Vertu á verði Elín Hirst skrifar 13. janúar 2014 09:28 Almenn ánægja var með það í þjóðfélaginu skömmu fyrir jól þegar samningar náðust á hinum almenna vinnumarkaði um hóflegar launahækkanir til þess að standa vörð um stöðugleikann í landinu. Nú þegar nýgerðir kjarasamningar bíða staðfestingar berast afar slæm tíðindi um verðhækkanir vítt og breytt um þjóðfélagið. Ekki er mikill tími til stefnu til að vinda ofan af þessari þróun. Undirbúningur að atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er þegar hafin og niðurstaðan á að liggja fyrir 22. janúar. Það er líka gott að sjá að menn ætla alls ekki að gefast upp og láta verðbólguna taka völdin enn einu sinni. Aðildarfélög ASÍ hafa hrundið af stað frábæru átaki til að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum sem landsmenn eru að verða fyrir barðinu á um þessar mundir, vertuaverdi.is. Það er frekar ófögur sjón að sjá þegar maður skoðar þessa síðu hversu margir hafa þegar stokkið á verðhækkunarvagninn. En þeir geta bætt ráð sitt. Samkvæmt ASÍ er markmiðið með átakinu tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Vilja menn virkilega fórna þeim tækifærum sem við höfum til að auka stöðugleikann í landinu. Ég vona svo sannarlega að þeir sem hafa hækkað verð sjái að sér og afturkalli verðhækkanir. Emmessís dró til dæmis til baka boðaða verðhækkun fyrir nokkrum dögum sem var til fyrirmyndar og fleiri hafa gert slíkt hið sama. Neytendur ættu líka að láta sig það miklu máli skipta hvaða fyrirtæki það eru sem ætla ekki að taka þátt í þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að halda aftur af verðhækkunum og þar með verðbólgunni í landinu, sem er okkar helsti óvinur. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðhækkana og verðbólgu. Ég hvet fólk til að nota þetta góða framtak til að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Almenn ánægja var með það í þjóðfélaginu skömmu fyrir jól þegar samningar náðust á hinum almenna vinnumarkaði um hóflegar launahækkanir til þess að standa vörð um stöðugleikann í landinu. Nú þegar nýgerðir kjarasamningar bíða staðfestingar berast afar slæm tíðindi um verðhækkanir vítt og breytt um þjóðfélagið. Ekki er mikill tími til stefnu til að vinda ofan af þessari þróun. Undirbúningur að atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er þegar hafin og niðurstaðan á að liggja fyrir 22. janúar. Það er líka gott að sjá að menn ætla alls ekki að gefast upp og láta verðbólguna taka völdin enn einu sinni. Aðildarfélög ASÍ hafa hrundið af stað frábæru átaki til að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum sem landsmenn eru að verða fyrir barðinu á um þessar mundir, vertuaverdi.is. Það er frekar ófögur sjón að sjá þegar maður skoðar þessa síðu hversu margir hafa þegar stokkið á verðhækkunarvagninn. En þeir geta bætt ráð sitt. Samkvæmt ASÍ er markmiðið með átakinu tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Vilja menn virkilega fórna þeim tækifærum sem við höfum til að auka stöðugleikann í landinu. Ég vona svo sannarlega að þeir sem hafa hækkað verð sjái að sér og afturkalli verðhækkanir. Emmessís dró til dæmis til baka boðaða verðhækkun fyrir nokkrum dögum sem var til fyrirmyndar og fleiri hafa gert slíkt hið sama. Neytendur ættu líka að láta sig það miklu máli skipta hvaða fyrirtæki það eru sem ætla ekki að taka þátt í þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að halda aftur af verðhækkunum og þar með verðbólgunni í landinu, sem er okkar helsti óvinur. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðhækkana og verðbólgu. Ég hvet fólk til að nota þetta góða framtak til að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun