Heimsfrumsýning á Íslandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2014 13:00 Persar og Grikkir berjast í 300: Rise of an Empire. Kvikmyndin 300: Rise of an Empire, verður heimsfrumsýnd á Íslandi á morgun. Hún er sjálfstætt framhald myndarinnar 300 sem Zack Snyder gerði árið 2006. Zack skrifar handritið og framleiðir myndina en nú er það Ísraelinn Noam Murro sem leikstýrir. Myndin er byggð á teiknimyndasögunni Xerxes eftir Frank Miller og ku ekki gefa 300 neitt eftir. 300: Rise of an Empire gerist þegar Leonídas konungur er fallinn og persneski herinn, sem leiddur er af hálfguðinum Xerxes, nálgast Aþenu. Xerxes hefur heitið því að leggja bæði Spörtu og Aþenu undir sig og þurrka út gríska samfélagið í eitt skipti fyrir öll en her hans er gríðarlega öflugur. Hinn hugrakki Þemistókles leiðir varnarbaráttu Grikkja en verkefnið virðist nær ómögulegt. Í aðalhlutverkum eru Sullivan Stapleton, Rodrigo Santoro, Eva Green, Lena Headey, Jack O'Connell, David Wenham og Andrew Tiernan. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Blautir búkar og pylsupartí Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin 300: Rise of an Empire, verður heimsfrumsýnd á Íslandi á morgun. Hún er sjálfstætt framhald myndarinnar 300 sem Zack Snyder gerði árið 2006. Zack skrifar handritið og framleiðir myndina en nú er það Ísraelinn Noam Murro sem leikstýrir. Myndin er byggð á teiknimyndasögunni Xerxes eftir Frank Miller og ku ekki gefa 300 neitt eftir. 300: Rise of an Empire gerist þegar Leonídas konungur er fallinn og persneski herinn, sem leiddur er af hálfguðinum Xerxes, nálgast Aþenu. Xerxes hefur heitið því að leggja bæði Spörtu og Aþenu undir sig og þurrka út gríska samfélagið í eitt skipti fyrir öll en her hans er gríðarlega öflugur. Hinn hugrakki Þemistókles leiðir varnarbaráttu Grikkja en verkefnið virðist nær ómögulegt. Í aðalhlutverkum eru Sullivan Stapleton, Rodrigo Santoro, Eva Green, Lena Headey, Jack O'Connell, David Wenham og Andrew Tiernan.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Blautir búkar og pylsupartí Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp