Allt annar Pavel í númer fimmtán Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2014 08:30 Pavel Ermolinski hefur spilað vel með KR í vetur og ekki síst eftir að hann endurheimti treyju númer fimmtán í janúar. Vísir/Pjetur Pavel Ermolinski hefur sett nýtt met í úrvalsdeild karla með því að ná sjö þrennum í Dominos-deild karla í vetur en um leið var hann einnig fyrstur til að ná þrennu í þremur leikjum í röð og sá sem nær þrennum með fæstra daga millibili. Hver þrenna kappans tryggir honum ennfremur enn betri stöðu í efsta sæti listans yfir flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla en þær eru núna orðnar fimmtán. Það sem vekur þó mikla athygli er gríðarlegur munur á framlagi Pavels Ermolinskij eftir því hvort hann spilar í sínu uppáhaldsnúmeri, fimmtán, eða treyju númer níu þegar hann gaf Martin Hermannsyni eftir treyju númer fimmtán og fékk hans treyju í staðinn. Báðir vilja þeir Pavel og Martin spila í treyju fimmtán eins og Fréttablaðið fjallaði um fyrr í vetur og komust þeir að samkomulagi um að skipta við hvern tapleik. Tapleikirnir hafa aðeins verið tveir, í bikarnum á móti Njarðvík í nóvember og í deildinni á móti Grindavík í fyrsta leik ársins 2014. Pavel skipti því úr fimmtán í níu í nóvember og svo úr níu í fimmtán í janúar. Þegar tölfræði Pavels í deildinni er skoðuð eftir því í hvaða treyju hann spilar kemur í ljós gríðarlegur munur á framlagi hans og í raun hefur Pavel verið á rosalegri siglingu eftir að hann komst aftur í treyju fimmtán. Pavel hefur verið með þrennu í síðustu þremur leikjum sínum og er með þrennu að meðaltali í undanförnum fimm leikjum (14,6 stig – 11,2 fráköst – 11,2 stoðsendingar). KR hefur að sjálfsögð unnið þá alla enda er Pavel illviðráðanlegur á góðum degi. Það eru aðeins átta leikir síðan hann komst aftur í treyju fimmtán eftir skell á móti Grindavík í DHL-höllinni. Fyrsti leikurinn á móti ÍR var ekki einn af þeim bestu í uppáhaldstreyjunni í vetur en eftir súperleik í sigri á Snæfelli (28 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar) hefur Pavel næstum því alltaf verið á þrennuvaktinni. Pavel var ekki nálægt þrennu í einum af síðustu sjö leikjum en þá gerði hann út um leikinn með því að skora sigurkörfuna á móti Stjörnunni. Pavel er með þriggja þrennu forskot á Haukamanninn Emil Barja og því þegar búinn að tryggja sér „þrennutitilinn“ þegar tvær umferðir eru eftir alveg eins og KR-liðið er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Næst á dagskrá er að fara að grafa upp þrennumetin í úrslitakeppninni þar sem Pavel og KR-liðið er líklegt til afreka.Treyjuáhrifin á Pavel Ermolinskij leyna sér ekki:Þrefaldar tvennur: Í treyju númer fimmtán: 6 í 11 leikjum Í treyju númer níu: 1 í 9 leikjumMismunur: +5Stig í leik Í treyju númer fimmtán: 13,6 Í treyju númer níu: 11,6Mismunur: +2,3Fráköst í leik Í treyju númer fimmtán: 12,3 Í treyju númer níu: 10,3Mismunur: +1,9Stoðsendingar í leik Í treyju númer fimmtán: 8,7 Í treyju númer níu: 6,3Mismunur: +2,4Framlag í leik Í treyju númer fimmtán: 26,2 Í treyju númer níu: 19,9Mismunur: +6,3 ----Þrennumetin hans Pavels Ermolinskij í vetur7 Flestar þrennur á einu tímabili3 Þrennur í flestum leikjum í röð4 Fæstir dagar á milli þrennna15 Flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla Dominos-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Pavel Ermolinski hefur sett nýtt met í úrvalsdeild karla með því að ná sjö þrennum í Dominos-deild karla í vetur en um leið var hann einnig fyrstur til að ná þrennu í þremur leikjum í röð og sá sem nær þrennum með fæstra daga millibili. Hver þrenna kappans tryggir honum ennfremur enn betri stöðu í efsta sæti listans yfir flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla en þær eru núna orðnar fimmtán. Það sem vekur þó mikla athygli er gríðarlegur munur á framlagi Pavels Ermolinskij eftir því hvort hann spilar í sínu uppáhaldsnúmeri, fimmtán, eða treyju númer níu þegar hann gaf Martin Hermannsyni eftir treyju númer fimmtán og fékk hans treyju í staðinn. Báðir vilja þeir Pavel og Martin spila í treyju fimmtán eins og Fréttablaðið fjallaði um fyrr í vetur og komust þeir að samkomulagi um að skipta við hvern tapleik. Tapleikirnir hafa aðeins verið tveir, í bikarnum á móti Njarðvík í nóvember og í deildinni á móti Grindavík í fyrsta leik ársins 2014. Pavel skipti því úr fimmtán í níu í nóvember og svo úr níu í fimmtán í janúar. Þegar tölfræði Pavels í deildinni er skoðuð eftir því í hvaða treyju hann spilar kemur í ljós gríðarlegur munur á framlagi hans og í raun hefur Pavel verið á rosalegri siglingu eftir að hann komst aftur í treyju fimmtán. Pavel hefur verið með þrennu í síðustu þremur leikjum sínum og er með þrennu að meðaltali í undanförnum fimm leikjum (14,6 stig – 11,2 fráköst – 11,2 stoðsendingar). KR hefur að sjálfsögð unnið þá alla enda er Pavel illviðráðanlegur á góðum degi. Það eru aðeins átta leikir síðan hann komst aftur í treyju fimmtán eftir skell á móti Grindavík í DHL-höllinni. Fyrsti leikurinn á móti ÍR var ekki einn af þeim bestu í uppáhaldstreyjunni í vetur en eftir súperleik í sigri á Snæfelli (28 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar) hefur Pavel næstum því alltaf verið á þrennuvaktinni. Pavel var ekki nálægt þrennu í einum af síðustu sjö leikjum en þá gerði hann út um leikinn með því að skora sigurkörfuna á móti Stjörnunni. Pavel er með þriggja þrennu forskot á Haukamanninn Emil Barja og því þegar búinn að tryggja sér „þrennutitilinn“ þegar tvær umferðir eru eftir alveg eins og KR-liðið er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Næst á dagskrá er að fara að grafa upp þrennumetin í úrslitakeppninni þar sem Pavel og KR-liðið er líklegt til afreka.Treyjuáhrifin á Pavel Ermolinskij leyna sér ekki:Þrefaldar tvennur: Í treyju númer fimmtán: 6 í 11 leikjum Í treyju númer níu: 1 í 9 leikjumMismunur: +5Stig í leik Í treyju númer fimmtán: 13,6 Í treyju númer níu: 11,6Mismunur: +2,3Fráköst í leik Í treyju númer fimmtán: 12,3 Í treyju númer níu: 10,3Mismunur: +1,9Stoðsendingar í leik Í treyju númer fimmtán: 8,7 Í treyju númer níu: 6,3Mismunur: +2,4Framlag í leik Í treyju númer fimmtán: 26,2 Í treyju númer níu: 19,9Mismunur: +6,3 ----Þrennumetin hans Pavels Ermolinskij í vetur7 Flestar þrennur á einu tímabili3 Þrennur í flestum leikjum í röð4 Fæstir dagar á milli þrennna15 Flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla
Dominos-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira