Eignarnám hér en ekki þar Ögmundur Jónasson skrifar 18. mars 2014 00:00 Það var engan bilbug að finna á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra þegar hún mætti í sjónvarpsþátt á dögunum til að réttlæta eignarnám á landi undir rafmagnslínu á Suðurnesjum. Hún tók það sérstaklega fram að þótt eigendur færu í mál myndi það ekki „fresta réttaráhrifum“, sem á mannamáli þýðir að hvað sem öllum málaferlum líður þá verði farið í framkvæmdir. Þáttarstjórnandinn sagði að ekki væri að sjá að framkvæmdin væri svo aðkallandi að rjúka yrði í hana með forgangshraði. En Ragnheiður Elín sat líka fyrir svörum í umræddum þætti sem ferðamálaráðherra. Þar var hún ekki eins viss í sinni sök gagnvart eignarréttinum. Hún talaði þar fyrir því baráttumáli ríkisstjórnarinnar að ríkið rukki okkur fyrir að fara á Þingvöll og skoða náttúruperlur Íslands. Um þetta verði að vísu að nást „víðtæk sátt“ og er svo að skilja að þar sé einkum átt við hagsmunaaðila í ferðaiðnaði og landeigendur. Almenningur kemur þarna lítið við sögu og hvergi er minnst á eignarnám í þessu samhengi. Það er þó þarna sem eignarnám væri fullkomlega réttlætanlegt að mínu áliti, þ.e. gagnvart þeim aðilum sem í krafti einkaeignarréttar ætla, í trássi við lög, að græða á náttúruperlum Íslands. Þetta er eins yfirgengilegt og verða má. Í fréttum heyrðist einn talsmanna landeigenda líkja almenningi við börn sem hefðu fengið sleikibrjóstsykur ókeypis um hríð en þyrftu nú að borga fyrir hann. Einhvers staðar var bent á að sú hætta væri raunveruleg að með andvaraleysi og meðvirkni stjórnvalda væri að myndast hér eins konar kvótakerfi þar sem ekki bara eigendur að landi færu að umgangast náttúruperlur sem eign sína, heldur tæki fjármálakerfið undir með því að heimila veðsetningu á nýtingu „eigna“ af þessu tagi inn í framtíðina. Þar með myndaðist tilkall til tekna af náttúruperlum sem enginn bókstafur er þó fyrir í lögum. Hér hræða sporin úr sjávarútveginum. Einni spurningu vildi ég heyra ferðamálaráðherrann og iðnaðarráðherrann svara úr einum og sama munninum: Hvort ekki væri ráð að snúa forgangsröðinni við, sýna landeigendum á Suðurnesjum ögn meiri biðlund en draga úr undirgefni við þá aðila sem eru að fjárnýta náttúruperlur Íslands í eiginhagsmunaskyni undir því falska yfirskini að vera sérstakir varðstöðumenn náttúru Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Það var engan bilbug að finna á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra þegar hún mætti í sjónvarpsþátt á dögunum til að réttlæta eignarnám á landi undir rafmagnslínu á Suðurnesjum. Hún tók það sérstaklega fram að þótt eigendur færu í mál myndi það ekki „fresta réttaráhrifum“, sem á mannamáli þýðir að hvað sem öllum málaferlum líður þá verði farið í framkvæmdir. Þáttarstjórnandinn sagði að ekki væri að sjá að framkvæmdin væri svo aðkallandi að rjúka yrði í hana með forgangshraði. En Ragnheiður Elín sat líka fyrir svörum í umræddum þætti sem ferðamálaráðherra. Þar var hún ekki eins viss í sinni sök gagnvart eignarréttinum. Hún talaði þar fyrir því baráttumáli ríkisstjórnarinnar að ríkið rukki okkur fyrir að fara á Þingvöll og skoða náttúruperlur Íslands. Um þetta verði að vísu að nást „víðtæk sátt“ og er svo að skilja að þar sé einkum átt við hagsmunaaðila í ferðaiðnaði og landeigendur. Almenningur kemur þarna lítið við sögu og hvergi er minnst á eignarnám í þessu samhengi. Það er þó þarna sem eignarnám væri fullkomlega réttlætanlegt að mínu áliti, þ.e. gagnvart þeim aðilum sem í krafti einkaeignarréttar ætla, í trássi við lög, að græða á náttúruperlum Íslands. Þetta er eins yfirgengilegt og verða má. Í fréttum heyrðist einn talsmanna landeigenda líkja almenningi við börn sem hefðu fengið sleikibrjóstsykur ókeypis um hríð en þyrftu nú að borga fyrir hann. Einhvers staðar var bent á að sú hætta væri raunveruleg að með andvaraleysi og meðvirkni stjórnvalda væri að myndast hér eins konar kvótakerfi þar sem ekki bara eigendur að landi færu að umgangast náttúruperlur sem eign sína, heldur tæki fjármálakerfið undir með því að heimila veðsetningu á nýtingu „eigna“ af þessu tagi inn í framtíðina. Þar með myndaðist tilkall til tekna af náttúruperlum sem enginn bókstafur er þó fyrir í lögum. Hér hræða sporin úr sjávarútveginum. Einni spurningu vildi ég heyra ferðamálaráðherrann og iðnaðarráðherrann svara úr einum og sama munninum: Hvort ekki væri ráð að snúa forgangsröðinni við, sýna landeigendum á Suðurnesjum ögn meiri biðlund en draga úr undirgefni við þá aðila sem eru að fjárnýta náttúruperlur Íslands í eiginhagsmunaskyni undir því falska yfirskini að vera sérstakir varðstöðumenn náttúru Íslands.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun