Aron: Tilefni til umhugsunar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2014 14:05 Aron Kristjánsson ásamt Gunnari Magnússyni á æfingu landsliðsins í dag. Aron Pálmarsson er á myndinni til hægri. Vísir/Valli/Daníel Aron Kristjánsson stýrði í dag fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir HM í Katar sem hefst um miðjan næsta mánuð. Æfingin fór fram án Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Sá síðarnefndi missir af æfingum liðsins bæði í dag og á morgun en landsliðsþjálfarinn segir mál þetta hafa áhrif á undirbúning liðsins fyrir HM í Katar. „Þetta eru fáar æfingar sem við fáum allir saman í aðdraganda þessa móts og því skiptir hver æfing miklu máli. Í dag ætluðum við að vinna með atriði þar sem hann er í vissu lykilhlutverki og slæmt að hann geti ekki tekið þátt í því.“ „Þetta hefur svo auðvitað verið áfall fyrir hann sjálfan en ég á von á honum til æfinga hér þann 2. janúar og vonandi að hann verði í lagi þá. Hann er með skurð yfir öðru auganu og bólginn í andlitinu.“ Aron segist hafa búið sig undir það versta miðað við fyrstu tíðindin sem hann fékk af atvikinu. „En svo heyrði ég í honum sjálfum og varð rólegri. Ég hef ekki áhyggjur af öðru en að hann kom inn í þetta verkefni með okkur af fullum krafti. Hann var farinn að hlakka mikið til að taka þátt í mótinu og ég hef fulla trú á því að við náum að vinna úr þessu.“ Aron Pálmarsson var að skemmta sér með vinum á sínum frítíma en landsliðsþjálfarinn segir að mál sem þetta séu ávallt viðkvæm. „Hann var að spila með sínu félagsliði þann 26. desember og kom svo heim degi síðar. Hann var svo í fríi til 30. desember og fór því út að borða með sínum félögum þegar þetta atvik á sér stað. Það er mjög slæmt og ætti að gefa mönnum tilefni til umhugsunar. Menn verða að fara varlega og passa sig.“ Aron telur ekki að þetta mál hafi neikvæð áhrif á leikmannahópinn. „Það er auðvitað slæmt að hann missi af þessum æfingum og að umfjöllun um liðið nú þegar undirbúningur fyrir stórmót hefst skuli vera á þessum nótum. En það eru þaulreyndir strákar í hópnum og þeir munu standa þétt við bak Arons. Þeir fordæma þessa árás því þetta getur auðvitað gerst fyrir hvern sem er.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Aron Kristjánsson stýrði í dag fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir HM í Katar sem hefst um miðjan næsta mánuð. Æfingin fór fram án Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Sá síðarnefndi missir af æfingum liðsins bæði í dag og á morgun en landsliðsþjálfarinn segir mál þetta hafa áhrif á undirbúning liðsins fyrir HM í Katar. „Þetta eru fáar æfingar sem við fáum allir saman í aðdraganda þessa móts og því skiptir hver æfing miklu máli. Í dag ætluðum við að vinna með atriði þar sem hann er í vissu lykilhlutverki og slæmt að hann geti ekki tekið þátt í því.“ „Þetta hefur svo auðvitað verið áfall fyrir hann sjálfan en ég á von á honum til æfinga hér þann 2. janúar og vonandi að hann verði í lagi þá. Hann er með skurð yfir öðru auganu og bólginn í andlitinu.“ Aron segist hafa búið sig undir það versta miðað við fyrstu tíðindin sem hann fékk af atvikinu. „En svo heyrði ég í honum sjálfum og varð rólegri. Ég hef ekki áhyggjur af öðru en að hann kom inn í þetta verkefni með okkur af fullum krafti. Hann var farinn að hlakka mikið til að taka þátt í mótinu og ég hef fulla trú á því að við náum að vinna úr þessu.“ Aron Pálmarsson var að skemmta sér með vinum á sínum frítíma en landsliðsþjálfarinn segir að mál sem þetta séu ávallt viðkvæm. „Hann var að spila með sínu félagsliði þann 26. desember og kom svo heim degi síðar. Hann var svo í fríi til 30. desember og fór því út að borða með sínum félögum þegar þetta atvik á sér stað. Það er mjög slæmt og ætti að gefa mönnum tilefni til umhugsunar. Menn verða að fara varlega og passa sig.“ Aron telur ekki að þetta mál hafi neikvæð áhrif á leikmannahópinn. „Það er auðvitað slæmt að hann missi af þessum æfingum og að umfjöllun um liðið nú þegar undirbúningur fyrir stórmót hefst skuli vera á þessum nótum. En það eru þaulreyndir strákar í hópnum og þeir munu standa þétt við bak Arons. Þeir fordæma þessa árás því þetta getur auðvitað gerst fyrir hvern sem er.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08
Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00
Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40
Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33