Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 07:00 Síðustu helgi efndu stuðningskonur Hjördísar til mótmæla fyrir framan fangelsið í Horsens vegna handtöku án dóms og laga. Vísir/aðsend Fyrsta manneskjan sem fékk að heimsækja Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur í fangelsi í Horsens, fyrir utan lögmann hennar, er Þórey Guðmundsdóttir, íslenskur prestur sem búsett er í Noregi. Hún heimsótti Hjördísi á miðvikudaginn síðastliðinn og fékk drjúga stund með henni. Hún segir Hjördísi dvelja á álmu með mikilli öryggisgæslu þar sem fangar þurfa að lúta ströngum reglum. Þórey segir að Hjördís þurfi að vera inni í klefa sínum í nítján klukkustundir á sólarhring. Þar sé hún eingöngu með klósett og sjónvarp. Hún sé í fangelsi með bæði körlum og konum og að hún hafi séð á samföngum hennar að margir þeirra hafi marga fjöruna sopið. „Ég skil ekki hvernig hún nær að halda sér svona rólegri, ég gæti ekki höndlað þessar aðstæður svona vel,“ segir Þórey. Hún segir Hjördísi þó ekki ætla að sækja um flutning innan fangelsisins en helst vildi hún fá að afplána varðhaldið í heimahúsi með staðsetningartæki um ökklann. Hjördís var handtekin á Íslandi í byrjun mánaðar vegna ákæru um ólöglegt brottnám dætra sinna í ágúst síðastliðnum, eftir að dönsk dómsvöld höfðu dæmt dönskum barnsföður hennar forræðið. Þórey Guðmundsdóttir, prestur í Noregi, heimsótti Hjördísi Svan í fangelsi í Horsens.Hún var dæmd í farbann í Danmörku en var svo handtekin fáeinum dögum síðar þegar hún mætti á lögreglustöðina til að tilkynna sig án útskýringa eða viðveru lögmanns. Fyrstu tvo sólarhringana eftir handtökuna fékk hún ekki að tala við neinn og fékk engar upplýsingar, eða þar til hún og lögmaður hennar fengu að vita að hún hafði verið dæmd í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn lagði fram beiðni um að Hjördís fengi heimsókn en ferlið var bæði langt og flókið. Eftir níu daga í gæsluvarðhaldi fékk Þórey að fara í heimsókn og voru það fyrstu samskiptin sem Hjördís fékk að eiga við vin eða fjölskyldu eftir handtökuna. „Þessi handtaka án dóms og laga hefur verið gagnrýnd af mörgum. Aðeins danskir lögmenn geta gert athugasemdir við hana en það hafa þeir ekki gert. Nefnd á vegum Evrópuþingsins, sem hefur kannað kærur foreldra vegna forsjársmála í Danmörku, hefur veitt danskri stjórnsýslu tvær áminningar fyrir ómannúðlega meðferð á Hjördísi og ellefu öðrum mæðrum, vegna handtöku og fangelsisvistar,“ segir Þórey. Hjördís Svan Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Fyrsta manneskjan sem fékk að heimsækja Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur í fangelsi í Horsens, fyrir utan lögmann hennar, er Þórey Guðmundsdóttir, íslenskur prestur sem búsett er í Noregi. Hún heimsótti Hjördísi á miðvikudaginn síðastliðinn og fékk drjúga stund með henni. Hún segir Hjördísi dvelja á álmu með mikilli öryggisgæslu þar sem fangar þurfa að lúta ströngum reglum. Þórey segir að Hjördís þurfi að vera inni í klefa sínum í nítján klukkustundir á sólarhring. Þar sé hún eingöngu með klósett og sjónvarp. Hún sé í fangelsi með bæði körlum og konum og að hún hafi séð á samföngum hennar að margir þeirra hafi marga fjöruna sopið. „Ég skil ekki hvernig hún nær að halda sér svona rólegri, ég gæti ekki höndlað þessar aðstæður svona vel,“ segir Þórey. Hún segir Hjördísi þó ekki ætla að sækja um flutning innan fangelsisins en helst vildi hún fá að afplána varðhaldið í heimahúsi með staðsetningartæki um ökklann. Hjördís var handtekin á Íslandi í byrjun mánaðar vegna ákæru um ólöglegt brottnám dætra sinna í ágúst síðastliðnum, eftir að dönsk dómsvöld höfðu dæmt dönskum barnsföður hennar forræðið. Þórey Guðmundsdóttir, prestur í Noregi, heimsótti Hjördísi Svan í fangelsi í Horsens.Hún var dæmd í farbann í Danmörku en var svo handtekin fáeinum dögum síðar þegar hún mætti á lögreglustöðina til að tilkynna sig án útskýringa eða viðveru lögmanns. Fyrstu tvo sólarhringana eftir handtökuna fékk hún ekki að tala við neinn og fékk engar upplýsingar, eða þar til hún og lögmaður hennar fengu að vita að hún hafði verið dæmd í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn lagði fram beiðni um að Hjördís fengi heimsókn en ferlið var bæði langt og flókið. Eftir níu daga í gæsluvarðhaldi fékk Þórey að fara í heimsókn og voru það fyrstu samskiptin sem Hjördís fékk að eiga við vin eða fjölskyldu eftir handtökuna. „Þessi handtaka án dóms og laga hefur verið gagnrýnd af mörgum. Aðeins danskir lögmenn geta gert athugasemdir við hana en það hafa þeir ekki gert. Nefnd á vegum Evrópuþingsins, sem hefur kannað kærur foreldra vegna forsjársmála í Danmörku, hefur veitt danskri stjórnsýslu tvær áminningar fyrir ómannúðlega meðferð á Hjördísi og ellefu öðrum mæðrum, vegna handtöku og fangelsisvistar,“ segir Þórey.
Hjördís Svan Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira