Gjaldeyrishöft og glötuð tækifæri Ólafur Þ. Stephensen skrifar 31. janúar 2014 06:00 Fréttablaðið hefur í vikunni fjallað um gjaldeyrishöftin frá ýmsum hliðum. Í fréttaskýringu í Markaðnum kom fram að erfitt væri að mæla nákvæmlega kostnað íslenzks viðskiptalífs af höftunum. Hann felst ekki sízt í glötuðum tækifærum, af því að íslenzkir fjárfestar eru fastir innan haftanna og erlendir hætta sér ekki inn fyrir þau. Þó er hægt að bregða mælistiku á beinan kostnað við „umsýslu“ haftanna; frá 2009 og þar til í fyrra má áætla kostnað íslenzkra fyrirtækja og Seðlabankans við að sækja um og veita undanþágur frá höftunum á meira en hálfan annan milljarð. Gengið er út frá því að kostnaður við hverja umsókn sé rúmlega 400 þúsund krónur. Þó eru til raunveruleg dæmi um hærri kostnað. Sprotafyrirtækið Clara mat kostnaðinn við að millifæra einn Bandaríkjadal til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum á um 750 þúsund krónur! Tapaður ávinningur íslenzks atvinnulífs vegna gjaldeyrishafta verður líklega fremur mældur í milljörðum eða tugum milljarða. Í Fréttablaðinu í gær var þannig sagt frá því að fyrirtæki sem vinna að þróun jarðvarmaverkefna á alþjóðlegum vettvangi hefðu flestöll hrakizt úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Með því móti hafa þau auðveldari aðgang að fjármagni. Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco, segir að höftin loki miklum tækifærum og fæli erlenda fjárfesta frá. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar,“ segir hann. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir í umfjöllun Markaðarins að íslenzk fyrirtæki sem leiti að alþjóðlegu fjármagni verði oft að bregðast við kröfum fjárfesta um að starfsemin verði byggð upp utan Íslands. „Þeir treysta ekki rekstrarumhverfinu hér. Að sjálfsögðu hamlar þetta vexti íslenskra fyrirtækja,“ segir Svana. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, bendir réttilega á að höftin snerti ekki hinn almenna borgara með nægilega beinum hætti til að almennur þrýstingur sé á afnám þeirra. Á meðan fólk getur notað greiðslukortin sín í útlöndum og fengið afgreiddan gjaldeyri, jafnvel þótt það þurfi nú að framvísa farseðli, áttar það sig kannski ekki á því hversu miklum skaða höftin valda; hvernig þau hamla vexti nýrra atvinnugreina og ógna þar með framtíðarlífskjörum á Íslandi. Þeir sem standa í rekstri fyrirtækja átta sig hins vegar æ betur á meinsemdinni. Frosti bendir á að vexti hefðbundinna útflutningsgreina séu takmörk sett og vöxturinn þurfi í auknum mæli að koma frá þekkingariðnaði. „Ég leyfi mér að fullyrða að ef höftin verða hér áfram eftir tíu ár eða tuttugu þá verður starfsemi þessara fyrirtækja í algjöru lágmarki hér á Íslandi.“ Flestir eru sammála um að íslenzka krónan verði hér eftir alltaf í einhvers konar höftum; hún verði aldrei aftur á frjálsum markaði. Það ætti að vera algjört forgangsverkefni stjórnvalda að leita leiða til að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem tryggði vöxt nýrra þekkingargreina og um leið lífskjörin á Íslandi í framtíðinni. Því miður er það verkefni ekki efst á dagskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur í vikunni fjallað um gjaldeyrishöftin frá ýmsum hliðum. Í fréttaskýringu í Markaðnum kom fram að erfitt væri að mæla nákvæmlega kostnað íslenzks viðskiptalífs af höftunum. Hann felst ekki sízt í glötuðum tækifærum, af því að íslenzkir fjárfestar eru fastir innan haftanna og erlendir hætta sér ekki inn fyrir þau. Þó er hægt að bregða mælistiku á beinan kostnað við „umsýslu“ haftanna; frá 2009 og þar til í fyrra má áætla kostnað íslenzkra fyrirtækja og Seðlabankans við að sækja um og veita undanþágur frá höftunum á meira en hálfan annan milljarð. Gengið er út frá því að kostnaður við hverja umsókn sé rúmlega 400 þúsund krónur. Þó eru til raunveruleg dæmi um hærri kostnað. Sprotafyrirtækið Clara mat kostnaðinn við að millifæra einn Bandaríkjadal til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum á um 750 þúsund krónur! Tapaður ávinningur íslenzks atvinnulífs vegna gjaldeyrishafta verður líklega fremur mældur í milljörðum eða tugum milljarða. Í Fréttablaðinu í gær var þannig sagt frá því að fyrirtæki sem vinna að þróun jarðvarmaverkefna á alþjóðlegum vettvangi hefðu flestöll hrakizt úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Með því móti hafa þau auðveldari aðgang að fjármagni. Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco, segir að höftin loki miklum tækifærum og fæli erlenda fjárfesta frá. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar,“ segir hann. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir í umfjöllun Markaðarins að íslenzk fyrirtæki sem leiti að alþjóðlegu fjármagni verði oft að bregðast við kröfum fjárfesta um að starfsemin verði byggð upp utan Íslands. „Þeir treysta ekki rekstrarumhverfinu hér. Að sjálfsögðu hamlar þetta vexti íslenskra fyrirtækja,“ segir Svana. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, bendir réttilega á að höftin snerti ekki hinn almenna borgara með nægilega beinum hætti til að almennur þrýstingur sé á afnám þeirra. Á meðan fólk getur notað greiðslukortin sín í útlöndum og fengið afgreiddan gjaldeyri, jafnvel þótt það þurfi nú að framvísa farseðli, áttar það sig kannski ekki á því hversu miklum skaða höftin valda; hvernig þau hamla vexti nýrra atvinnugreina og ógna þar með framtíðarlífskjörum á Íslandi. Þeir sem standa í rekstri fyrirtækja átta sig hins vegar æ betur á meinsemdinni. Frosti bendir á að vexti hefðbundinna útflutningsgreina séu takmörk sett og vöxturinn þurfi í auknum mæli að koma frá þekkingariðnaði. „Ég leyfi mér að fullyrða að ef höftin verða hér áfram eftir tíu ár eða tuttugu þá verður starfsemi þessara fyrirtækja í algjöru lágmarki hér á Íslandi.“ Flestir eru sammála um að íslenzka krónan verði hér eftir alltaf í einhvers konar höftum; hún verði aldrei aftur á frjálsum markaði. Það ætti að vera algjört forgangsverkefni stjórnvalda að leita leiða til að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem tryggði vöxt nýrra þekkingargreina og um leið lífskjörin á Íslandi í framtíðinni. Því miður er það verkefni ekki efst á dagskránni.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun