Hagfræðistofnun – rök gegn aðild lögð til hvílu Össur Skarphéðinsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Skýrsla Hagfræðistofnunar er að mörgu leyti góð – miðað við þann þrönga stakk sem Gunnar Bragi kaus að sníða henni í erindisbréfi. Að því sögðu tel ég að skýrslan sé af heilindum skrifuð, og prýðileg að mörgu leyti. Hver lítur silfrið sínum augum. Gegnum mín er skýrslan markverðust fyrir að leggja til hvílu margar helstu röksemdir þeirra, sem vilja slíta viðræðum við Evrópusambandið.ESB er ekki sambandsríki Fullyrt er: Ísland getur ekki gengið í Evrópusambandið af því það er sambandsríki, sem gleypir fullveldið með húð og hári. Greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors hafnar því. Hann segir skýrt að eðli Evrópusambandsins sé ekki eðli sambandsríkis. Ég les ekkert úr skýrslunni sem bendir til að sambandið sé á þeirri leið. Fullveldisspurningunni er vel svarað – Ísland tapar ekki fullveldi sínu við það að verða aðili að Evrópusambandinu. Sjálfur tel ég að með falli stjórnarskrár Evrópu fyrir nokkrum árum hafi orðið kaflaskil. Þá var þróun Evrópusambandsins í sambandsríki hafnað. Þó einstakir leiðtogar, sumir valdamiklir, séu annarrar skoðunar tel ég að í reynd sé ekkert ríki á þeirri skoðun í dag, ef frá er talin Belgía, vegna sérstakra pólitískra aðstæðna í því landi. Prófessor emeritus Stefán Már segir líka skýrt, að Lissabon-sáttmálinn sé ekki ígildi stjórnarskrár, og leiðir fram að sáttmálinn hefur aukið vægi þjóðþinganna, og styrkt nálægðarregluna, sem flytur valdið heim til héraða, og fólksins.Auðlindirnar tryggar Fullyrt er: Með inngöngu í sambandið tapar Ísland forræði og eignarhaldi á auðlindum sínum. Ekkert slíkt kemur fram í skýrslunni. Þvert á móti er skýrt, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er í fullu gildi, og tryggir að ekkert ríki getur gert kröfu um aflaheimildir án sögulegrar veiðireynslu – sem ekki er til! Íslendingar geta því nýtt fiskistofna sína áfram eins og fyrr. Aðild breytir heldur engu um eignarhald og fullt forræði Íslands á auðlindum í háhita eða fallvötnum. Finnist olía á Drekasvæðinu getur ekkert ríki gert tilkall til hennar þó Ísland verði aðili að ESB – nema síður væri.Sérlausn í sjávarútvegi Í frægri Berlínarræðu kastaði Halldór Ásgrímsson fyrst fram hugmyndinni um að vandamál sem varða sjávarútveg, einkum séríslenskt fiskveiðisvæði, yrðu leyst með sérlausn. Þá aðferð notar ESB til að klæðskerasníða lausnir sem varða sérstök vandamál einstakra umsóknarríkja. Þessi hugmynd er reifuð í Evrópuskýrslu Björns Bjarnasonar, sem líta má á sem eins konar fræðilegan grundvöll fyrir aðildarumsókninni. Andstæðingar aðildar hafa klifað á því að ekki sé völ á neinum sérlausnum gagnvart Evrópusambandinu. Þessi röksemd er endanlega lögð til hvílu í lagalegri úttekt Stefáns Más prófessors – sem ekki verður talinn til æstra ESB-sinna. Hann segir skýrt, að sérlausn er fær leið, sem samrýmist reglum ESB.„Það er ekkert um að semja“ Fullyrt er: Ísland verður að taka upp reglur Evrópusambandsins blóðhráar og það er ekkert um að semja. Í skýrslunni kemur fram að engir sjáanlegir annmarkar eru á samningum við langflesta kaflana, sem um þarf að semja. Andstæðingar klifa á að ómögulegt verði að semja um sjávarútveg og landbúnað. Í skýrslunni koma fram merkar upplýsingar eins höfundar eftir samtöl við Brussel, þar sem fram kemur að engin óleysanleg vandamál eru sjáanleg í landbúnaði. Þær eru að vísu faldar í viðauka. Ein meginniðurstaða skýrslunnar þegar hún er lesin í samhengi er því að í reynd er það fyrst og fremst sjávarútvegur, sem gæti orðið vandamál í blálok samninganna. Eins og fyrr segir þá slær Stefán Már prófessor í gadda að sérlausn er möguleiki samkvæmt reglum ESB. Stefan Fühle stækkunarstjóri hefur væntanlega haft það í huga þegar hann gaf nýlega út yfirlýsingu um að skammt væri í að Evrópusambandið gæti lagt fram tillögu um sjávarútveg sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Í þessu ljósi er ekki hægt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að skýrslan hefur svarað öllum helstu röksemdum andstæðinga aðildar. Hún er því ekkert tilefni til þess að slíta viðræðum núna. Þvert á móti bendir hún til að rökrétt sé að ljúka þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar er að mörgu leyti góð – miðað við þann þrönga stakk sem Gunnar Bragi kaus að sníða henni í erindisbréfi. Að því sögðu tel ég að skýrslan sé af heilindum skrifuð, og prýðileg að mörgu leyti. Hver lítur silfrið sínum augum. Gegnum mín er skýrslan markverðust fyrir að leggja til hvílu margar helstu röksemdir þeirra, sem vilja slíta viðræðum við Evrópusambandið.ESB er ekki sambandsríki Fullyrt er: Ísland getur ekki gengið í Evrópusambandið af því það er sambandsríki, sem gleypir fullveldið með húð og hári. Greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors hafnar því. Hann segir skýrt að eðli Evrópusambandsins sé ekki eðli sambandsríkis. Ég les ekkert úr skýrslunni sem bendir til að sambandið sé á þeirri leið. Fullveldisspurningunni er vel svarað – Ísland tapar ekki fullveldi sínu við það að verða aðili að Evrópusambandinu. Sjálfur tel ég að með falli stjórnarskrár Evrópu fyrir nokkrum árum hafi orðið kaflaskil. Þá var þróun Evrópusambandsins í sambandsríki hafnað. Þó einstakir leiðtogar, sumir valdamiklir, séu annarrar skoðunar tel ég að í reynd sé ekkert ríki á þeirri skoðun í dag, ef frá er talin Belgía, vegna sérstakra pólitískra aðstæðna í því landi. Prófessor emeritus Stefán Már segir líka skýrt, að Lissabon-sáttmálinn sé ekki ígildi stjórnarskrár, og leiðir fram að sáttmálinn hefur aukið vægi þjóðþinganna, og styrkt nálægðarregluna, sem flytur valdið heim til héraða, og fólksins.Auðlindirnar tryggar Fullyrt er: Með inngöngu í sambandið tapar Ísland forræði og eignarhaldi á auðlindum sínum. Ekkert slíkt kemur fram í skýrslunni. Þvert á móti er skýrt, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er í fullu gildi, og tryggir að ekkert ríki getur gert kröfu um aflaheimildir án sögulegrar veiðireynslu – sem ekki er til! Íslendingar geta því nýtt fiskistofna sína áfram eins og fyrr. Aðild breytir heldur engu um eignarhald og fullt forræði Íslands á auðlindum í háhita eða fallvötnum. Finnist olía á Drekasvæðinu getur ekkert ríki gert tilkall til hennar þó Ísland verði aðili að ESB – nema síður væri.Sérlausn í sjávarútvegi Í frægri Berlínarræðu kastaði Halldór Ásgrímsson fyrst fram hugmyndinni um að vandamál sem varða sjávarútveg, einkum séríslenskt fiskveiðisvæði, yrðu leyst með sérlausn. Þá aðferð notar ESB til að klæðskerasníða lausnir sem varða sérstök vandamál einstakra umsóknarríkja. Þessi hugmynd er reifuð í Evrópuskýrslu Björns Bjarnasonar, sem líta má á sem eins konar fræðilegan grundvöll fyrir aðildarumsókninni. Andstæðingar aðildar hafa klifað á því að ekki sé völ á neinum sérlausnum gagnvart Evrópusambandinu. Þessi röksemd er endanlega lögð til hvílu í lagalegri úttekt Stefáns Más prófessors – sem ekki verður talinn til æstra ESB-sinna. Hann segir skýrt, að sérlausn er fær leið, sem samrýmist reglum ESB.„Það er ekkert um að semja“ Fullyrt er: Ísland verður að taka upp reglur Evrópusambandsins blóðhráar og það er ekkert um að semja. Í skýrslunni kemur fram að engir sjáanlegir annmarkar eru á samningum við langflesta kaflana, sem um þarf að semja. Andstæðingar klifa á að ómögulegt verði að semja um sjávarútveg og landbúnað. Í skýrslunni koma fram merkar upplýsingar eins höfundar eftir samtöl við Brussel, þar sem fram kemur að engin óleysanleg vandamál eru sjáanleg í landbúnaði. Þær eru að vísu faldar í viðauka. Ein meginniðurstaða skýrslunnar þegar hún er lesin í samhengi er því að í reynd er það fyrst og fremst sjávarútvegur, sem gæti orðið vandamál í blálok samninganna. Eins og fyrr segir þá slær Stefán Már prófessor í gadda að sérlausn er möguleiki samkvæmt reglum ESB. Stefan Fühle stækkunarstjóri hefur væntanlega haft það í huga þegar hann gaf nýlega út yfirlýsingu um að skammt væri í að Evrópusambandið gæti lagt fram tillögu um sjávarútveg sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Í þessu ljósi er ekki hægt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að skýrslan hefur svarað öllum helstu röksemdum andstæðinga aðildar. Hún er því ekkert tilefni til þess að slíta viðræðum núna. Þvert á móti bendir hún til að rökrétt sé að ljúka þeim.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar