fjögur stig frá því á föstudag. Alls mældust rúmlega 135 skjálftar frá föstudegi til sunnudags. Átján skjálftar mældust í bergganginum og við gosstöðvarnar í Holuhrauni frá því á föstudag. Allir minni en tvö stig að stærð. GPS mælingar við norðurhluta Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægt sig inn að Bárðarbungu. Hægt og rólega hefur dregið úr sighraðanum. Fjórir skjálftar mældust við Tungnafellsjökull á tímabilinu og um 18 skjálftar á svæðinu við Öskju-Herðubreið. Allir minni en M2,0 að stærð. Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu. Veður hefur ekki leyft ferðir á Bárðarbungu undanfarnar vikur og ekki er útlit fyrir að hægt verði að fara þangað fyrr en eftir hátíðarnar.Handmælar víða um land Í dag (mánudag) er búist við gasmengun suðaustanlands á svæðinu frá Mýrdal austur á Reyðarfjörð. Á morgun (þriðjudag) má búast við gasmengun suðuvestur af gosstöðvunum. Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgaedi.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.Standa áfram vaktina Gosið hefur staðið í rúmlega þrjá mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna: 1. Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn. 2. Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 3. Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu. Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 30. desember. Vísindamannráð almannavarna hefur haldið 80 fundi frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst. Ráðinu væri það ekki þvert um geð þó fundir þess vegna Bárðarbungu yrðu ekki mikið fleiri, en mun að sjálfsögðu standa vaktina svo lengi sem þarf. Bárðarbunga Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Hraunið flæðir nú í lokaðri rás allt að jaðri hraunbreiðunnar austanverðar, 15 km frá gígaröðinni. Hraun rennur einnig til norðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vísindamannaráði almannavarna. Þar kemur einnig fram að ráðið hafi fundað alls áttatíu sinnum og hefði ekkert á móti því að fundum færi að fækka. Þeir muni þó standa vaktina áfram svo lengi sem þarf. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug, en heldur hefur þó dregið úr henni. Stærsti skjálftinn frá hádegi á föstudag mældist 4,5 stig að stærð í gær klukkan 16:12 á suðurbarmi öskjunnar. Sex skjálftar mældust stærri en fjögur stig og um 25 skjálftar á milli þrjú og fjögur stig frá því á föstudag. Alls mældust rúmlega 135 skjálftar frá föstudegi til sunnudags. Átján skjálftar mældust í bergganginum og við gosstöðvarnar í Holuhrauni frá því á föstudag. Allir minni en tvö stig að stærð. GPS mælingar við norðurhluta Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægt sig inn að Bárðarbungu. Hægt og rólega hefur dregið úr sighraðanum. Fjórir skjálftar mældust við Tungnafellsjökull á tímabilinu og um 18 skjálftar á svæðinu við Öskju-Herðubreið. Allir minni en M2,0 að stærð. Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu. Veður hefur ekki leyft ferðir á Bárðarbungu undanfarnar vikur og ekki er útlit fyrir að hægt verði að fara þangað fyrr en eftir hátíðarnar.Handmælar víða um land Í dag (mánudag) er búist við gasmengun suðaustanlands á svæðinu frá Mýrdal austur á Reyðarfjörð. Á morgun (þriðjudag) má búast við gasmengun suðuvestur af gosstöðvunum. Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgaedi.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.Standa áfram vaktina Gosið hefur staðið í rúmlega þrjá mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna: 1. Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn. 2. Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 3. Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu. Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 30. desember. Vísindamannráð almannavarna hefur haldið 80 fundi frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst. Ráðinu væri það ekki þvert um geð þó fundir þess vegna Bárðarbungu yrðu ekki mikið fleiri, en mun að sjálfsögðu standa vaktina svo lengi sem þarf.
Bárðarbunga Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira