Hagfræðistofnun – rök gegn aðild lögð til hvílu Össur Skarphéðinsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Skýrsla Hagfræðistofnunar er að mörgu leyti góð – miðað við þann þrönga stakk sem Gunnar Bragi kaus að sníða henni í erindisbréfi. Að því sögðu tel ég að skýrslan sé af heilindum skrifuð, og prýðileg að mörgu leyti. Hver lítur silfrið sínum augum. Gegnum mín er skýrslan markverðust fyrir að leggja til hvílu margar helstu röksemdir þeirra, sem vilja slíta viðræðum við Evrópusambandið.ESB er ekki sambandsríki Fullyrt er: Ísland getur ekki gengið í Evrópusambandið af því það er sambandsríki, sem gleypir fullveldið með húð og hári. Greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors hafnar því. Hann segir skýrt að eðli Evrópusambandsins sé ekki eðli sambandsríkis. Ég les ekkert úr skýrslunni sem bendir til að sambandið sé á þeirri leið. Fullveldisspurningunni er vel svarað – Ísland tapar ekki fullveldi sínu við það að verða aðili að Evrópusambandinu. Sjálfur tel ég að með falli stjórnarskrár Evrópu fyrir nokkrum árum hafi orðið kaflaskil. Þá var þróun Evrópusambandsins í sambandsríki hafnað. Þó einstakir leiðtogar, sumir valdamiklir, séu annarrar skoðunar tel ég að í reynd sé ekkert ríki á þeirri skoðun í dag, ef frá er talin Belgía, vegna sérstakra pólitískra aðstæðna í því landi. Prófessor emeritus Stefán Már segir líka skýrt, að Lissabon-sáttmálinn sé ekki ígildi stjórnarskrár, og leiðir fram að sáttmálinn hefur aukið vægi þjóðþinganna, og styrkt nálægðarregluna, sem flytur valdið heim til héraða, og fólksins.Auðlindirnar tryggar Fullyrt er: Með inngöngu í sambandið tapar Ísland forræði og eignarhaldi á auðlindum sínum. Ekkert slíkt kemur fram í skýrslunni. Þvert á móti er skýrt, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er í fullu gildi, og tryggir að ekkert ríki getur gert kröfu um aflaheimildir án sögulegrar veiðireynslu – sem ekki er til! Íslendingar geta því nýtt fiskistofna sína áfram eins og fyrr. Aðild breytir heldur engu um eignarhald og fullt forræði Íslands á auðlindum í háhita eða fallvötnum. Finnist olía á Drekasvæðinu getur ekkert ríki gert tilkall til hennar þó Ísland verði aðili að ESB – nema síður væri.Sérlausn í sjávarútvegi Í frægri Berlínarræðu kastaði Halldór Ásgrímsson fyrst fram hugmyndinni um að vandamál sem varða sjávarútveg, einkum séríslenskt fiskveiðisvæði, yrðu leyst með sérlausn. Þá aðferð notar ESB til að klæðskerasníða lausnir sem varða sérstök vandamál einstakra umsóknarríkja. Þessi hugmynd er reifuð í Evrópuskýrslu Björns Bjarnasonar, sem líta má á sem eins konar fræðilegan grundvöll fyrir aðildarumsókninni. Andstæðingar aðildar hafa klifað á því að ekki sé völ á neinum sérlausnum gagnvart Evrópusambandinu. Þessi röksemd er endanlega lögð til hvílu í lagalegri úttekt Stefáns Más prófessors – sem ekki verður talinn til æstra ESB-sinna. Hann segir skýrt, að sérlausn er fær leið, sem samrýmist reglum ESB.„Það er ekkert um að semja“ Fullyrt er: Ísland verður að taka upp reglur Evrópusambandsins blóðhráar og það er ekkert um að semja. Í skýrslunni kemur fram að engir sjáanlegir annmarkar eru á samningum við langflesta kaflana, sem um þarf að semja. Andstæðingar klifa á að ómögulegt verði að semja um sjávarútveg og landbúnað. Í skýrslunni koma fram merkar upplýsingar eins höfundar eftir samtöl við Brussel, þar sem fram kemur að engin óleysanleg vandamál eru sjáanleg í landbúnaði. Þær eru að vísu faldar í viðauka. Ein meginniðurstaða skýrslunnar þegar hún er lesin í samhengi er því að í reynd er það fyrst og fremst sjávarútvegur, sem gæti orðið vandamál í blálok samninganna. Eins og fyrr segir þá slær Stefán Már prófessor í gadda að sérlausn er möguleiki samkvæmt reglum ESB. Stefan Fühle stækkunarstjóri hefur væntanlega haft það í huga þegar hann gaf nýlega út yfirlýsingu um að skammt væri í að Evrópusambandið gæti lagt fram tillögu um sjávarútveg sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Í þessu ljósi er ekki hægt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að skýrslan hefur svarað öllum helstu röksemdum andstæðinga aðildar. Hún er því ekkert tilefni til þess að slíta viðræðum núna. Þvert á móti bendir hún til að rökrétt sé að ljúka þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar er að mörgu leyti góð – miðað við þann þrönga stakk sem Gunnar Bragi kaus að sníða henni í erindisbréfi. Að því sögðu tel ég að skýrslan sé af heilindum skrifuð, og prýðileg að mörgu leyti. Hver lítur silfrið sínum augum. Gegnum mín er skýrslan markverðust fyrir að leggja til hvílu margar helstu röksemdir þeirra, sem vilja slíta viðræðum við Evrópusambandið.ESB er ekki sambandsríki Fullyrt er: Ísland getur ekki gengið í Evrópusambandið af því það er sambandsríki, sem gleypir fullveldið með húð og hári. Greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors hafnar því. Hann segir skýrt að eðli Evrópusambandsins sé ekki eðli sambandsríkis. Ég les ekkert úr skýrslunni sem bendir til að sambandið sé á þeirri leið. Fullveldisspurningunni er vel svarað – Ísland tapar ekki fullveldi sínu við það að verða aðili að Evrópusambandinu. Sjálfur tel ég að með falli stjórnarskrár Evrópu fyrir nokkrum árum hafi orðið kaflaskil. Þá var þróun Evrópusambandsins í sambandsríki hafnað. Þó einstakir leiðtogar, sumir valdamiklir, séu annarrar skoðunar tel ég að í reynd sé ekkert ríki á þeirri skoðun í dag, ef frá er talin Belgía, vegna sérstakra pólitískra aðstæðna í því landi. Prófessor emeritus Stefán Már segir líka skýrt, að Lissabon-sáttmálinn sé ekki ígildi stjórnarskrár, og leiðir fram að sáttmálinn hefur aukið vægi þjóðþinganna, og styrkt nálægðarregluna, sem flytur valdið heim til héraða, og fólksins.Auðlindirnar tryggar Fullyrt er: Með inngöngu í sambandið tapar Ísland forræði og eignarhaldi á auðlindum sínum. Ekkert slíkt kemur fram í skýrslunni. Þvert á móti er skýrt, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er í fullu gildi, og tryggir að ekkert ríki getur gert kröfu um aflaheimildir án sögulegrar veiðireynslu – sem ekki er til! Íslendingar geta því nýtt fiskistofna sína áfram eins og fyrr. Aðild breytir heldur engu um eignarhald og fullt forræði Íslands á auðlindum í háhita eða fallvötnum. Finnist olía á Drekasvæðinu getur ekkert ríki gert tilkall til hennar þó Ísland verði aðili að ESB – nema síður væri.Sérlausn í sjávarútvegi Í frægri Berlínarræðu kastaði Halldór Ásgrímsson fyrst fram hugmyndinni um að vandamál sem varða sjávarútveg, einkum séríslenskt fiskveiðisvæði, yrðu leyst með sérlausn. Þá aðferð notar ESB til að klæðskerasníða lausnir sem varða sérstök vandamál einstakra umsóknarríkja. Þessi hugmynd er reifuð í Evrópuskýrslu Björns Bjarnasonar, sem líta má á sem eins konar fræðilegan grundvöll fyrir aðildarumsókninni. Andstæðingar aðildar hafa klifað á því að ekki sé völ á neinum sérlausnum gagnvart Evrópusambandinu. Þessi röksemd er endanlega lögð til hvílu í lagalegri úttekt Stefáns Más prófessors – sem ekki verður talinn til æstra ESB-sinna. Hann segir skýrt, að sérlausn er fær leið, sem samrýmist reglum ESB.„Það er ekkert um að semja“ Fullyrt er: Ísland verður að taka upp reglur Evrópusambandsins blóðhráar og það er ekkert um að semja. Í skýrslunni kemur fram að engir sjáanlegir annmarkar eru á samningum við langflesta kaflana, sem um þarf að semja. Andstæðingar klifa á að ómögulegt verði að semja um sjávarútveg og landbúnað. Í skýrslunni koma fram merkar upplýsingar eins höfundar eftir samtöl við Brussel, þar sem fram kemur að engin óleysanleg vandamál eru sjáanleg í landbúnaði. Þær eru að vísu faldar í viðauka. Ein meginniðurstaða skýrslunnar þegar hún er lesin í samhengi er því að í reynd er það fyrst og fremst sjávarútvegur, sem gæti orðið vandamál í blálok samninganna. Eins og fyrr segir þá slær Stefán Már prófessor í gadda að sérlausn er möguleiki samkvæmt reglum ESB. Stefan Fühle stækkunarstjóri hefur væntanlega haft það í huga þegar hann gaf nýlega út yfirlýsingu um að skammt væri í að Evrópusambandið gæti lagt fram tillögu um sjávarútveg sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Í þessu ljósi er ekki hægt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að skýrslan hefur svarað öllum helstu röksemdum andstæðinga aðildar. Hún er því ekkert tilefni til þess að slíta viðræðum núna. Þvert á móti bendir hún til að rökrétt sé að ljúka þeim.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar