Haförninn friðaður í 100 ár á Íslandi Brjánn Jónasson skrifar 30. janúar 2014 10:00 Hafernir á Íslandi hafa verið í nokkurs konar gjörgæslu. Umferð við arnarhreiður hefur til að mynda verið bönnuð til að styggja ekki fuglinn. Mynd/Kristinn Haukur Skarphéðinsson Eftir að hafa verið friðaður í 100 ár er hafarnarstofninn við Ísland tekinn að braggast verulega, og er trúlega jafn stór í dag og hann var fyrir aldamótin 1900, segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Alþingi ákvað að haförninn skyldi vera alfriðaður frá ársbyrjun 1914 með fuglafriðunarlögum sem voru samþykkt sumarið 1913. Með framsýni nokkurra alþingismanna var Ísland fyrsta ríkið til að friða þessa fuglategund, segir Kristinn.Kristinn Haukur Skarphéðinsson„Það var orðið ljóst á þessum tíma að örnum hafði fækkað mjög mikið síðustu áratugina. Þeim fækkaði fyrst og fremst vegna þess að þeir voru drepnir vísvitandi bæði með eitri og skotum, það voru ýmsir hagsmunir sem stjórnuðu því,“ segir Kristinn. „Það má segja að þessi ákvörðun hafi komið í veg fyrir að þessi tegund yrði útdauð hér á landi,“ segir Kristinn. Örnunum hélt þó áfram að fækka eftir að friðunin tók gildi. Líklegt er að útburður á eitri sem ætlað var refum hafi haft þar mikil áhrif. „Eftir fimmtíu ára friðun var stofninn í jafn slæmu standi, eða því sem næst, og hann var í þegar friðunin tók gildi,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en Fuglaverndarfélaginu hafi tekist að stöðva útburð á eitri að eitthvað hafi farið að ganga að vernda stofninn. Haförninn er langlífur og viðkoman lítil, svo það tekur langan tíma fyrir friðun að hafa áhrif. „Í dag hafa 70 pör helgað sér óðöl. Stofninn er í betra horfi en hann hefur verið frá því fyrir aldamótin 1900. Hann vex hægt og örugglega, en dreifist mjög hægt út. Hann var um allt land áður en er í dag bundinn við Vesturlandið,“ segir Kristinn. Hann segir að stofninn sé almennt séð í góðu ástandi, bæði hér á landi og í Norður-Evrópu.Önnur ríki seinni til að friða haförninn Alþingi ákvað sumarið 1913 að friða haförninn tímabundið í fimm ár, frá ársbyrjun 1914. Friðunin var jafnan framlengd, þó það hafi oft kostað harðvítug átök á Alþingi. Önnur ríki voru ekki jafn fljót til. Sum nágrannaríkjanna, til dæmis Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, friðuðu haförninn á árabilinu 1924 til 1934, en önnur ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Norðmenn friðuðu haförninn til að mynda ekki fyrr en árið 1968, og Grænlendingar ekki fyrr en 1973. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
Eftir að hafa verið friðaður í 100 ár er hafarnarstofninn við Ísland tekinn að braggast verulega, og er trúlega jafn stór í dag og hann var fyrir aldamótin 1900, segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Alþingi ákvað að haförninn skyldi vera alfriðaður frá ársbyrjun 1914 með fuglafriðunarlögum sem voru samþykkt sumarið 1913. Með framsýni nokkurra alþingismanna var Ísland fyrsta ríkið til að friða þessa fuglategund, segir Kristinn.Kristinn Haukur Skarphéðinsson„Það var orðið ljóst á þessum tíma að örnum hafði fækkað mjög mikið síðustu áratugina. Þeim fækkaði fyrst og fremst vegna þess að þeir voru drepnir vísvitandi bæði með eitri og skotum, það voru ýmsir hagsmunir sem stjórnuðu því,“ segir Kristinn. „Það má segja að þessi ákvörðun hafi komið í veg fyrir að þessi tegund yrði útdauð hér á landi,“ segir Kristinn. Örnunum hélt þó áfram að fækka eftir að friðunin tók gildi. Líklegt er að útburður á eitri sem ætlað var refum hafi haft þar mikil áhrif. „Eftir fimmtíu ára friðun var stofninn í jafn slæmu standi, eða því sem næst, og hann var í þegar friðunin tók gildi,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en Fuglaverndarfélaginu hafi tekist að stöðva útburð á eitri að eitthvað hafi farið að ganga að vernda stofninn. Haförninn er langlífur og viðkoman lítil, svo það tekur langan tíma fyrir friðun að hafa áhrif. „Í dag hafa 70 pör helgað sér óðöl. Stofninn er í betra horfi en hann hefur verið frá því fyrir aldamótin 1900. Hann vex hægt og örugglega, en dreifist mjög hægt út. Hann var um allt land áður en er í dag bundinn við Vesturlandið,“ segir Kristinn. Hann segir að stofninn sé almennt séð í góðu ástandi, bæði hér á landi og í Norður-Evrópu.Önnur ríki seinni til að friða haförninn Alþingi ákvað sumarið 1913 að friða haförninn tímabundið í fimm ár, frá ársbyrjun 1914. Friðunin var jafnan framlengd, þó það hafi oft kostað harðvítug átök á Alþingi. Önnur ríki voru ekki jafn fljót til. Sum nágrannaríkjanna, til dæmis Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, friðuðu haförninn á árabilinu 1924 til 1934, en önnur ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Norðmenn friðuðu haförninn til að mynda ekki fyrr en árið 1968, og Grænlendingar ekki fyrr en 1973.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira