Rannsókn beint að flugmönnunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. mars 2014 11:55 Á flugvellinum í Sepang í Malasíu hefur fjöldi manns skrifað á þar til ætlaðan vegg skilaboð og heillaóskir til allra sem tengjast farþegum eða áhöfn vélarinnar týndu. Vísir/AP Á laugardaginn var gerð húsleit á heimilum flugmanna malasísku farþegaþotunnar, sem viku fyrr hvarf sjónum flugumferðareftirlitsmanna þar sem hún var á flugi yfir hafinu á leið til Kína. Khalid Abu Bakar, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Malasíu, segir stjórnvöld ekki hafa talið ástæðu til þess fyrr að gera húsleit á heimilum þeirra. Hann sagðist einnig hafa beðið stjórnvöld þeirra ríkja, sem áttu ríkisborgara um borð í vélinni týndu, um að kanna bakgrunn þeirra. Sums staðar sé þegar búið að gera slíka bakgrunnsrannsókn, en enn sé beðið eftir svörum frá fleiri ríkjum. Í fyrstu var talið að vélin hefði hrapað í sjóinn stuttu eftir að samband við hana slitnaði, en það gerðist laugardaginn 8. mars klukkan hálf tvö að staðartíma. Nú þykir staðfest að vélinni hafi verið flogið áfram eftir það, stefnu hennar hafi verið breytt og henni flogið aftur yfir Malasíu og áfram í áttina að Andaman-eyjum í Indlandshafi. Vélinni var flogið eftir þekktum flugleiðum, sem hefði ekki verið á færi annarra en lærðra flugmanna. Flugmenn hefðu einnig verið færir um að slökkva á merkjasendingum frá vélinni, eins og gert var eftir að hún hafði verið um það bil eina klukkustund á flugi. Síðustu orðin sem bárust frá áhöfninni voru: „Allt í lagi, góða nótt.“ Þetta var sagt eftir að slökkt var á ACARS-merkjasendingakerfi vélarinnar. Staðfesting hefur einnig fengist á því að vélin var á flugi í meira en sex klukkustundir eftir að slökkt var á sambandinu, sem þýðir að hún gæti verið komin alla leið norður til Kasakstans eða langt suður í Indlandshaf. Stjórnvöld í Malasíu segja því nánast útilokað að finna vélina nema nánari upplýsingar um síðustu ferðir hennar skjóti upp kollinum. Þau hafa því beðið nágrannaríkin um aðstoð við leitina. „Leitin var fyrir mjög flókið, fjölþjóðlegt verkefni,“ sagði Affendi Buang, herforingi í malasíska flughernum. „Hún er nú orðin enn erfiðari.“Mörgum spurningum enn ósvarað Áttu flugmennirnir einhvern þátt í hvarfi vélarinnar? Ef svo er, stóðu þeir þá báðir að verki eða einungis annar þeirra? Átti einhver annar úr áhöfninni eða einhver farþeganna hlut að máli? Voru flugmennirnir þvingaðir til að fljúga vélinni áfram? Tókst einum eða fleiri farþegum að brjótast inn í flugstjórnarklefann? Var einhver farþeganna fær um að fljúga vélinni áfram? Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Sjá meira
Á laugardaginn var gerð húsleit á heimilum flugmanna malasísku farþegaþotunnar, sem viku fyrr hvarf sjónum flugumferðareftirlitsmanna þar sem hún var á flugi yfir hafinu á leið til Kína. Khalid Abu Bakar, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Malasíu, segir stjórnvöld ekki hafa talið ástæðu til þess fyrr að gera húsleit á heimilum þeirra. Hann sagðist einnig hafa beðið stjórnvöld þeirra ríkja, sem áttu ríkisborgara um borð í vélinni týndu, um að kanna bakgrunn þeirra. Sums staðar sé þegar búið að gera slíka bakgrunnsrannsókn, en enn sé beðið eftir svörum frá fleiri ríkjum. Í fyrstu var talið að vélin hefði hrapað í sjóinn stuttu eftir að samband við hana slitnaði, en það gerðist laugardaginn 8. mars klukkan hálf tvö að staðartíma. Nú þykir staðfest að vélinni hafi verið flogið áfram eftir það, stefnu hennar hafi verið breytt og henni flogið aftur yfir Malasíu og áfram í áttina að Andaman-eyjum í Indlandshafi. Vélinni var flogið eftir þekktum flugleiðum, sem hefði ekki verið á færi annarra en lærðra flugmanna. Flugmenn hefðu einnig verið færir um að slökkva á merkjasendingum frá vélinni, eins og gert var eftir að hún hafði verið um það bil eina klukkustund á flugi. Síðustu orðin sem bárust frá áhöfninni voru: „Allt í lagi, góða nótt.“ Þetta var sagt eftir að slökkt var á ACARS-merkjasendingakerfi vélarinnar. Staðfesting hefur einnig fengist á því að vélin var á flugi í meira en sex klukkustundir eftir að slökkt var á sambandinu, sem þýðir að hún gæti verið komin alla leið norður til Kasakstans eða langt suður í Indlandshaf. Stjórnvöld í Malasíu segja því nánast útilokað að finna vélina nema nánari upplýsingar um síðustu ferðir hennar skjóti upp kollinum. Þau hafa því beðið nágrannaríkin um aðstoð við leitina. „Leitin var fyrir mjög flókið, fjölþjóðlegt verkefni,“ sagði Affendi Buang, herforingi í malasíska flughernum. „Hún er nú orðin enn erfiðari.“Mörgum spurningum enn ósvarað Áttu flugmennirnir einhvern þátt í hvarfi vélarinnar? Ef svo er, stóðu þeir þá báðir að verki eða einungis annar þeirra? Átti einhver annar úr áhöfninni eða einhver farþeganna hlut að máli? Voru flugmennirnir þvingaðir til að fljúga vélinni áfram? Tókst einum eða fleiri farþegum að brjótast inn í flugstjórnarklefann? Var einhver farþeganna fær um að fljúga vélinni áfram?
Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Sjá meira