Glaðbeittir Íslendingar tóku þátt í setningarathöfn Ólympíuleikanna Freyr Bjarnason skrifar 8. febrúar 2014 07:00 Íslensku keppendurnir, með fánaberann Sævar Birgisson í fararbroddi, tóku sig vel út á Fisht-leikvanginum í Sotsjí í gær. nordicphotos/afp Setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í Rússlandi fór fram gær og heppnaðist hún vel. Sævar Birgisson, einn af íslensku keppendunum á leikunum, var fánaberi, og tók hópurinn sig vel út á Fisht-leikvanginum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans Dorrit Moussaieff, voru viðstödd opnunarathöfnina og veifuðu til íslensku keppendanna er þeir gengu inn á leikvanginn. Fyrir athöfnina klæddust þau regnbogalituðum fingravettlingum er þau hittu íslensku íþróttamennina. Sýndu þau þar með stuðning sinn í verki við samkynhneigða en nýleg lög sem banna „áróður“ fyrir málstað samkynhneigðra hafa valdi miklu fjaðrafoki. Fyrr um daginn hittu þau Vladimir Putin, forseta Rússlands, í móttökuathöfn fyrir þá leiðtoga sem mæta á leikana. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var viðstaddur setningarathöfnina í gær. Í viðtali við Vísi sagðist hann ætla að reyna að koma því á framfæri „ef það er möguleiki til þess“ að honum þyki framkoma Rússa gagnvart samkynhneigðum ógeðfelld. Margir af æðstu leiðtogum hins vestræna heims ætla ekki að láta sjá sig á leikunum. Á meðal þeirra er Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollandi, forseti Frakklands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og Joachim Gauck, forseti Þýskalands. Talið er að leiðtogarnir hafi ákveðið að sniðganga leikana vegna viðhorfs rússneskra yfirvalda gagnvart samkynhneigðum. Skipuleggjendur í Sotsjí sendu frá sér lista í gær yfir þá 53 leiðtoga sem þeir segja að verði viðstaddir Ólympíuleikana. Á meðal þeirra eru leiðtogar Kína, Japans, Danmerkur Grikklands og Tyrklands. Enginn fulltrúi Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada er á listanum. Rússneskir hryðjuverkamenn hafa hótað því að láta til skarar skríða á leikunum og er viðbúnaðurinn því mikill í Sotsjí. Vladimir Pútín hefur lofað því að fjörutíu þúsund lögreglumenn og hermenn verði til taks á meðan leikunum stendur til að tryggja öryggi allra. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí standa yfir til 23. febrúar. Samtals verða ellefu aðilar á vegum ÍSÍ á leikunum, þar á meðal íslensku keppendurnir fimm. Auk Sævars eru í hópi keppenda þau Einar Kristinn Kristgeirsson, Brynjar Jökull Guðmundsson, Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir.Vestrænir leiðtogar sem verða í SotsjíThomas Bach, forseti AlþjóðaólympíunefndarinnarAlbert MónakóprinsFriðrik, krónprins DanmerkurÓlafur Ragnar Grímsson, forseti ÍslandsBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðannaHenri, fursti í LúxemborgSauli Niinisto, forseti FinnlandsKarolos Papoulias, forseti GrikklandsThorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri EvrópuráðsinsDidier Burkhalter, forseti SvissWillem-Alexander, konungur HollandsMark Rutte, forsætisráðherra HollandsWerner Faymann, kanslari AusturríkisEnrico Letta, forsætisráðherra ÍtalíuRecep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra TyrklandsKarl Gústav, SvíakonungurErna Solberg, forsætisráðherra NoregsJyrki Katainen, forsætisráðherra FinnlandsHaraldur NoregskonungurFilip Vujanovic, forseti SvartfjallalandsTomislav Nikolic, forseti SerbíuAlgirdas Butkevicius, forsætisráðherra LitháensAndris Berzins, forseti LettlandsPlamen Oresharski, forsætisráðherra BúlgaríuAdrian Hasler, forsætisráðherra LiechtensteinAndrus Ansip, forseti EistlandsMilos Zeman, forseti TékklandsSerge Sarkisian, forseti ArmeníuAbdelilah Benkirane, forsætisráðherra MarokkóIurie Leanca, forsætisráðherra Moldóvu.Victor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu.Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstan.Gjorge Ivanov, forseti Makedónia.Ivo Josipovic, forseti KróatíuAlmazbek Atambajev, forseti Kirgisistan.Gurbanguli Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistan.Emomali Rahmon, forseti TadjikistanViktor Janúkóvitsj, forseti ÚkraínuJanos Ader, forseti UngverjalandsAlexander Lukashenko, forseti Hvíta-RússlandsIvan Gasparovic, forseti SlóvakíuIvica Dacic, forseti SerbíuRosen Plevneliev, forseti BúlgaríuIslam Karimov, forseti Úsbekistan Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í Rússlandi fór fram gær og heppnaðist hún vel. Sævar Birgisson, einn af íslensku keppendunum á leikunum, var fánaberi, og tók hópurinn sig vel út á Fisht-leikvanginum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kona hans Dorrit Moussaieff, voru viðstödd opnunarathöfnina og veifuðu til íslensku keppendanna er þeir gengu inn á leikvanginn. Fyrir athöfnina klæddust þau regnbogalituðum fingravettlingum er þau hittu íslensku íþróttamennina. Sýndu þau þar með stuðning sinn í verki við samkynhneigða en nýleg lög sem banna „áróður“ fyrir málstað samkynhneigðra hafa valdi miklu fjaðrafoki. Fyrr um daginn hittu þau Vladimir Putin, forseta Rússlands, í móttökuathöfn fyrir þá leiðtoga sem mæta á leikana. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var viðstaddur setningarathöfnina í gær. Í viðtali við Vísi sagðist hann ætla að reyna að koma því á framfæri „ef það er möguleiki til þess“ að honum þyki framkoma Rússa gagnvart samkynhneigðum ógeðfelld. Margir af æðstu leiðtogum hins vestræna heims ætla ekki að láta sjá sig á leikunum. Á meðal þeirra er Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Francois Hollandi, forseti Frakklands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og Joachim Gauck, forseti Þýskalands. Talið er að leiðtogarnir hafi ákveðið að sniðganga leikana vegna viðhorfs rússneskra yfirvalda gagnvart samkynhneigðum. Skipuleggjendur í Sotsjí sendu frá sér lista í gær yfir þá 53 leiðtoga sem þeir segja að verði viðstaddir Ólympíuleikana. Á meðal þeirra eru leiðtogar Kína, Japans, Danmerkur Grikklands og Tyrklands. Enginn fulltrúi Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada er á listanum. Rússneskir hryðjuverkamenn hafa hótað því að láta til skarar skríða á leikunum og er viðbúnaðurinn því mikill í Sotsjí. Vladimir Pútín hefur lofað því að fjörutíu þúsund lögreglumenn og hermenn verði til taks á meðan leikunum stendur til að tryggja öryggi allra. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí standa yfir til 23. febrúar. Samtals verða ellefu aðilar á vegum ÍSÍ á leikunum, þar á meðal íslensku keppendurnir fimm. Auk Sævars eru í hópi keppenda þau Einar Kristinn Kristgeirsson, Brynjar Jökull Guðmundsson, Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir.Vestrænir leiðtogar sem verða í SotsjíThomas Bach, forseti AlþjóðaólympíunefndarinnarAlbert MónakóprinsFriðrik, krónprins DanmerkurÓlafur Ragnar Grímsson, forseti ÍslandsBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðannaHenri, fursti í LúxemborgSauli Niinisto, forseti FinnlandsKarolos Papoulias, forseti GrikklandsThorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri EvrópuráðsinsDidier Burkhalter, forseti SvissWillem-Alexander, konungur HollandsMark Rutte, forsætisráðherra HollandsWerner Faymann, kanslari AusturríkisEnrico Letta, forsætisráðherra ÍtalíuRecep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra TyrklandsKarl Gústav, SvíakonungurErna Solberg, forsætisráðherra NoregsJyrki Katainen, forsætisráðherra FinnlandsHaraldur NoregskonungurFilip Vujanovic, forseti SvartfjallalandsTomislav Nikolic, forseti SerbíuAlgirdas Butkevicius, forsætisráðherra LitháensAndris Berzins, forseti LettlandsPlamen Oresharski, forsætisráðherra BúlgaríuAdrian Hasler, forsætisráðherra LiechtensteinAndrus Ansip, forseti EistlandsMilos Zeman, forseti TékklandsSerge Sarkisian, forseti ArmeníuAbdelilah Benkirane, forsætisráðherra MarokkóIurie Leanca, forsætisráðherra Moldóvu.Victor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu.Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstan.Gjorge Ivanov, forseti Makedónia.Ivo Josipovic, forseti KróatíuAlmazbek Atambajev, forseti Kirgisistan.Gurbanguli Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistan.Emomali Rahmon, forseti TadjikistanViktor Janúkóvitsj, forseti ÚkraínuJanos Ader, forseti UngverjalandsAlexander Lukashenko, forseti Hvíta-RússlandsIvan Gasparovic, forseti SlóvakíuIvica Dacic, forseti SerbíuRosen Plevneliev, forseti BúlgaríuIslam Karimov, forseti Úsbekistan
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent