Skáldið og biskupsdóttirin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2014 14:30 Alexandra, Kristján og Þorgerður Sól Ívarsdóttir. Mynd/Jón Hilmar „Ég held þetta sé stærsta verkefni sem ég hef ráðist í, en ég er ekki ein,“ segir Alexandra Chernyshova tónskáld og óperusöngkona. Þar á hún við óperuna Skáldið og biskupsdóttirin sem flutt verður í konsertuppfærslu 11. og 12 apríl í Hallgrímskirkju í Saurbæ, í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar. Verkið fjallar um Hallgrím, Ragnheiði Brynjólfsdóttur og samtímafólk þeirra í Skálholti. Alexandra er höfundur tónlistar og útsetti hana fyrir blandaðan kór, karlakór, kvennakór og tólf manna hljómsveit. Auk þess syngur hún eitt aðalhlutverkið, Ragnheiði sjálfa. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því áður en ég byrjaði út í hvað ég var að fara,“ segir hún hlæjandi. „Ég hef heldur aldrei sungið á íslensku fyrr. Það er heiður fyrir mig að byrja á hlutverki Ragnheiðar.“ Guðrún Ásmundsdóttir er höfundur handrits óperunnar og leikstjóri. Ásgeir Páll Ágústsson syngur hlutverk Hallgríms, Kristján Jóhannsson er Brynjólfur biskup og Elsa Waage túlkar Margréti, móður Ragnheiðar. Aðspurð kveðst Alexandra ekki gera sér grein fyrir hvort þetta sé góður tími fyrir frumflutning annarrar óperu um Ragnheiði biskupsdóttur. „Þetta er stór saga og við sýnum eina hlið hennar. Þar er lögð áhersla á manninn Hallgrím, hvað hann er einlægur og eðlilegur. Hann vissi ekki á þessum tíma að fólk væri enn að syngja sálmana hans eftir 400 ár og að byggðar yrðu kirkjur honum til heiðurs. Okkar ópera er ekki bara ástarsaga, heldur fjallar hún líka um vináttu Hallgríms og Ragnheiðar og hvaða áhrif sú vinátta hafði á líf þeirra, list og ást. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég held þetta sé stærsta verkefni sem ég hef ráðist í, en ég er ekki ein,“ segir Alexandra Chernyshova tónskáld og óperusöngkona. Þar á hún við óperuna Skáldið og biskupsdóttirin sem flutt verður í konsertuppfærslu 11. og 12 apríl í Hallgrímskirkju í Saurbæ, í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar. Verkið fjallar um Hallgrím, Ragnheiði Brynjólfsdóttur og samtímafólk þeirra í Skálholti. Alexandra er höfundur tónlistar og útsetti hana fyrir blandaðan kór, karlakór, kvennakór og tólf manna hljómsveit. Auk þess syngur hún eitt aðalhlutverkið, Ragnheiði sjálfa. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því áður en ég byrjaði út í hvað ég var að fara,“ segir hún hlæjandi. „Ég hef heldur aldrei sungið á íslensku fyrr. Það er heiður fyrir mig að byrja á hlutverki Ragnheiðar.“ Guðrún Ásmundsdóttir er höfundur handrits óperunnar og leikstjóri. Ásgeir Páll Ágústsson syngur hlutverk Hallgríms, Kristján Jóhannsson er Brynjólfur biskup og Elsa Waage túlkar Margréti, móður Ragnheiðar. Aðspurð kveðst Alexandra ekki gera sér grein fyrir hvort þetta sé góður tími fyrir frumflutning annarrar óperu um Ragnheiði biskupsdóttur. „Þetta er stór saga og við sýnum eina hlið hennar. Þar er lögð áhersla á manninn Hallgrím, hvað hann er einlægur og eðlilegur. Hann vissi ekki á þessum tíma að fólk væri enn að syngja sálmana hans eftir 400 ár og að byggðar yrðu kirkjur honum til heiðurs. Okkar ópera er ekki bara ástarsaga, heldur fjallar hún líka um vináttu Hallgríms og Ragnheiðar og hvaða áhrif sú vinátta hafði á líf þeirra, list og ást.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira