Átta á hausinn á korteri við Gullfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. janúar 2014 09:00 Ferðamenn standa naumlega í fæturnar við Gullfoss nái þeir þangað klakklaust í hálkunni á annað borð. Mynd/JónKBS „Ég er að biðla til allra aðila að setjast niður og finna lausnir,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, sem kveður ferðafólki stafa mikil hætta af hálku og ófærð á svæðinu. Ásborg bendir á að ferðafólki hérlendis hafa fjölgað um 40 prósent í desember miðað við í desember 2012. Flestir skoði þeir Þingvelli og Gullfoss og Geysi. Sumir séu í rútum en margir á bílaleigubílum, jafnvel alls óvanir að aka í snjó og hálku.Ekki mokað alla daga „Við höfum verulegar áhyggjur af bæði hálku á vegum og fyrir gangandi fólk og ekki síður snjómokstri. Hér er aðeins mokað fimm daga vikunnar en laugardagar og þriðjudagar eru ekki mokstursdagar,“ segir Ásborg sem sent hefur sveitarstjórnarfólki í Bláskógabyggð ákall. „Mannslíf og heilsa eru í húfi,“ skrifar hún í bréfinu sem tekið var fyrir í sveitarstjórn fyrir helgi. „Nauðsynlegt er að bregðast við þeim aðstæðum sem nú hafa skapast þar sem mikil hálka er viðvarandi sem skapar mikla hættu fyrir ferðamenn,“ segir sveitarstjórnin sem kveður Drífu Kristjánsdóttur oddvita hafa fundað með Umhverfisstofnun um ástand göngustíga við Gullfoss og að Vegagerðin hafi fundað með oddvitanum, sveitarstjóranum og ferðamálafulltrúanum um öryggi ferðamanna.Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu.Mynd/JónKBSEkki benda hver á annan „Aðalatriðið er að menn ræði málin af alvöru og finni lausnir og framkvæmi í framhaldi af því,“ segir Ásborg við Fréttablaðið. Allir sýni málinu skilning en enginn segist hafa fjármagn. „Við megum ekki kveina og benda hver á annan heldur verðum við að finna saman lausnir og gera,“ undirstrikar hún. Í bréfi sínu til Bláaskógabyggðar vitnar Ásborg til ummæla af netinu. Þótt þau sé ekki alltaf málefnaleg þurfi að taka á þeim mark. „Taldi átta manns sem runnu á hausinn og einn sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur,“ segir í einum slíkum ummælum. Í Fréttablaðinu fyrir viku var haft eftir Gunnari Inga Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Sterna Travel, að fimm erlendir ferðamenn hefðu beinbrotnað í hálku frá því í byrjun desember. Einhver þyrfti að bera ábyrgð á að þessi mál væru í lagi.Ummæli af netinu„Ég fór gullhring 30. og 31.12.2013 og var frekar hissa á því að engar hálkuvarnir voru á ís sem þakti alla gangstíga og bílastæðin við Gullfoss. Taldi átta manns sem runnu á hausinn ásamt einum sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur.“„Ég veit til að mynda um einn mann sem lærbrotnaði í dag eftir að hafa runnið til á svellinu. Það er gjörsamlega fáránlegt að verið sé hvetja fólk til að koma á þessa staði en á sama tíma lítið sem ekkert gert fyrir það. Það hefur ekki verið saltað né komið fyrir sand á svellinu við Gullfoss og hefur fólk verið í miklum vandræðum með að fóta sig.“ Veður Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
„Ég er að biðla til allra aðila að setjast niður og finna lausnir,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, sem kveður ferðafólki stafa mikil hætta af hálku og ófærð á svæðinu. Ásborg bendir á að ferðafólki hérlendis hafa fjölgað um 40 prósent í desember miðað við í desember 2012. Flestir skoði þeir Þingvelli og Gullfoss og Geysi. Sumir séu í rútum en margir á bílaleigubílum, jafnvel alls óvanir að aka í snjó og hálku.Ekki mokað alla daga „Við höfum verulegar áhyggjur af bæði hálku á vegum og fyrir gangandi fólk og ekki síður snjómokstri. Hér er aðeins mokað fimm daga vikunnar en laugardagar og þriðjudagar eru ekki mokstursdagar,“ segir Ásborg sem sent hefur sveitarstjórnarfólki í Bláskógabyggð ákall. „Mannslíf og heilsa eru í húfi,“ skrifar hún í bréfinu sem tekið var fyrir í sveitarstjórn fyrir helgi. „Nauðsynlegt er að bregðast við þeim aðstæðum sem nú hafa skapast þar sem mikil hálka er viðvarandi sem skapar mikla hættu fyrir ferðamenn,“ segir sveitarstjórnin sem kveður Drífu Kristjánsdóttur oddvita hafa fundað með Umhverfisstofnun um ástand göngustíga við Gullfoss og að Vegagerðin hafi fundað með oddvitanum, sveitarstjóranum og ferðamálafulltrúanum um öryggi ferðamanna.Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu.Mynd/JónKBSEkki benda hver á annan „Aðalatriðið er að menn ræði málin af alvöru og finni lausnir og framkvæmi í framhaldi af því,“ segir Ásborg við Fréttablaðið. Allir sýni málinu skilning en enginn segist hafa fjármagn. „Við megum ekki kveina og benda hver á annan heldur verðum við að finna saman lausnir og gera,“ undirstrikar hún. Í bréfi sínu til Bláaskógabyggðar vitnar Ásborg til ummæla af netinu. Þótt þau sé ekki alltaf málefnaleg þurfi að taka á þeim mark. „Taldi átta manns sem runnu á hausinn og einn sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur,“ segir í einum slíkum ummælum. Í Fréttablaðinu fyrir viku var haft eftir Gunnari Inga Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Sterna Travel, að fimm erlendir ferðamenn hefðu beinbrotnað í hálku frá því í byrjun desember. Einhver þyrfti að bera ábyrgð á að þessi mál væru í lagi.Ummæli af netinu„Ég fór gullhring 30. og 31.12.2013 og var frekar hissa á því að engar hálkuvarnir voru á ís sem þakti alla gangstíga og bílastæðin við Gullfoss. Taldi átta manns sem runnu á hausinn ásamt einum sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur.“„Ég veit til að mynda um einn mann sem lærbrotnaði í dag eftir að hafa runnið til á svellinu. Það er gjörsamlega fáránlegt að verið sé hvetja fólk til að koma á þessa staði en á sama tíma lítið sem ekkert gert fyrir það. Það hefur ekki verið saltað né komið fyrir sand á svellinu við Gullfoss og hefur fólk verið í miklum vandræðum með að fóta sig.“
Veður Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira