Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. janúar 2014 07:00 Virkjað í Kenýa. Erlendir samstarfsaðilar fást ekki til þess að leggja fé í íslensk fyrirtæki á sviði jarðvarma. Af þeim sökum færast verkefni í erlend félög. Nordicphotos/AFP „Almennt séð eru öll þessi þróunarfyrirtæki meira og minna farin úr landi,“ segir Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri sviðs nýrra jarðvarmavirkjana hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco og fyrrverandi forstjóri Enex, um stöðu jarðvarmaverkefna Íslendinga utan landsteinanna. „Eina undantekningin er Reykjavík Geothermal.“ Gjaldeyrishöftin hreki starfsemina úr landi. Meðal íslenskra félaga sem unnið hafa að jarðvarmaverkefnum í útlöndum og eru ekki lengur virk, samkvæmt upplýsingum Lárusar, eru Geysir Green Energy (GGE), Enex, Landsvirkjun Power (LVP) og Reykjavík Energy Invest (REI). „Höftin loka svo miklum tækifærum,“ segir Lárus, en þar komi til fælingarmáttur haftanna á erlenda fjárfesta. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar.“Lárus ElíassonStarfsfólk í orkugeira segir Lárus hins vegar hafa fundið sér verkefni víða um heim, hvort sem það sé í Kína, Bretlandi, Noregi eða annars staðar. „Jarðboranir eru með mestan hluta af sínum áhöldum erlendis og bora í Indónesíu og á Nýja-Sjálandi.“ Fólk í geiranum sé því bara jákvætt því staðan sýni að þar sem þekking er til staðar sé hægt að selja hana í einhverri mynd. „En það hefði náttúrlega verið miklu skemmtilegra að gera eitthvað á íslenskum forsendum.“ Skaðinn fyrir Ísland endurspeglist í því að nú sé bara um að ræða útselda sérfræðivinnu í útlöndum, fremur en að verið sé að stofna fyrirtæki sem síðan skili heim hagnaði. „Þeir segja grínlaust, verkfræðingarnir sem komnir eru til Noregs, að þeir séu farandverkamenn norðursins.“ Verkefnin sé ekki að finna heima og því þurfi menn að leita annað til að færa björg í bú.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta.Fréttablaðið/PjeturÓfremdarástand fyrir eigendur sparifjár „Staðan er óbærileg og sér ekki fyrir endann á henni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Fjárfestar og sparifjáreigendur eiga enga kosti í þessu landi. Raunskattlagning sparnaðarkosta er hér um og yfir 100 prósent og hér er sennilega verðbóla á hlutabréfamarkaði,“ segir Vilhjálmur og kveður því sparifjáreigendur eiga afskaplega bágt. „Og sá hópur sparifjáreigenda sem heitir lífeyrissjóðir á það enn bágara því hér er verið að byggja upp töluvert stóra bólu sem hugsanlega gæti leitt til skerðingar á lífeyri á komandi árum.“ Innanlandsáhætta innan hafta sé því að verða heldur mikil. Síðan reyni hver að klóra sig fram úr stöðunni eftir eigin hyggjuviti, hvort sem það sé með fasteignakaupum, eða með því að spara ekki. Á þingi segir Vilhjálmur áfram þrýst á um lausn gjaldeyrishaftanna, en það gangi hægt. Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Sjá meira
„Almennt séð eru öll þessi þróunarfyrirtæki meira og minna farin úr landi,“ segir Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri sviðs nýrra jarðvarmavirkjana hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco og fyrrverandi forstjóri Enex, um stöðu jarðvarmaverkefna Íslendinga utan landsteinanna. „Eina undantekningin er Reykjavík Geothermal.“ Gjaldeyrishöftin hreki starfsemina úr landi. Meðal íslenskra félaga sem unnið hafa að jarðvarmaverkefnum í útlöndum og eru ekki lengur virk, samkvæmt upplýsingum Lárusar, eru Geysir Green Energy (GGE), Enex, Landsvirkjun Power (LVP) og Reykjavík Energy Invest (REI). „Höftin loka svo miklum tækifærum,“ segir Lárus, en þar komi til fælingarmáttur haftanna á erlenda fjárfesta. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar.“Lárus ElíassonStarfsfólk í orkugeira segir Lárus hins vegar hafa fundið sér verkefni víða um heim, hvort sem það sé í Kína, Bretlandi, Noregi eða annars staðar. „Jarðboranir eru með mestan hluta af sínum áhöldum erlendis og bora í Indónesíu og á Nýja-Sjálandi.“ Fólk í geiranum sé því bara jákvætt því staðan sýni að þar sem þekking er til staðar sé hægt að selja hana í einhverri mynd. „En það hefði náttúrlega verið miklu skemmtilegra að gera eitthvað á íslenskum forsendum.“ Skaðinn fyrir Ísland endurspeglist í því að nú sé bara um að ræða útselda sérfræðivinnu í útlöndum, fremur en að verið sé að stofna fyrirtæki sem síðan skili heim hagnaði. „Þeir segja grínlaust, verkfræðingarnir sem komnir eru til Noregs, að þeir séu farandverkamenn norðursins.“ Verkefnin sé ekki að finna heima og því þurfi menn að leita annað til að færa björg í bú.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta.Fréttablaðið/PjeturÓfremdarástand fyrir eigendur sparifjár „Staðan er óbærileg og sér ekki fyrir endann á henni,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Fjárfestar og sparifjáreigendur eiga enga kosti í þessu landi. Raunskattlagning sparnaðarkosta er hér um og yfir 100 prósent og hér er sennilega verðbóla á hlutabréfamarkaði,“ segir Vilhjálmur og kveður því sparifjáreigendur eiga afskaplega bágt. „Og sá hópur sparifjáreigenda sem heitir lífeyrissjóðir á það enn bágara því hér er verið að byggja upp töluvert stóra bólu sem hugsanlega gæti leitt til skerðingar á lífeyri á komandi árum.“ Innanlandsáhætta innan hafta sé því að verða heldur mikil. Síðan reyni hver að klóra sig fram úr stöðunni eftir eigin hyggjuviti, hvort sem það sé með fasteignakaupum, eða með því að spara ekki. Á þingi segir Vilhjálmur áfram þrýst á um lausn gjaldeyrishaftanna, en það gangi hægt.
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Sjá meira