Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. mars 2014 00:00 Hundruð kennara mættu í verkfallsmiðstöðina á höfuðborgarsvæðinu í gær. Vísir/vilhelm „Við teljum að það sé verið að brjóta tvöfalt á fötluðum börnum í verkfalli framhaldsskólakennara. Þau fá hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra á meðan á verkfallinu stendur.“ Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. Hún getur þess að þroskaþjálfar og fagmenntað starfsfólk sem ekki er í verkfalli geti vegna innra skipulags ekki tekið á móti fötluðum nemendum í skólana þótt þeir eigi að fá þar réttindabundna þjónustu. „Það hefur verið rætt um að auka hugsanleg frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu en borgaryfirvöld segja það ekki vera á þeirra ábyrgð að setja fjármagn í slíkt auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot. Þessu erum við ekki sammála. Það þvo allir hendur sínar af þessum nemendum.“Bryndís SnæbjörnsdóttirBryndís segir það undarlegt að ekki skuli hafa verið hugað að því fyrirfram hvernig verkfallið kæmi niður á fötluðum nemendum. „Við sem félagasamtök höfum ekki tækifæri til að biðja um undanþágu. Það er verkefni skólanna. Svo er heldur ekki hægt að sækja um undanþágu fyrir hóp einstaklinga, heldur eingöngu fyrir hvern og einn.“ Sjálf á Bryndís tvær fatlaðar dætur sem hún segir heppnar. „Þær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Það þýðir að þær geta verið heima með sínum aðstoðarmanni. En það þýðir ekki að maður eigi að sitja hjá þar sem þetta kemur niður á mörgum. Langverst kemur þetta niður á einhverfu börnunum sem þola enga röskun.“ „Verkfall framhaldsskólakennara kemur mjög illa niður á dóttur okkar,“ segir Gunnar Bjarnason, faðir fjölfatlaðrar stúlku sem er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hann segir dóttur sína mjög háða rútínu sem nú hafi dottið niður. „Þetta hefur áhrif á svefninn hjá henni og almenna líðan. Hún hefur fengið iðjuþjálfun í skólanum og farið í leikfimi og sund á skólatíma. Þetta hefur skipt hana miklu máli. Að fara á mis við þetta dregur úr lífsgæðum hennar.“ Gunnar segir það jafnframt lenda á foreldrunum að bjarga málum frá degi til dags. „Það er ekki hægt að skilja hana eftir eina heima eins og aðra unglinga. Við kvöbbum á þeim sem geta hjálpað okkur og sjáum svo sjálf um þetta að öðru leyti.“ Fatlaður nemandi í framhaldsskóla, sem býr í skammtímavistun í tvær vikur í mánuði og hinar tvær hjá foreldrunum, er sendur heim úr skammtímavistuninni á morgnana vegna verkfalls framhaldsskólakennara, að því er Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, greinir frá. „Skammtímavistunin má ekki veita honum þjónustu yfir daginn þar sem það er verkfallsbrot. Maður veltir því fyrir sér hvað hefði gerst ef foreldrarnir hefðu ætlað að fara í utanlandsferð þessar tvær vikur sem hann á að vera í skammtímavistun. Hefði hann þá bara verið settur á þröskuldinn?“ Bryndís segir að 18 ára nemendur ættu ekki að vera á ábyrgð foreldra. „Það er ekki boðlegt í nútímaþjóðfélagi að foreldrar þurfi að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna fullorðnum börnum.“ Kennaraverkfall Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
„Við teljum að það sé verið að brjóta tvöfalt á fötluðum börnum í verkfalli framhaldsskólakennara. Þau fá hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra á meðan á verkfallinu stendur.“ Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. Hún getur þess að þroskaþjálfar og fagmenntað starfsfólk sem ekki er í verkfalli geti vegna innra skipulags ekki tekið á móti fötluðum nemendum í skólana þótt þeir eigi að fá þar réttindabundna þjónustu. „Það hefur verið rætt um að auka hugsanleg frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu en borgaryfirvöld segja það ekki vera á þeirra ábyrgð að setja fjármagn í slíkt auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot. Þessu erum við ekki sammála. Það þvo allir hendur sínar af þessum nemendum.“Bryndís SnæbjörnsdóttirBryndís segir það undarlegt að ekki skuli hafa verið hugað að því fyrirfram hvernig verkfallið kæmi niður á fötluðum nemendum. „Við sem félagasamtök höfum ekki tækifæri til að biðja um undanþágu. Það er verkefni skólanna. Svo er heldur ekki hægt að sækja um undanþágu fyrir hóp einstaklinga, heldur eingöngu fyrir hvern og einn.“ Sjálf á Bryndís tvær fatlaðar dætur sem hún segir heppnar. „Þær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Það þýðir að þær geta verið heima með sínum aðstoðarmanni. En það þýðir ekki að maður eigi að sitja hjá þar sem þetta kemur niður á mörgum. Langverst kemur þetta niður á einhverfu börnunum sem þola enga röskun.“ „Verkfall framhaldsskólakennara kemur mjög illa niður á dóttur okkar,“ segir Gunnar Bjarnason, faðir fjölfatlaðrar stúlku sem er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hann segir dóttur sína mjög háða rútínu sem nú hafi dottið niður. „Þetta hefur áhrif á svefninn hjá henni og almenna líðan. Hún hefur fengið iðjuþjálfun í skólanum og farið í leikfimi og sund á skólatíma. Þetta hefur skipt hana miklu máli. Að fara á mis við þetta dregur úr lífsgæðum hennar.“ Gunnar segir það jafnframt lenda á foreldrunum að bjarga málum frá degi til dags. „Það er ekki hægt að skilja hana eftir eina heima eins og aðra unglinga. Við kvöbbum á þeim sem geta hjálpað okkur og sjáum svo sjálf um þetta að öðru leyti.“ Fatlaður nemandi í framhaldsskóla, sem býr í skammtímavistun í tvær vikur í mánuði og hinar tvær hjá foreldrunum, er sendur heim úr skammtímavistuninni á morgnana vegna verkfalls framhaldsskólakennara, að því er Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, greinir frá. „Skammtímavistunin má ekki veita honum þjónustu yfir daginn þar sem það er verkfallsbrot. Maður veltir því fyrir sér hvað hefði gerst ef foreldrarnir hefðu ætlað að fara í utanlandsferð þessar tvær vikur sem hann á að vera í skammtímavistun. Hefði hann þá bara verið settur á þröskuldinn?“ Bryndís segir að 18 ára nemendur ættu ekki að vera á ábyrgð foreldra. „Það er ekki boðlegt í nútímaþjóðfélagi að foreldrar þurfi að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna fullorðnum börnum.“
Kennaraverkfall Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira